Hoppa yfir valmynd
14. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Styrkur og samlegð í norrænu varnarsamstarfi til umræðu

Yfirmenn hermála norrænu ríkjanna og innkaupastjórar herja á Norðurlöndunum fengu kynningu á Rafnar bátum, sem byggðir eru á íslenskri hönnun Össurar Kristinssonar. - mynd

Yfirmenn hermála Norðurlandanna funduðu í síðustu viku um frekari útfærslu á varnasamstarfi ríkjanna og hvernig hægt er að auka sameiginlega getu og viðbragð innan ramma NORDEFCO. Fundurinn fór fram í Keflavík og var haldinn í samstarfi Íslands og Danmerkur, sem fer með formennsku í norræna varnarsamstarfinu í ár. 

Samstarf ríkjanna hefur styrkst mjög á síðustu árum, ekki síst með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Innkaupstjórar norrænu herjanna tóku einnig þátt í fundinum. 

Náið samstarf er á milli yfirmanna hermála á Norðurlöndunum, en þeir undirrituðu nýlega stefnuramma fyrir norrænt varnarsamstarf. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins tók þátt í fundinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta