Styrkur og samlegð í norrænu varnarsamstarfi til umræðu
Yfirmenn hermála Norðurlandanna funduðu í síðustu viku um frekari útfærslu á varnasamstarfi ríkjanna og hvernig hægt er að auka sameiginlega getu og viðbragð innan ramma NORDEFCO. Fundurinn fór fram í Keflavík og var haldinn í samstarfi Íslands og Danmerkur, sem fer með formennsku í norræna varnarsamstarfinu í ár.
Samstarf ríkjanna hefur styrkst mjög á síðustu árum, ekki síst með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Innkaupstjórar norrænu herjanna tóku einnig þátt í fundinum.
Náið samstarf er á milli yfirmanna hermála á Norðurlöndunum, en þeir undirrituðu nýlega stefnuramma fyrir norrænt varnarsamstarf. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins tók þátt í fundinum.