Hlutverk samstarfsráðherra
Samstarfsráðherra Norðurlanda er sá ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlandanna sem fer með ábyrgð á norræna ríkisstjórnarsamstarfinu innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra hvers lands.
Samstarfsráðherrarnir mynda stjórn norræna ríkisstjórnarsamstarfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir, s.s. um fjárframlög til Norrænu ráðherranefndarinnar. Formennska er í höndum samstarfsráðherra þess lands sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni. Samstarfsráðherrar Norðurlanda hittast að jafnaði 3-4 sinnum á ári, þ.m.t. í tengslum við þing Norðurlandaráðs ár hvert.
Samstarfsráðherrarnir svara spurningum norrænna þingmanna um Norðurlandasamstarfið í fyrirspurnartímum á árlegu þingi Norðurlandaráðs. Samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Íslands leggur árlega fram skýrslu til Alþingis um norrænt samstarf og fara fram umræður um hana á þingi.
Samstarfsráðherra Norðurlanda
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.