Hoppa yfir valmynd

Skipulag

Norræna ráðherranefndin skiptist í alls 11 ráðherranefndir og eitt tímabundið ráð (um stafræna væðingu sem fjármálaráðherra situr í fyrir hönd Íslands). Undir hverri ráðherranefnd starfar embættismannanefnd sem undirbýr fundi ráðherranna. Á vegum hverrar ráðherranefndar starfa eftir atvikum aðrar embættismannanefndir eða sérfræðingahópar sem fjalla um einstök málefni og viðfangsefni. Starfsfólk skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar þjónar svo og starfar með hverri ráðherranefnd og embættismannanefnd, og þeim norrænu stofnunum sem heyra undir einstakar ráðherranefndir.

Frá árinu 2020 hefur samstarf Norðurlanda á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar fylgt framtíðarsýn fram til ársins 2030 sem forsætisráðherrarnir samþykktu í ágúst 2019 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Framtíðarsýninni fylgir framkvæmdaáætlun sem gildir fyrir tímabilið 2021 til 2024. Í framtíðarsýninni leggja ráðherrarnir samstarfinu pólitískar línur fram á veginn og eftir þeim er unnið á öllum samstarfssviðum ráðherranefndarinnar. Yfirmarkmiðið er að Norðurlönd skuli verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Í framkvæmdaáætlun er markið sett á að gera Norðurlönd grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari. Samstarfsráðherra Norðurlanda stýrir og samræmir starf Íslands innan Norrænu ráðherranefndarinnar, í umboði forsætisráðherra, og hefur umsjón með fjárveitingum. Norðurlandaskrifstofa utanríkisráðuneytisins samræmir starf fulltrúa Íslands í embættismannanefndum Norrænu ráðherranefndarinnar, og stýrir undirbúningi og framkvæmd verkefna á formennskuári.

Norræna húsið og Norræna eldfjallamiðstöðin í Reykjavík eru fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni, sem og upplýsingaskrifstofan Info Norden sem rekin er af Norræna félaginu.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs, sem í sitja þeir sjö þingmenn sem sitja í Norðurlandaráði, eru n.k. gagnaðili samstarfsráðherra Norðurlanda.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta