Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Meginmarkmið Norrænu ráðherranefndarinnar er að efla og dýpka norræna samvinnu á þeim sviðum þar sem samvinna Norðurlandanna skilar meiru en sitt í hvoru lagi (viðmiðið um „norrænt notagildi“). Verkefnin fara eftir málefnasviðum einstakra ráðherraráða s.s. á sviði menntamála og menningar, orku- og umhverfismála, velferðar, nýsköpunar og atvinnumála.

Auk þess hefur Norræna ráðherranefndin sett sér ákveðin þverlæg stefnumið sem þýðir að öll ráðherraráð eiga að taka mig af þeim í sínu starfi. Meðal þess má nefna áhersluna á málefni barna og unglinga, sjálfbæra þróun, og jafnrétti. Þá hafa norrænir forsætisráðherrar falið Norrænu ráðherranefndinni að vinna að því að Norðurlöndin verði samþættasta svæði heims og leiðandi í notkun stafrænnar tækni.

Undir Norrænu ráðherranefndinni starfa nokkrar norrænar stofnanir s.s. NordForks og Norræna nýsköpunarmiðstöðin, sem styrkja margvísleg verkefni á sínum sviðum. Norrænar menningarstofnanir og nefndir styrkja margvísleg verkefnum á sínum sviðum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta