Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar á táknmáli

Táknmálshnappur lítur svona út

Hér að fjallað um vefinn á táknmáli. Einnig er listi yfir síður með táknmáli. Á þeim síðum er hnappur uppi í horninu til hægri, þegar smellt er á hann birtast myndbönd með táknmáli. 

Neðst á þessari síðu eru upplýsingar um Stjórnaráð Íslands á táknmáli.

Um vefinn

Undir Efst á baugi eru fréttir frá ráðuneytunum.

Undir Gögn er hægt að finna útgefin rit og skýrslur ráðuneytanna. Þar er líka að finna úrskurði og álit, bæði ráðuneyta og sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Þar eru einnig eyðublöð og stefnur.

Undir Ríkisstjórn eru upplýsingar um ráðherra í sitjandi ríkisstjórn og annað efni sem tengist þeim, svo sem ræður þeirra. Þar eru líka dagskrár ríkisstjórnarfunda og sögulegt efni um fyrri ríkisstjórnir.

Undir Ráðuneyti eru upplýsingar um hvert og eitt ráðuneyti, svo sem helstu verkefni. Þar birtast nýjustu fréttir frá þeim. Þar er líka skrá yfir nefndir og starfsfólk ráðuneytanna. (Sjá hér til hliðar lista yfir síður um ráðuneytin með táknmáli.)

Mikið efni er að finna á vefnum. Efst í hægra horninu á öllum síðum er hægt að fara í leit. Hægt er að sía leitarniðurstöður, til dæmis með því að leita aðeins að efni ákveðins ráðuneytis eða aðeins í ræðum ráðherra. Svipuð virkni er í boði þegar leitað er í fréttum eða útgefnu efni.

Um Stjórnarráð Íslands

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og ráðuneyti þeirra mynda Stjórnarráð Íslands. Ráðherrar fara með og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, hver á sínu málefnasviði. Ráðuneyti eru skrifstofur ráðherra og æðstu stjórnvöld framkvæmdarvaldsins hvert á sínu málefnasviði.

Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands og stjórnarskrá er fjöldi ráðuneyta og heiti þeirra ákveðinn með forsetaúrskurði samkvæmt tillögu forsætisráðherra og að undangenginni umræðu og afgreiðslu þingsályktunartillögu á Alþingi.

Verkaskipting milli ráðherra og ráðuneyta er í höndum forsætisráðherra og er verkaskipting ákveðin í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta og í forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra. Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta felur í kortlagningu allra lögbundinna verkefna framkvæmdavaldsins og skiptingu þeirra milli ráðuneyta. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en einn ráðherra situr í ráðuneyti sker forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra úr um það hvernig málefni viðkomandi ráðuneytis skiptast á milli ráðherranna.

Kjarnaverkefni ráðuneyta er að annast framkvæmd stjórnarmálefna sem undir þau heyra og sinna stefnumótun á þeim sviðum í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar á hverjum tíma og stefnumörkun og áherslur viðkomandi ráðherra.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta