Hoppa yfir valmynd

Orðalisti

Rekstraraðili

Með rekstraraðila er átt við þá stofnun sem rekur skýjageira fyrir hönd FJR. Rekstraraðili er sá sem ber ábyrgð á þjónustustigi, skilgreiningu og afhendingu tiltekinnar þjónustu.

Stjórnunarleg ábyrgð á rekstri skýjageira er í höndum rekstraraðila þess. Rekstraraðili ber ábyrgð á því að þjónustukaupi fái aðgang að þeim Microsoft 365 þjónustum og vörum sem í boði eru og þjónustukaupi hefur leyfi fyrir.

Rekstraraðili ber ábyrgð á að öll þjónusta Microsoft samræmist þessum samningi. Ef rekstraraðili er í vafa um framkvæmd einstakra atriða samningsins skal hafa samráð við tengilið FJR.

Skýjageiri (e. tenant)

Skýjageiri er samheiti yfir Microsoft stjórnunar- og þjónustustýringar sem rekstraraðila er úthlutað til að hafa umsjón með réttindum og stýringum ásamt lausnaframboði fyrir hönd skilgreinds hóps stofnana eða skóla sem eru í sameiginlegu skýjastjórnkerfi Microsoft s.s. Office 365, Azure AD ofl.

Skýjageiri er afmarkar sameiginlegar stýringar og umsjón á þeim vörum og þjónustum sem tilgreindir þjónustukaupendur geta nýtt sér skv. samningum um Microsoft 365.

Microsoft 365 skýjageiri inniheldur allar skýjaþjónustur (vörur og þjónustur) frá Microsoft sem Microsoft 365 leyfið innifelur, en þó háð því hvaða þjónustuframboð Þjónustueigendaráð og Arkitektúrráð ákveða á hverjum tíma.

Þjónustukaupandi

Ríkisstofnun eða skóli sem tilheyra tilgreindum skýjageira ríkisins.

Þjónustueigendaráð (e. Service Owner Board)

Þjónustueigendaráð ber ábyrgð á þjónustugrunni sem inniheldur þjónustuskrá, vegvísa og regluvörslu fyrir vörur og þjónustu. Ráðið vinnur í umboði FJR og veitir fulltrúi þess ráðinu forstöðu. Þjónustueigendaráði er ætlað að vera rödd notenda varðandi framþróun skrifstofuumhverfis ríkisins (Microsoft 365).

Leyfaumsýsla

Leyfaumsýsla í höndum Fjársýslu ríkisins (FJS). FJS sér um pantanir, breytingar og afpöntun leyfa gagnvart Microsoft.  Hún sér jafnframt um innheimtu leyfa og þjónustukostnaðar gagnvart þjónustukaupum. FJS starfrækir þjónustuborð varðandi leyfamál og veitir innheimtuþjónustu gagnvart þjónustukaupum og rekstraraðilum. FJS hefur heimild til afla upplýsinga um fjölda og tegundir leyfa allra rekstraraðila og þjónustukaupa er varða samninga ríkisins við Microsoft / leyfabirgja ríkisins á Íslandi. 

Þjónustuskrá 

Listi yfir skilgreindar þjónustur og vörur sem eru aðgengilegar notendum í Microsoft 365 skýjageiranum.

Arkitektúrráð - Tækniráð

Arkitektúrráð hefur það hlutverk að sjá um tæknilegar útfærslur þeirra ákvarðana sem Þjónustueigandaráð ákveður varðandi vörur og þjónustur. Ráðið samanstendur af fulltrúum sem tilnefndir eru af rekstraraðilum.

Rekstur

Með daglegum rekstri er átt við að tryggð sé eðlileg þjónusta við skýjageirann til að starfsemi þjónustukaupa raskist ekki af því leyti sem rekstraraðili getur tryggt, þar sem rekstur kerfisins er að öðru leyti í höndum Microsoft. Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á þeim atvikum sem kunna að verða vegna þjónustufalls í gagnaverum Microsoft. 

Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að í þjónustusamningi milli rekstraraðila og þjónustukaupa er vinna ekki innifalin sem snýr að breytingum og aðlögun á kerfi stofnana sem fá aðgang að skýjageira í umsjón rekstraraðila. Hins vegar getur rekstraraðili veitt ráðgjöf til stofnana vegna tenginga við skýjageira.

Rekstraraðili ber ábyrgð á að öll þjónusta hans samræmist þessum samningi. Ef rekstraraðili er í vafa um framkvæmd einstakra atriða samningsins skal hafa samráð við tengilið FJR.

Rekstraraðila er heimilt að nota undirverktaka við framkvæma einstaka þjónustuþætti samkvæmt samningi þessum. Slíkt leysir rekstraraðila ekki undan skuldbindingum sínum skv. samningi þessum. 

Leyfisumsýsla

Umbra er leyfisbirgi Microsoft samningsins. Stofnanir sem heyra undir samninginn þurfa að panta öll Microsoft leyfi og telja árlega inn á hann hjá leyfisbirgja. Þær stofnanir sem sjá um leyfi fyrir aðrar stofnanir þurfa að gera grein fyrir leyfisnotkun sundurliðaða eftir stofnunum.  

Leyfisbirgi skal hafa aðgang að og geta skoðað leyfisnotkun stofnana í skýjageira en getur að auki kallað eftir notkunarskýrslum frá Rekstraraðila.

Þjónustustig

Rekstraraðili skal starfa samkvæmt skrásettum þjónustuferlum. Allar verkbeiðnir sem berast rekstraraðila eru skráðar og flokkaðar sem ákvarðar viðbragðstíma og viðeigandi forgang. Öll vinna sem tengist viðkomandi beiðni er skráð og tímasett þannig að hægt sé að rekja ferli allra beiðna og fá fram greinargóð yfirlit og skýrslur.

Rekstraraðila ber að rýna stöðugt þjónustu sína gagnvart verkkaupa til að auka þjónustuánægju og lækka kostnað vegna þjónustunnar. Þjónusta rekstraraðila kann að vera tekin út af hálfu FJR s.s. með framkvæmd þjónustukannanna meðal þjónustukaupa.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum