Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað

Hér má finna algengar spurningar um efnistök Microsoft samninginn og virði hans út frá sjónarhóli stjórnenda, kerfisstjóra og rekstraraðila.

Algengar spurningar og svör fyrir stjórnendur

Af hverju var samningur við Microsoft endurnýjaður?

Með samningnum er verið að auka fjárfestingu í tæknilegum innviðum ríkisins. Samræmdur skrifstofuhugbúnaður ríkisins er mikilvægur til að samræma vinnulag og tilhögun þvert á ríkisstofnanir. Með því fæst jafnframt meira öryggi fyrir starfsfólk og umbjóðendur stofnana.

Microsoft býður upp á slíkt umhverfi. Aðrar lausnir voru metnar áður en gengið var til samninga 2018. Samningurinn sem tók gildi 1. júní 2021 var eðlilegt framhald á eldri samningi og miðar að því að auka öryggisstig, ná aukinni sjálfvirkni í ferlum stofnana, hagkvæmni í rekstri þegar allt er til tekið og bæta þjónustu ríkisstofnana við almenning og fyrirtæki.

Hvað fæst með nýjum leyfum (E5) umfram það sem áður var?

Í núgildandi samningi er öryggi gagna aukið umtalsvert með t.d. dulkóðun og öflugri aðgangsstýringum.

Miðlægari stýring á t.d. vírusvörnum gerir það að verkum að allar útstöðvar verða öruggari en áður þar sem uppfærsla er miðlæg en ekki á ábyrgð einstakra stofnana.

Nánar um E5 leyfin

Samtal við stjórnendur og upplýsingaflæði um Microsoft samninginn og innleiðingu hefur verið ábótavant.

Hvernig er hægt að búast við að stofnanir framkvæmi allt sem þeim er skipað að gera án samtals og þannig að sjónarmið stofnana fái að koma fram?

Innleiðing á samræmdum skrifstofuhugbúnaði á allar ríkisstofnanir í einu þjóðríki er einstakt á heimsvísu. Í því felast mikil tækifæri en áskoranirnar eru jafnframt margar. Í upphafi fyrri samnings (2018) átti sér stað mikið samtal við stofnanir á tæknilegum forsendum um innleiðingu hugbúnaðarins. Allur gangur er á því hvernig það samtal og upplýsingagjöf skilaði sér til æðstu stjórnenda að lokum. Einn mikilvægan lærdóm er þó hægt að draga af þessari vinnu. Þrátt fyrir að innleiðing á Microsoft Microsoft 365 sé augljóslega innleiðing á hugbúnaðarlausnum að þá er hún enn fremur stjórnunarlegs eðlis, þ.e. að stjórnendur og starfsfólk hefur fengið í hendur kraftmikil og örugg tól til að bæta sína þjónustu með öruggari og hraðvirkari hætti en áður. Með öðrum orðum, þáttur lykilstjórnenda stofnana í innleiðingunni var vanmetinn.

Ákvörðun um innleiðingu samræmds skrifstofuhugbúnaðar ríkisins var miðlæg, tekin af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og loks staðfest af ríkisstjórn, og fyrir henni eru góðar og gildar ástæður. Skipulagi, formi og tilhögun innleiðingarinnar verður ekki breytt. Enn er unnið að því að slípa til atriði og má þar nefna að klára innleiðingu alla stofnana í skýjageira og vinnu þjónustueigendaráðs. Þær stofnanir sem eru komnar vel af stað glíma t.d. við að hefja eða auka notkun þjónusta sem innifaldar eru í Microsoft 365.

Tvennt má jafnframt nefna:

Frá og með júní 2021 er byrjað á tilraunaverkefnum (pilot) þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu og eiginleika E5 leyfanna sem hefur í för með sér aukið öryggi í tölvupósti, vírusvörnum, aðgangsstýringum og áfram mætti telja. Þessi vinna mun nýtast öllum skýjageirum og þannig öllum ríkisstofnunum. Líklegt er að fleiri sambærileg verkefni, sem nýtast öllum skýjageirum og stofnunum, verði gangsett. Er þar einna helst horft til aukinnar sjálfvirknivæðingar, stöðlun ferla o.fl., í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa handavinnu starfsfólks. Allt með bætta þjónustu og aukna framleiðni að leiðarljósi. Hugmyndir að fleiri slíkum (almennum) verkefnum, sem nýtast mörgum, eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband Einar Gunnar Thoroddsen ([email protected]) hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna þessa.

Ennfremur hafa kerfisstjórar / starfsfólk í upplýsingatækni aðgang að umfangsmikilli stuðningsþjónustu Microsoft (Unified Premium support), sem gerir þeim kleift að bæði nýta greiningartól til að meta gæði kerfa og aðgang að ólíkri fræðslu og þjálfun um tiltekin málefni sem það vill sérhæfa sig í betur. Þannig er hvatt til að lykilstjórnendur stofnana bendi sínu tæknilegu starfsfólki á þessa möguleika til að hámarka nýtingu Microsoft 365 og bæta tæknilega tilhögun o.s.frv.

Af hverju hefur kostnaður aukist? Er hægt að réttlæta tilkynnta hækkun?

Samningurinn við Microsoft er fjárfesting í tæknilegum innviðum ríkisins. Nýr samningur felur í sér uppfærslu úr E3 leyfum í E5 leyfi fyrir allt starfsfólk ríkisins. Í samningum eru ennfremur fleiri þjónustur (forrit) í boði m.v. fyrri samning, s.s. Power BI, símkerfi í Teams og Power Automate. Öryggisstig hefur verið hækkað svo um munar og er nú með besta móti. Í samningnum er aðgangur stofnana að þjónustum Office 365 gerður aðgengilegur hvar mikil tækifæri eru til hagræðingar, sjálfvirknivæðingar ferla og bættrar þjónustu við umbjóðendur stofnana. Það er á ábyrgð stjórnenda að hámarka það virði sem samningurinn býður upp á til að nýta fjárfestinguna í tæknilegum innviðum til fulls.

Núverandi samningur gefur rúmlega 30% afslátt á E5 leyfi, sem margar stofnanir ákváðu í fyrri samningi að kaupa í stað E3. Fyrir þær stofnanir er um sparnað að ræða. Fyrir stofnanir sem voru með F eða E3 leyfi er hækkunin nokkur.

Að auki hafa stofnanir þurft að greiða ýmsan kostnað sjálfar til ytri ráðgjafa, sem rekstraraðilar skýjageiranna níu geta í mörgum tilfellum sinnt. Þessi ákvörðun um miðlægari stýringu er ætlað að skila bættri þjónustu stofnana og aukinni hagkvæmni þegar allt er til tekið hjá ríkinu í heild sinni.

Þarf allt starfsfólk að vera með E5 leyfi?

Eru E3 eða F1 leyfi ekki nægileg fyrir sumt starfsfólk, t.d. þau sem ekki vinna með innri gögn eða gögn umbjóðenda?

Til að ná æskilegu öryggisstigi, þ.e. með bæði mannlegum og kerfislægum vörnum, var það metið að allt starfsfólk þurfi sinn eigin aðgang (account). Ekki var álitið að „léttari“ leyfi en E5 kæmu til greina. Umsýsla með margar gerðir leyfa er ennfremur flókin og kostnaðarsöm líkt og reynsla af fyrri samningi sýndi.

Á árinu 2023 bættist við möguleiki á því að nýta F5 leyfi (Samblanda af F3 og F5 Security+Compliance). Þessi leyfi eru helst ætluð starfsmönnum sem ekki þurfa, starfs síns vegna, að skrá sig inn á útstöðvar. Ýmsar aðrar takmarkanir eru á þessum leyfum, en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um þessa leyfategund hér.

Af hverju þarf allt starfsfólk að vera með eigin reikninga?

Í minni stofnun hefur t.d. virkað vel að nota eina tölvu sem margir hafa aðgang að til að sinna daglegum verkefnum.

Slíkt fyrirkomulag er að engu leyti ásættanlegt út frá bæði öryggis- og persónuverndarsjónarmiðum, bæði starfsfólks og umbjóðenda. Þess vegna er mikilvægt að starfsfólk noti eigin aðgang / reikning til að tryggja að það hafi aðgang að þeim gögnum og þjónustum sem það hefur réttindi til og að sama skapi hafi ekki aðgang að gögnum og þjónustum sem það hefur ekki réttindi til.

Munu stjórnvöld koma til móts við mína stofnun vegna aukins kostnaðar?

Ríkisstjórnin samþykkti Microsoft samninginn samhliða breyttu greiðslufyrirkomulagi fyrir stofnanir. Greiðslufyrirkomulagið felur í sér eftirfarandi:

Munu stjórnvöld koma til móts við mína stofnun vegna aukins kostnaðar?

  • Almenn hækkun á E5 leyfi er 25% að meðaltali yfir 5 ára samningstíma m.v. E3 leyfi
  • Stofnanir greiða 33% skv. reikningi frá Fjársýslunni auk þjónustugjalds pr. notanda (líkt og áður) og 1,5% umsýslugjald frá leyfisumsjón Umbru (líkt og áður)
  • Miðlæg greiðsluþátttaka verður 67%, þ.e.a.s. kostnaður verður greiddur í formi lægri fjárframlaga til viðkomandi stofnunar

Önnur kostnaðarþátttaka verður ekki fyrir hendi.

Í hverju felst öryggið fyrir starfsfólk eða umbjóðendur?

Fyrst og fremst með aukinni aðgangsstýringu starfsfólks að gögnum og þjónustum, dulkóðun tölvupósts og gagna (þar sem við á), miðlægri uppfærslu vírusvarna.

Hvernig nýti ég Microsoft 365 lausnirnar til fulls?

Þinn rekstraraðili er ábyrgur fyrir því í samráði við þig að setja upp þær þjónustur og stillingar sem henta þínum rekstri. Almennt er þetta gert í gegnum beiðnakerfi. Kjósi stofnun að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða við slíka uppsetningu er það frjálst og þá á eigin kostnað.

Þessu til viðbótar eru tvö ráð, samsettar af fulltrúum skýjageiranna, sem hafa áhrif á annars vegar tæknilega tilhögun og hins vegar þarfir notenda. Þetta eru arkitektúrráð og þjónustueigendaráð. Flóknari beiðnir og vinna utanaðkomandi aðila er háð samþykki arkitektúrráðs, sem bæði gætir samræmis milli rekstraraðila og deilir þekkingu á þeim áskorunum sem upp koma milli rekstraraðila.

Af hverju get ég ekki rekið minn eigin skýjageira líkt og áður?

Miðlæg stjórnun á rekstri samræmds skrifstofuhugbúnaðar er umtalsvert hagkvæmari og öruggari en í dreifstýrðu umhverfi þar sem hver og ein stofnun kaupir inn og er með fulla stjórn á sínum rekstri.

Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér að stjórnun og stýring verður meiri en áður hjá rekstraraðilum í stað stofnana. Í hnotskurn snýst aukinn samrekstur um aukið öryggi og aukna hagkvæmni í innkaupum og rekstri fyrir ríkið í heild sinni á kostnað fulls sveigjanleika einstakra stofnana þegar kemur að rekstri samræmds skrifstofuhugbúnaðar.

Ég hef minni stjórn á upplýsingatækni en áður.

Hvernig get ég komið að nauðsynlegum breytingum að í tilhögun lykilþjónusta (forrita) í Microsoft 365?

Almennt senda stofnanir inn beiðnir til rekstraraðila til að virkja eða breyta tilhögun eða eigindum. Í einhverjum tilfellum ráða stofnanir eigin ráðgjafa í slíka vinnu og þá á eigin kostnað.

Þessu til viðbótar eru tvö ráð, samsettar af fulltrúum skýjageiranna, sem hafa áhrif á annars vegar tæknilega tilhögun og hins vegar þarfir notenda. Þetta eru arkitektúrráð og þjónustueigendaráð. Flóknari beiðnir og vinna utanaðkomandi aðila er háð samþykki arkitektúrráðs, sem bæði gætir samræmis milli rekstraraðila og deilir þekkingu á þeim áskorunum sem upp koma.

Ég er tilbúin(n) í að nýta Microsoft 365 lausnir eftir fremsta megni.

Hvernig fæ ég meiri þjónustu til að geta innleitt meira og hraðar, s.s. Power BI og tól til að auka sjálfvirknivæðingu, s.s .Power Automate / Flow?

Rekstraraðilar vinna eftir bestu getu til að sinna tæknilegum þörfum stofnana. Það sem stofnanir geta jafnframt gert er að styðja við ofurnotendur (superusers), þ.e.a.s. einstaklinga sem hafa víðtæka þekkingu á tilteknum forritum. Ofurnotendur nýtast vel við við hönnun sniðmáta, uppsetningu og ferla auk þess að aðstoða annað starfsfólk í almennri notkun. Skiljanlega eru stofnanir misvel í stakk búnar til þess að skapa sér slíka sérhæfingu sökum stærðar (fjöldi starfsfólks). Hægt er að sækja sér þekkingu hjá ólíkum aðilum á markaði. Sérstaklega er bent á starfsmenntunarsjóði stéttarfélaga, sem eru augljós og hentugur valkostur í slíkri fræðslu.

Hvað varðar tæknilegar uppsetningar, er Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi [link] og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar [link]. Dæmi um slíkt má sjá á [myndinni]. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Frá og með júní 2021 er ennfremur byrjað á tilraunaverkefnum (pilot) þar sem markmiðið er að hámarka nýtingu og eiginleika E5 leyfanna sem hefur í för með sér aukið öryggi í tölvupósti, vírusvörnum, aðgangsstýringum og áfram mætti telja. Þessi vinna mun nýtast öllum skýjageirum og þannig öllum ríkisstofnunum. Líklegt er að fleiri sambærileg verkefni, sem nýtast öllum skýjageirum og stofnunum, verði gangsett.

Starfsfólk er illa móttækilegt fyrir breytingum.

Hvaða ráð er hægt að gefa til að blása fólki byr í brjóst?

Breytingastjórnun er eitt helsta viðfangsefni stjórnenda í dag þegar tæknin er í sífelldri þróun. Breytt vinnulag getur falið í sér mikla óvissu fyrir starfsfólk, hvort heldur það starfar við tækni eða er neytandi tæknilausna í sinni vinnu. Stjórnendastefna ríkisins og praktísk ráð henni tengdri eru heppilegur sarpur að gramsa í sér til stuðnings.

Af hverju eru sameiginlegar tölvur starfsfólks og hugbúnaður ekki öruggar?

Ef margt starfsfólk notar sama reikning (account) hafa allir aðgang að þeim skjölum sem unnið hefur verið í, hvort heldur til persónulegra nota eða viðskiptavina / umbjóðenda. Með því að nota eigin reikning er komið í veg fyrir að starfsfólk komist í persónulegar upplýsingar annarra eða skjöl sem viðkomandi hefur unnið með. Með aðgangsstýringum reikninga er að auki tryggt að starfsfólk hafi aðgang einungis að þeim upplýsingum sem það hefur réttindi til að vinna með.

Einn aðgangur / reikningur á sameiginlegri tölvu fyrir starfsfólk hefur alltaf virkað, af hverju að breyta því?

Þó svo það vinnulag hafi viðgengist í einhverjum tilfellum er ekki þar með sagt að það sé öruggt. Ríkisstofnanir þurfa að gæta fyllsta öryggis- og persónuverndarsjónarmiða þegar kemur að umbjóðendum sínum og starfsfólki. Virkni Microsoft leyfanna tryggir slíkt öryggi. Mannlegar varnir, s.s. þjálfun og vinnulag, eru mikilvægar, en kerfislægar varnir enn betri í bland við þær mannlegu. Með því að nota eigin reikning er komið í veg fyrir að starfsfólk komist í persónulegar upplýsingar annarra eða skjöl sem annað starfsfólk hefur unnið með. Með aðgangsstýringum reikninga er að auki tryggt að starfsfólk hafi aðgang einungis að þeim upplýsingum sem það hefur réttindi til að vinna með.

Þekkingu tæknifólks er ábótavant

Ég hef ekki mannafla innan minnar stofnunar til að nýta þau tæknilegu eða stjórnunarlegu tækifæri sem bjóðast með samræmdum skrifstofuhugbúnaði?

Hér eru nokkrir valkostir í stöðunni. Almenna þekkingu og ráðgjöf er hægt að kaupa af þjónustuaðilum á markaði, hvort heldur uppsetningu á einstaka lausnum eða samtengingu kerfa o.s.frv. Í einhverjum tilfellum gætu rekstraraðilar skýjageira ríkisins aðstoðað við einfaldari mál. Í þriðja lagi er hægt að sækja sér þekkingu fyrir einstaka starfsfólk í fræðslu sem víða er í boði. Umtalsverð þjálfun og námskeið fyrir kerfisstjóra eru ennfremur í boði í Unified Support samningi við Microsoft.

Kerfisstjórar / starfsfólk UT

Þessar spurningar eiga við um leyfissamninginn við Microsoft. Jafnframt má lesa meira um Unified Premium support samninginn sem hentar rekstraraðilum og kerfisstjórum.

Af hverju var Microsoft valið sem skrifstofuhugbúnaður ríkisins þegar aðrar lausnir eru til og leysa sömu þarfir? 

Samræmdur skrifstofuhugbúnaður ríkisins er mikilvægur til að samræma vinnulag og tilhögun þvert á ríkisstofnanir. Með því fæst jafnframt meira öryggi fyrir starfsfólk og umbjóðendur stofnana. Microsoft býður upp á slíkt umhverfi.

Aðrar lausnir voru metnar áður en gengið var til samninga 2018. Samningurinn sem tók gildi 1. júní 2021 var eðlilegt framhald á eldri samningi og miðar að því að auka öryggisstig, ná aukinni sjálfvirkni í ferlum stofnana, hagkvæmni í rekstri þegar allt er til tekið og bæta þjónustu ríkisstofnana við almenning og fyrirtæki.

Hvernig kem ég nauðsynlegum breytingum að í rekstri Microsoft 365 í takt við þarfir starfsfólks? 

Almennt senda stofnanir inn beiðnir til rekstraraðila til að virkja eða breyta tilhögun eða eigindum. Í einhverjum tilfellum ráða stofnanir eigin ráðgjafa í slíka vinnu og þá á eigin kostnað. Slíkar breytingar eru háðar stöðlum arkitektúrráðs, sjá neðar.

Þessu til viðbótar eru tvö ráð, samsettar af fulltrúum skýjageiranna, sem hafa áhrif á annars vegar tæknilega tilhögun og hins vegar þarfir notenda. Þetta eru arkitektúrráð og þjónustueigendaráð. Flóknari beiðnir og vinna utanaðkomandi aðila er háð samþykki arkitektúrráðs, sem bæði gætir samræmis milli rekstraraðila og deilir þekkingu á þeim áskorunum sem upp koma.

Rekstraraðilar eru mun seinni að bregðast við beiðnum heldur en þegar stofnun hafði stjórn á eigin málum. 

Er ekki hægt að breyta fyrirkomulaginu?

Hverju fyrirkomulagi fylgja kostir og gallar. Þegar kemur að stýringu samræmds skrifstofuhugbúnaðar var ákveðið að færa stýringu þess meira miðlægt til rekstraraðila skýjageiranna. Kosturinn er að á heildina fæst meiri samræming / stöðlun, þekking getur færst milli rekstraraðila og þannig næst ákveðið þekkingar- og rekstrarhagræði.

Kerfisstjórar og tæknifólk hefur þannig tök á að sinna öðrum eða nýjum verkefnum með bætta og hagkvæmari þjónustu stofnana að leiðarljósi. Með stöðlun og samræmingu verður rekstur skrifstofuhugbúnaðar mun öruggari en áður. Ofangreindir kostir eru hins vegar á kostnað sveigjanleika fyrir einstaka stofnanir.

Starf mitt hefur breyst þar sem rekstraraðilar sinna nú mörgu því sem ég gerði áður. Af hverju?

Miðlægari stjórnun á samræmdum skrifstofuhugbúnaði ríkisins var ákvörðun sem var tekin til að auka öryggi, auka þekkingaryfirfærslu, bæta þjónustu stofnana, auka stöðlun og samræmingu þvert á ríkisstofnanir og þannig ná fram auknu hagræði þegar allt er tekið til.

Með þessum breytingum er meira svigrúm fyrir kerfisstjóra og starfsfólk í upplýsingatækni stofnana að nýta tíma sinn í önnur aðkallandi verkefni. Öflun nýrrar þekkingar er jafnframt tækifæri til að bæta þjónustu viðkomandi stofnunar.

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Rekstraraðilar eru eindregið hvattir til þess að nýta sér þjónustusamninginn til fullnustu. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Ég er reiðubúin(n) í verkefnið en hef lítinn stuðning, annaðhvort frá stjórnendum eða öðru tæknifólki.

Hvernig ber ég mig að?

Kerfisstjórar og starfsfólk í upplýsingatækni er eindregið hvatt til að ræða við jafningja í öðrum stofnunum til að læra hvort af öðru.

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Ég / við höfum fengið takmarkaða þjálfun í því að nýta Microsoft 365 lausnina og ég hef ekki tíma í að setja mig inn í allt.

Stuðningur frá Microsoft er takmarkaður og umboðsaðilar á Íslandi ná ekki að sinna mínum þörfum. 

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Rekstraraðilar

Þessar spurningar eiga við um leyfissamninginn við Microsoft. Jafnframt má lesa meira um Unified Premium support samninginn sem hentar rekstraraðilum og kerfisstjórum.

Hvert er markmiðið með Microsoft samningnum?

Samræmdur skrifstofuhugbúnaður ríkisins er mikilvægur til að samræma vinnulag og tilhögun þvert á ríkisstofnanir. Með því fæst jafnframt meira öryggi fyrir starfsfólk og umbjóðendur stofnana. Microsoft býður upp á slíkt umhverfi. Aðrar lausnir voru metnar áður en gengið var til samninga 2018. Almennt séð má ræða um verkefnið sem fjárfestingu í tæknilegum innviðum ríkisins.

Samningurinn sem tók gildi 1. júní 2021 var eðlilegt framhald á eldri samningi og miðar að því að auka öryggisstig, ná aukinni sjálfvirkni í ferlum stofnana, hagkvæmni í rekstri þegar allt er til tekið og bæta þjónustu ríkisstofnana við almenning og fyrirtæki.

Rekstur á Microsoft 365 hefur haft talsverð áhrif á mitt starf og bara aukið álagið fremur en hitt

Aukið samræmi í upplýsingarekstri ríkisins hefur í för með sér miðlægari stjórnun. Rekstur samræmds skrifstofuhugbúnaðar er gott dæmi um slíkt. Þannig eru ákveðin verkefni sem stofnanir sinntu áður færð til rekstraraðila. Í innleiðingarfasanum er eðlilegt að það skapi álag tímabundið. Eftir því sem verkefni tengd innleiðingu fækkar og hefðbundinn rekstur tekur við má búast við að álagið minnki aftur.

Stuðningur í rekstri við Microsoft 365 er ekki nægilegur. Er hægt að bæta úr því?

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Er hægt að fá meiri innsýn í tæknilega tilhögun og greiningar?

Sannarlega. Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Hvaða þjónustu er að fá í gegnum Microsoft, en ekki umboðsaðila á Íslandi?

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að annars vegar greina núverandi kerfi og hins vegar til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því. Einn af helstu kostum þessa samnings er t.d. að svartími Microsoft (ekki umboðsaðila) við alvarlegum uppákomum er 10 mínútur.

Stofnanir óska eftir hinni og þessari sérþekkingu sem við höfum ekki. Hvernig eigum við að geta komið til móts við allar þarfir?

Augljósa svarið er að einstaka starfsfólk rekstraraðila komi sér upp sérþekkingu sem hægt er að miðla til stofnana eða jafnvel milli rekstraraðila. Ef slíkt reynist erfitt, t.d. vegna tímaskorts / álags er mælt með að ræða við stjórnendur rekstraraðila til að koma betra skipulagi á vinnulag innan rekstraraðilans til þess að slíku verði viðkomið.

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til afla sér þekkingar og þjálfunar á sérhæfðum sviðum. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því.

Hvernig er hægt að afla sér sérþekkingar í einstökum þjónustum, s.s. Sharepoint?

Unified Premium support samningur ríkisins við Microsoft er gríðarlega sterkt tól til að að afla sér þekkingar og þjálfunar. Samningurinn gildir út júní 2022 og því afbragðs tækifæri að nýta sér hann fram að því. Til viðbótar eru aðilar á markaði sem sinna sérhæfðari þjálfun.

Að lokum

Gleymum ekki að í grunninn er samræmdur skrifstofuhugbúnaður öflugt tæki til að þjónusta starfsfólk og umbjóðendur okkar betur með hagkvæmari og öruggari hætti.

Gangi þér vel.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum