Hoppa yfir valmynd

Umsókn um stofnanaaðild að Microsoft 365 umhverfi ríkisins

Stofnun sem stendur utan Microsoft 365 umhverfis ríkisins, en á skv. skipulagi að vera hluti af því umhverfi, getur sótt um aðild með því að fylla út formið hér að neðan og samþykkja notkunarskilmála rekstraraðila og verðskrá.

Leiðbeiningar

Tæknilegur eða stjórnunarlegur tengiliður stofnunar getur opnað formið hér að neðan og veitt þær upplýsingar sem óskað er eftir til þess að hægt sé að hefja undirbúning að innleiðingu stofnunarinnar.

  1. Opna umsóknarformið hér, fylla út umbeðnar upplýsingar
  2. Smella á hlekki að notkunarskilmálum og verðskrá, kynna sér það vandlega og staðfesta með því að setja hak í viðkomandi reit, að stofnunin gangist undir skilmála og verðskrá rekstraraðila
  3. Smella á “Submit” hnappinn neðst í forminu, til þess að hefja formlega undirbúning að innleiðingu í Microsoft 365 umhverfi ríkisins.

Um rekstur Microsoft 365 umhverfis ríkisins:

Nauðsynlegar upplýsingar og staðlar

Í undirbúningi að innleiðingu í Microsoft 365 umhverfi ríkisins, er nauðsynlegt að kynna sér vandlega þá staðla sem arkitektaráð hefur samþykkt og gefið út, sem tilgreinir hvernig umhverfi stofnanna þarf að líta út, svo ekki komi til árekstra við aðrar stofnanir í umhverfinu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum