Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

16. maí 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðGuðmundur Ingi Guðbrandsson

Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðindaráðherra á Náttúrustofuþingi 2019

Kæru gestir

Ég vil þakka náttúrustofunum fyrir að bjóða ráðuneytinu að segja nokkur orð í upphafi fundar ykkar. Málefni og starfsemi náttúrustofanna eru mér afar hugleikin og ég hef frá fyrsta degi reynt að styðja við starfsemi og rekstur stofanna. Náttúrustofurnar sinna gríðarlega mikilvægu rannsókna, vöktunar og fræðslustarfi út um allt land. Ég held ég hafi heimsótt þær flestar, þó ekki allar, í gegnum tíðina, og ekki allar sem ráðherra, en það má vonandi ennþá bæta úr því. Þá er ósagt það stóra hlutverk sem náttúrustofurnar sinna í byggðamálum og styrkingu atvinnulífs og starfa.

Þegar kemur að starfsemi náttúrustofanna langar mig að koma inn á að ég tel að rekstrargrunnurinn hafi verið tryggður núna til næstu ára, en þegar ég kom í ráðuneytið stefndi í mikinn niðurskurð á framlagi ríkisins. Það má auðvitað ræða hvort grunnurinn sé nægilegur, en grundvallaratriðið er að með ákveðinn fastan grunn er mun auðveldara að byggja áfram á honum. Og, ég lít til þess að náttúrustofurnar geti tekið að sér ákveðin verkefni sem snúa að vöktun og fræðslu. Það er því ánægjulegt að segja frá því að frá og með þessu ári eru tryggðar, í fyrsta skipta, umtalsverðar upphæðir til vöktunar íslenskrar náttúru og samstarf hafið milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa um hvernig eigi að haga þeirri vöktun. Þar er stefna mín skýr: Náttúrustofur heima í héraði eiga að gegna ríku hlutverki þegar kemur að þessari vinnu. Mig langar líka að segja frá því að ég gekk frá skammtímasamningi við Náttúrustofu Vesturlands um að vinna úr vöktunargögnum og afla frekari gagna um eina ágengustu framandi dýrategund á Íslandi, minkinn.

Að lokum aðeins um framtíðina. Ég veit það er vilji hjá náttúrustofunum að líta til endurskoðunar laga sem um þær og NÍ gilda. Hef ég tekið þeirri málaleitan vel. En ég tel einnig að huga þurfi að því að fleiri sveitarfélög komi að rekstri þeirra, og þannig megi auka og efla þær heima í héraði.

Gangi ykkur vel

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta