Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

03. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytiðGuðlaugur Þór

Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á kynningarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun

,,Borgað þegar hent er - greining á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun.“

Ágætu sveitarstjórnarmenn og aðrir áheyrendur,

Áskoranir í umhverfismálum eru fjölmargar og ein af þeim stærstu eru úrgangsmálin sem eru til umræðu hér í dag.

Sveitarstjórnir gegna lykilhlutverki í úrgangsmálunum enda fara þær að meginstefnu til með stjórnsýslu málaflokksins. Atvinnulífið leikur sömuleiðis stórt hlutverk. Yfirstjórn úrgangsmála er svo í höndum ráðherra og hann hefur það lögbundna hlutverk að móta stefnu ríkisins í málaflokknum. Við berum því sameiginlega ábyrgða á því að ná árangri í úrgangsmálum og við innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Ég legg mikla áherslu á gott og sterkt samstarf við sveitarfélögin enda gerum við sem erum ríkisins megin ekkert án sveitarfélaganna. Ég hef í samtölum mínum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldísi Hafsteinsdóttur, óskað eftir því að við listum upp þau verkefni sem nauðsynlegt er að takast á við í sameiningu og nálgumst þau í framhaldinu á skipulegan hátt. Það ætlum við að gera.

Í stjórnarsáttmálanum er fjallað um samvinnu ríkis og sveitarfélaga og nauðsyn þess að stuðla að nýsköpun og notkun helstu tækninýjunga við endurvinnslu og flokkun úrgangs. Jafnframt kemur fram að ætlunin sé að byggja undir endurvinnslu og hringrásarhagkerfi með jákvæðum hvötum.

Til þess að ná þeim árangri að til verði virkt hringrásarhagkerfi þarf að draga úr myndun úrgangs og íslenskt samfélag þarf að verða endurvinnslusamfélag. Tryggja þarf að það sé fjárhagslega hagkvæmt fyrir heimili og fyrirtæki að minnka það úrgangsmagn sem frá þeim fer og að það verði ódýrara að skila úrgangi flokkuðum til endurvinnslu en að skila honum með blönduðum úrgangi sem síðan endar í brennslu eða urðun. Í því felst jákvæður hvati til framfara.

Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og úrgangsmálin hljóta að vera eitt af stóru málunum fyrir þær kosningar. Það er spennandi verkefni fyrir sveitarstjórnarmenn að glíma við þá áskorun að minnka sorp frá hverju heimili. Það er okkar sameiginlega verkefni að sýna fram á að sorpið er spennandi.

Ég hlakka til samstarfsins og samtalsins hér í dag og ítreka ósk mína um gott og sterkt samstarf okkar í UAR við sveitarfélögin.

Við munum verða dæmd af því sem við gerum en ekki því sem við segjum.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta