Hoppa yfir valmynd

Jafnlaunavottun

Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með vottuninni hefur ráðuneytið fengið staðfestingu á að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun sem eiga að fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns, að sýnt hafi verið fram á að komið hafi verið á stjórnkerfi sem tryggir að ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og að ráðuneytið muni viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins(hér linkur).

Umhverfis-, orku- og loftslagsaráðuneytið fékk afhent skírteini BSI (British Standards Institution) fyrir vottun jafnlaunakerfis í september 2017. Samhliða fékk ráðuneytið heimild til að nota Jafnlaunamerkið, sem er tákn fyrir faggiltri vottun á jafnlaunastaðlinum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið varð þar með fyrsta ráðuneytið til að fá jafnlaunavottun.

Skírteini BSI fyrir vottun jafnlaunakerfis samkvæmt ÍST 85:2012 fyrir árin 2017 til 2020

Ráðuneytið hefur, frá því það fékk sína fyrstu vottun, árlega gengið í gegnum viðhaldsúttektir sem ávallt hafa verið án frábrigða og staðfesta að kerfið sé fullnægjandi og virkt. Úttektaraðili hefur verið ötull við að koma með tækifæri til úrbóta sem ráðuneytið hefur nýtt til að gera jafnlaunakerfið enn betra og skilvirkara.

Árið 2020 fór ráðuneytið í gegnum endurvottun á skírteininu fyrir ÍST 85:2012 og fékk jafnframt endurnýjun á heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Skírteini BSI fyrir vottun jafnlaunakerfis samkvæmt ÍST 85:2012 fyrir árin 2020 til 2023

Skírteini BSI fyrir vottun jafnlaunakerfis samkvæmt ÍST 85:2012 fyrir árin 2023 til 2026  

  • Laun í apríl 2023, 2,4% munur konum í óhag
  • Laun í apríl 2022, 0,4% munur konum í óhag
  • Laun í apríl 2021, 0,2% munur konum í óhag
  • Laun í apríl 2020, 0,3% munur körlum í óhag
  • Laun í maí 2019, 0,2% munur konum í óhag
  • Laun í mars 2018, 2,1% munur konum í óhag
  • Laun í maí 2017, 0,3% munur körlum í óhag
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta