Málefni umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis
Málefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.1.2022):
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Náttúruvernd og sjálfbæra þróun, þar á meðal:
- Verndun lífríkis og líffræðilegrar fjölbreytni, svo sem verndun vistkerfa, búsvæða, tegunda og erfðaefnis, þ.m.t. í hafi.
- Verndun jarðfræðilegrar fjölbreytni, þ.m.t. jarðmyndana og landslags.
- Verndun náttúruminja eða sérstakra vistkerfa á hafsbotni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með framkvæmd á.
- Vernd tiltekinna vistkerfa og jarðminja.
- Friðlýst svæði og önnur verndarsvæði.
- Svæða sem njóta verndar samkvæmt sérlögum vegna náttúru eða landslags.
- Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
- Vatnajökulsþjóðgarð.
- Úrbætur og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum verndarsvæðum.
- Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
- Náttúruverndarsjóð.
- Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn.
- Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
- Menningarminjar, þar á meðal:
a. Skil menningarverðmæta til annarra landa.
b. Verndarsvæði í byggð.
c. Minjastofnun Íslands. - Rannsóknir og skráningu upplýsinga um náttúru landsins, hafsins og hafsbotnsins, þar á meðal:
- Umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun.
- Rannsóknir á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni öðrum en olíu og ráðgjöf um nýtingu þeirra
- Íslenskar orkurannsóknir.
- Söfnun upplýsinga um umhverfis- og auðlindamál og sjálfbærni á norðurslóðum, þ.m.t. málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
- Stjórn vatnamála.
- Umhverfisgæði, þar á meðal:
- Hljóðvist.
- Hollustuhættir og mengunarvarnir
- Varnir gegn mengun hafs og stranda.
- Fráveitur.
- Efnalög
- Meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
- Erfðabreyttar lífverur.
- Umhverfisábyrgð
- Hringrásarhagkerfið, þar á meðal:
- Meðhöndlun úrgangs.
- Úrvinnslugjald, þ.m.t. málefni Úrvinnslusjóðs.
- Ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
- Loftslagsmál, þar á meðal:
- Losun gróðurhúsalofttegunda.
- Viðskipti með losunarheimildir.
- Loftslagsráð.
- Loftslagssjóð.
- Landupplýsingar og grunnkortagerð, þ.m.t. Landmælingar Íslands.
- Veður og náttúruvá, þar á meðal:
- Veðurþjónustu.
- Vöktun á náttúruvá
- Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
- Rannsókn á orsökum ofanflóðs og afleiðingum þess ef manntjón hlýst af.
- Veðurstofu Íslands.
- Veiðistjórnun og alþjóðaverslun með villt dýr og plöntur, þar á meðal:
- Stjórnun veiða villtra fugla og villtra spendýra, annarra en sjávarspendýra.
- Vernd og friðun villtra dýra og villtra fugla.
- Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.
- Framkvæmd alþjóðasamninga um umhverfismál.
- Umhverfismat framkvæmda og áætlana.
- Verndar- og orkunýtingaráætlun.
- Orkumál og auðlindanýtingu, þar á meðal:
- Öryggi raforkukerfisins.
- Raforkumarkaðurinn.
- Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku.
- Forystu um orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
- Visthönnun vöru sem notar orku og orkumerkingar.
- Hitaveitur, þ.m.t. gjaldskrár og stofnstyrki.
- Leyfi til nýtingar á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
- Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
- Vatnalög.
- Orkustofnun.
- Orkusjóð.
- Úrskurðarnefnd raforkumála.
- Umhverfisstofnun.
- Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Um ráðuneytið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.