Skipulag umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
Skrifstofur umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins eru fjórar.
Skrifstofa ráðuneytisstjóra hefur umsjón með stýringu og samhæfingu innan ráðuneytisins, mannauðsmálum, stafrænni þróun, rekstri og upplýsingamálum.
Skrifstofa umhverfis og orku ber ábyrgð á stefnumótun, innleiðingu, framkvæmd, eftirfylgni og árangursmati málefna á sviði Orkuteymis og Hringrásar- og umhverfisgæðateymis.
Skrifstofa loftslags og náttúru ber ábyrgð á stefnumótun, innleiðingu, framkvæmd, eftirfylgni og árangursmati málefna á sviði Loftslags- og náttúruvárteymis og náttúruverndar og menningaminjateymis.
Skrifstofa alþjóðamála sinnir alþjóðamálum með yfirsýn yfir alþjóðastarf og alþjóðasamninga og norrænt samstarf ráðuneytisins. Skrifstofan starfar þvert á ráðuneytið.
Ótímabundin teymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
Ótímabundin teymi starfa út frá stefnumótandi áherslum þvert á skrifstofur ráðuneytisins. Teymin og verkefni þeirra eru:
- Orkuteymi — Stefnumótun og regluverk orkumála (raforku, eldsneytis og varma), raforkumarkaður, orkunýting, jöfnun orkukostnaðar, orkuöryggi, flutnings- og dreifikerfi raforku, orkuskipti og innviðir.
- Loftslags- og náttúruvárteymi — Stefnumótun og aðgerðir um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis, losunarbókhald gróðurhúsalofttegunda, losun og binding vegna landnotkunar (LULUCF), stefnumótun og aðgerðir vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum, stefnumótun um kolefnishlutleysi, viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, Loftslagssamningurinn UNFCCC, ofanflóð og önnur náttúruvá, vöktun og rannsóknir.
- Náttúrverndar- og menningarminjateymi — Landsáætlun um uppbyggingu innviða menningarlegra og sögulegra minja, náttúruvernd, menningarminjar, líffræðileg fjölbreytni, veiðistjórnun, verndar- og orkunýtingaáætlun, þjóðgarðar, aðrar friðlýsingar og friðanir.
- Hringrásar- og umhverfisgæðateymi — Hringrásarhagkerfið, upplýsingaréttur almennings, landupplýsingar, mat á umhverfisáhrifum, stjórn vatnamála, málefni hafsins, mengunarvarnir, erfðabreyttar lífverur, hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit og efnamál.
Sjá einnig upplýsingar um starfsfólk umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins.
Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.