Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Jóhann Páll Jóhannsson - umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Jóhann Páll Jóhannsson

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Jóhann Páll tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 21. desember 2024. Hann hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna, sem  þingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021.

Jóhann Páll sat í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á árunum 2021–2023, fjárlaganefnd  árið 2023, velferðarnefnd 2023–2024.  Einnig átti hann sæti í Íslandsdeild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2023–2024.

Jóhann Páll er fæddur í Reykjavík 31. maí 1992. Maki Jóhannes Páls er Anna Bergljót Gunnarsdóttir efnafræðingur.

Jóhann Páll útskrifaðist sem stúdent frá MR 2012. Hann lauk BA-prófi í heimspeki með lögfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2015. Hann er með MS-próf í sagnfræði frá Edinborgarháskóla (2017) og MS-próf í evrópskri stjórnmálahagfræði frá London School of Economics and Political Science (2020).

Jóhann Páll starfaði sem blaðamaður á DV á árunum 2012–2015 og á Stundinni 2015–2019.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta