Greining á útgjöldum
Málefnasvið 15 Orkumál
Í málaflokki 15.10 Orkumál er neikvætt frávik rekstar frá áætlun ársins 162 m.kr. en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið neikvætt um 396 m.kr. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 eru:
- Jákvætt frávik hjá Orkustofnun að fjárhæð 84 m.kr. sem skýrist að mestu leyti af uppsöfnuðum rekstrarafgangi fyrri ára og tilfærslu verkefna milli ára.
- Neikvætt frávik á Orkusjóði að fjárhæð 315 m.kr. sem skýrist af tímatöf styrkgreiðslna frá þeim tíma er styrkloforð myndast.
- Neikvætt frávik á fjárlagaliðnum Niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu raforku að fjárhæð 293 m.kr. sem skýrist af verðhækkunum, aukinni notkun og því að 50 m.kr. framlag frá innviðaráðuneytinu vegna átaksverkefnis um að flýta jarðstrengjavæðingu og þrífösun var bókfært á liðinn Ýmis orkumál en kostnaður vegna verkefnisins var bókaður á þennan lið.
- Jákvætt frávik á fjárlagaliðnum Ýmis orkumál að fjárhæð 127 m.kr. skýrist annars vegar af framangreindu 50 m.kr. framlagi frá innviðaráðuneytinu til átaksverkefnis um að flýta jarðstrengjavæðingu og þrífösun og hins vegar af því að 88 m.kr. fjárveitingu vegna framkvæmda við lagningu stofnlagnar hitaveitu frá Langhúsum í Fljótum að Hrolleifsdal var ekki nýtt á árinu.
Málefnasvið 17 Umhverfismál
Í málaflokki 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla er neikvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 625 en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið neikvætt um 524 m.kr. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 eru:
- Neikvætt frávik að fjárhæð 928 m.kr. á fjárlagaliðnum Ýmis verkefni. Frávik skýrist af því að stofnaður var sérstakur fjárlagaliður um fjárfestingarframlag til Landsáætlunar um uppbyggingu innviða (LUI) og framlagið flutt á þann lið.
- Jákvætt frávik að fjárhæð 74 m.kr. á fjárlagaliðnum Þjóðgarðar og friðlýst svæði sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Um er að ræða fjárfestingarframlag frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða (LUI) sem bókfært var sem rekstrartilfærsla í meðförum Fjársýslunnar.
- Jákvætt frávik hjá Vatnajökulsþjóðgarði að fjárhæð 104 m.kr. sem skýrist einkum af því að sértekjur voru umfram áætlun og vegna fjárfestingarframlags frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða (LUI) sem bókfært var sem rekstrartilfærsla í meðförum Fjársýslunnar.
- Jákvætt frávik hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum að fjárhæð 197 m.kr. sem skýrist einkum af því að sértekjur voru umfram áætlun og vegna fjárfestingarframlags frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða (LUI) sem bókfært var sem rekstrartilfærsla í meðförum Fjársýslunnar.
- Jákvætt frávik á varasjóði málaflokksins að fjárhæð 29 m.kr. sem skýrist af auknum framlagi til sjóðsins í fjárlögum.
Í málaflokki 17.20, Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 59 m.kr. en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 42 m.kr. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 eru:
- Jákvætt frávik að fjárhæð hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn að fjárhæð 12 m.kr. þar af er 10 m.kr. höfuðstóll frá fyrra ári.
- Jákvætt frávik að fjárhæð hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að fjárhæð kr. 82 m.kr. Þar af eru 37 m.kr. höfuðstóll frá fyrra ári. Frávik ársins 2023 skýrist að mestu af annars vegar hærri tekjum af ráðgjafaverkefnum en áætlun gerði ráð fyrir og hins vegar vegna fjárfestingarframlags frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða (LUI) sem bókfært var sem rekstrartilfærsla í meðförum Fjársýslunnar.
- Jákvætt frávik af starfsemi Náttúrustofa að fjárhæð 6 m.kr. sem skýrist af því að millifærslur til þeirra vegna desember 2023 voru bókfærðar 2024.
- Neikvætt frávik hjá Veðurstofu Íslands að fjárhæð 59 m.kr. sem skýrist af uppsöfnuðum taprekstri fyrri ára sem m.a. er tilkominn vegna ófyrirséðra náttúruvár atburða.
Í málaflokki 17.30, Meðhöndlun úrgangs er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 1.862 m.kr. en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 3.422. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 eru:
- Jákvætt frávik hjá Úrvinnslusjóði að fjárhæð 3.200 m.kr. en frávikið skýrist af því að hluti tekna fer í að mæta framtíðarskuldbindingum einstakra vöruflokka.
- Jákvætt frávik hjá Endurvinnslunni hf. að fjárhæð 223 m.kr. Innheimt skilagjald og umsýsluþóknun skv. tekjuáætlun myndar jákvæða árslokastöðu á fjárlagalið.
Í málaflokki 17.40 Varnir gegn náttúruvá er neikvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 344 m.kr. en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 212 m.kr. Skýring á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 er:
- Jákvætt frávik Ofanflóðasjóðs að fjárhæð 212 m.kr. skýrist af jákvæðum höfuðstól frá fyrra ára sem kom til vegna seinkun verkefna á milli ára.
Í málaflokki 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 1.898 m.kr. en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 269 m.kr. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2023 eru:
- Jákvætt frávik hjá Umhverfis,-orku og loftlagsráðuneytinu, aðalskrifstofu að fjárhæð 5 m.kr.
- Jákvætt frávik hjá Úrskurðanefnd umhverfis-og auðlindamála að fjárhæð 14 m.kr. sem skýrist einkum af frestun á afgreiðslu mála.
- Neikvætt frávik á fjárlagaliðnum Ýmis verkefni að fjárhæð 606 m.kr. sem liggur að mestu á liðnum Styrkir, framlög og verkefni og skýrist af því að einungis þurfti að nýta um 343 m.kr. af þeim 800 m.kr. sem ætlaðar voru til að kaupa loftslagsheimildir til að mæta skuldbindingum Íslands vegna Kyoto.
- Jákvætt frávik hjá Umhverfisstofnun að fjárhæð 706 m.kr. er skýrist einkum af jákvæðum höfuðstól frá fyrra ári. Megin skýring þessa er að fjárfestingarframlög úr Landsáætlun um uppbyggingu (LUI) var bókfært sem rekstrartilfærsla í meðförum Fjársýslunnar og myndaði umtalsverðan höfuðstól frá rekstri. Þessir fjármunir eru þó ekki til ráðstöfunar í rekstur heldur eru skuldbundnir til fjárfestinga í innviðum til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum á komandi árum.
- Neikvætt frávik á fjárlagaliðnum Losunarheimildir að upphæð 1.551 m.kr. sem skýrast af neikvæðum höfuðstól frá fyrra ári.
- Jákvætt frávik á fjárlagaliðnum Styrkir til fráveitna sveitarfélaga að fjárhæð 368 m.kr. sem skýrist af seinkun verkefna þar sem framkvæmdir sveitarfélaga hafa farið hægar af stað en gert var ráð fyrir s.s. vegna almennra verðlagshækkana og hás vaxtastigs.
- Jákvætt frávik vegna varasjóðs málaflokks 17.50 að fjárhæð 122 m.kr.
Fjárfesting málaflokka
Á málefnasviði 15 Orkumál er uppsöfnuð neikvæð staða Orkustofnunar í árslok að upphæð 15 m.kr. sem skýrist af neikvæðri stöðu frá fyrra ári auk fjárfestinga á árinu umfram heimildir.
Á málefnasviði 17 Umhverfismál er uppsöfnuð jákvæð staða í árslok að upphæð 679 m.kr. sem skýrist af jákvæðri stöðu frá fyrra ári og auknum fjárheimildum ársins þrátt fyrir umfangsmiklar ráðstöfun á árinu. Helstu skýringar á hreyfingum eru eftirfarandi:
- Ýmis verkefni – Jákvæð staða í árslok er nemur 894 m.kr. og skýrist af því að liðurinn Landsáætlun um uppbyggingu innviða (LUI) var færður á milli liða og milli málaflokka.
- Umhverfisstofnun – Stofnunin fellur undir tvö málaflokka, þ.e. mfl. 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla (þjóðgarðar og friðlýst svæði) og 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála. Sé staða fjárfestinga í heild skoðuð er stofnunin með jákvæða 298 m.kr. stöðu í árslok er myndast af samanlagðri og uppsafnaðri 788 m.kr. fjárheimild (fjárheimild ársins og fluttar fjárheimildir frá fyrra ári) að frádreginni 490 m.kr. ráðstöfun á árinu. Helstu skýringar á uppsafnaðri fjárheimild kemur til vegna tafa eða frestun á framkvæmd verkefna.
- Vatnajökulsþjóðgarður – Neikvæð 75 m.kr. staða í árslok sem skýrist að mestu af umfangsmiklum framkvæmdum á árinu eftir tafir eða frestun á framkvæmdum frá fyrri árum.
- Þjóðgarðurinn á Þingvöllum – Jákvæð 42 m.kr. staða í árslok sem skýrist af nokkuð umfangsmiklum framkvæmdum á árinu eftir tafir eða frestun framkvæmda frá fyrri árum.
- Náttúrufræðistofnun Íslands – Neikvæð 20 m.kr. staða í árslok sem skýrist af miklum framkvæmdum á árinu er gengu á jákvæðan höfuðstól eftir tafir eða frestun framkvæmda frá fyrri árum.
- Veðurstofa Íslands – Neikvæð 447 m.kr. staða í árslok sem skýrist af því að stofnunin hefur fjármagnað kaup og uppsetningu á veður ratsjám á árunum 2020-2023 í tengslum við samning við Alþjóðaflugmálastofnunina(ICAO). Samkvæmt samningi mun ICAO endurgreiða fjárfestinguna á tíu árum til og með 2033.
Yfirlit yfir styrki og sjóði
Yfirlit yfir ráðstöfun varasjóða, ráðstöfunarfé ráðherra, rekstrar- og verkefnastyrki, ásamt skuldbindandi styrk- og samstarfssamningum.
Ársskýrsla ráðherra 2023
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.