Hoppa yfir valmynd

Markmið og árangur

Verkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins falla að mestu leyti undir málefnasvið 17 Umhverfismál og 15 Orkumál.

17 Umhverfismál. Málefnasviðið og verkefni þessa skiptast í eftirfarandi fimm málaflokka:

  • 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla
  • 17.20 Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands
  • 17.30 Meðferð úrgangs
  • 17.40 Varnir gegn náttúruvá
  • 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála

Stofnanirnar Landgræðsla ríkisins og Skógræktin heyra undir matvælaráðuneyti, en málefnin flokkast enn undir málaflokk 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu.

Málefnasvið 15 Orkumál ásamt Orkustofnun og orkusjóði, niðurgreiðslur á húshitun og dreifingu raforku o.fl. tengd málefni eru alfarið á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Á málefnasviði 18 heyrir málaflokkur 18.20 Menningarstofnanir undir  umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Þá heyra Landmælingar, sem flokkast í málaflokk 06.10 undir ráðuneytið.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta