Föstudagspósturinn 26. ágúst 2022
Heil og sæl,
Utanríkisþjónustan hefur haft í nógu að snúast í vikunni sem er að líða. Byrjum á tíðindum dagsins.
Á þessum degi fyrir 31 ári síðan tók Ísland upp stjórnmálasamband á ný við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen, eftir að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna endurreisn sjálfstæðis þeirra í kjölfar falls Sovétríkjanna. Í tilefni dagsins undirrituðu utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands sameiginlega yfirlýsingu á hátíðarsamkomu í Höfða í Reykjavík í dag að forsetum ríkjanna viðstöddum.
„Það var líka hér, á þessum ágústdegi fyrir 31 ári síðan, þegar utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litáen og utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifuðu undir skjöl um stjórnmálasambönd Íslands við hvert og eitt Eystrasaltsríkjanna. Í pólitísku samhengi þess tíma var þetta framtak óvenjulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpinu og bætti því við að önnur ríki hefðu fylgt í kjölfarið og Eystrasaltsríkin hefðu á skömmum tíma hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem frjáls og fullvalda ríki.
A pleasure to commemorate the 30th anniversary of the reestablishment of diplomatic relations between Iceland 🇮🇸, Estonia 🇪🇪, Latvia 🇱🇻 and Lithuania 🇱🇹 in Höfði House today. We have accomplished a lot in 30 yrs & are committed to foster our continued cooperation and friendship. pic.twitter.com/q9RLVTcrfk
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) August 26, 2022
Upptöku frá athöfninni í Höfða má finna á Twitter síðu utanríkisráðuneytisins og ljósmyndir frá heimsókn þjóðarleiðtoga og utanríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna má finna á Flickr-síðu utanríkisráðuneytisins.
Á mánudag sögðum við frá nýjum forsetaúrskurði um sendiskrifstofur, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og aðalræðisskrifstofur. Samkvæmt úrskurðinum verður á næstunni opnað sendiráð í Varsjá, höfuðborg Póllands, og mun umdæmi þess einnig ná til Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu. Sendiráð verður einnig opnað í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, en verkefni þess verða fyrst og fremst á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu. Þá fær fastanefndin í Vín í Austurríki að nýju stöðu sendiráðs.
Á þriðjudag heimsótti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Berlín og fundaði þar með Önnulenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Ríkin tvö fagna sjötíu ára stjórnmálasambandsafmæli um þessar mundir. Helstu umfjöllunarefni ráðherranna voru tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands, innrás Rússlands í Úkraínu og orku- og loftslagsmál.
„Það er ánægjulegt að koma til Berlínar og treysta þau sterku bönd sem tengja þjóðirnar tvær. Þýskaland er mikilvægt forysturíki í Evrópu og það er til mikils að vinna að efla enn frekar sambandið við þessa vinaþjóð enda eru tækifærin til þess fjölmörg á ýmsum sviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Great meeting with @ABaerbock as 🇮🇸 &🇩🇪 celebrate 70 years of diplomatic relations. Discussed our strong bilateral relationship, Ukraine & European security, climate & energy, Arctic, multilateralism & gender equality, to name a few. Look forward to continued excellent relations. pic.twitter.com/Itz2qiImZ8
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) August 23, 2022
Á miðvikdaginn fögnuðu Úkraínumenn þjóðhátíðardegi sínum í skugga árásarstríðs Rússlands en dagurinn markaði einnig hálft ár frá því að innrásin hófst. Í tilefni dagsins var úkraínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið til að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu. Þá vottaði ráðherra Úkraínumönnum virðingu sína.
For 6 months the men and women of Ukraine have fought for the future of their children and their country against a brutal Russian invasion. I salute their bravery on Ukraine's independence day. Ukraine must win. #StandwithUkraine @DmytroKuleba pic.twitter.com/EEkLw7coFA
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) August 24, 2022
Í gær var þess minnst að
Þá að sendiskrifstofum okkar víða um heim.
Við byrjum hjá sendiráði Íslands í Noregi en í gær afhenti nýr sendiherra Íslands, Högni S. Kristjánsson, Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi.
Í Þórshöfn í Færeyjum hefur nýr aðalræðismaður Íslands tekið til starfa, Ágústa Gísladóttir.
Sendiráð Íslands í Washington bauð i vikunni til móttöku til heiðurs Victor Madrigal, sérstaks sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um kynhneigð og kynvitund, en mannréttindi hinsegin fólks eru meðal helstu áhersluatriða í utanríkisstefnu Íslands.
Human rights are a key priority in 🇮🇸 foreign policy & #LGBTIQA rights 🏳️🌈 in particular focus. It was therefore a great privilege to host yesterday a reception in honor of @victor_madrigal, UN Independent Expert on #SOGI, on the occasion of his country visit to USA 🇺🇸. pic.twitter.com/74b5JJ5lc6
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) August 26, 2022
Þá tók sendiráðið á móti verðandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, og eiginmanni hennar.
Such a pleasure for DCM @DavidLogi to welcome today Ambassador Carrin F. Patman and her husband, Jim Derrick, to our Embassy ahead of their departure for @usembreykjavik. 🇮🇸 & 🇺🇸 are great allies & friends and our relationship will continue to grow in the coming years! @StateDept pic.twitter.com/cL3oSE8rke
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) August 25, 2022
Sendiráð Íslands í Berlín hafði í nægu að snúast í vikunni þegar utanríkisráðherra heimsótti borgina og haldið var upp á 70 ára stjórnmálasambandsafmæli Íslands og Þýskalands. Sendiráðið birti svipmyndir frá heimsókninni á Facebook-síðu sinni og á Instagram-síðu utanríkisráðueytisins í Highlights er hægt að skyggnast á bak við tjöldin.
Nýr sendiherra Íslands í Helsinki, Harald Aspelund, hélt ferð sinni um Eystrasaltsríkin áfram í vikunni og afhenti á þriðjudag Alar Karis, forseta Eistlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands. Í ferð sinni hitti Harald einnig kjörræðismann Íslands í Tallinn, , og tvo Íslendinga sem starfa fyrir hönd íslenskra stjórnvalda í Eistlandi.
Í Kampala tók fulltrúi sendiráðs Íslands þátt í opnun nýs grunnskóla sem hefur risið með aðstoð íslenskrar þróunarsamvinnu.
Í vikunni fékk sendiráð Íslands í Lilongwe í heimsókn nýjan fulltrúa Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví sem og fráfarandi fulltrúa. UNFPA er meðal lykilsamstarfsstofnana Íslands í þróunar- og mannúðarmálum á heimsvísu og í Malaví.
Eins og við sögðum frá í síðustu viku tók sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn þátt í gleðigöngu borgarinnar ásamt öðrum norrænum kollegum sínum.
Á menningarsviðinu tóku Hverfisgalleríi, Berg Contemporary, i8 Gallery og Þula þátt í Chart Art Fair listahátíðinni í Charlottenborg í Nyhavn. Fulltrúar frá sendiráðinu hittu listamenn og forsvarsmenn íslensku galleríanna og fengu leiðsögn um verkin.
Í Tókýó sótti sendiherra Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, sjávarútvegssýningu þar sem þrjú íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína.