Föstudagspósturinn á mánudegi, 17. október 2022
Heil og sæl.
Það hefur sannarlega verið nóg um að vera í utanríkisráðuneytinu á síðustu dögum vegna Hringborðs norðurslóða - Arctic Circle. Í tengslum við ráðstefnuna sem stóð yfir í Reykjavík frá fimmtudegi til laugardags hefur utanríkisráðherra átt fjölmarga fundi með erlendum gestum og tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Á föstudag undirrituðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, rammasamning um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja.
„Samskipti Íslands við Færeyjar og Grænland er bæði mikil og traust og í þeim felast fjölmörg tækifæri til að þróa enn frekar eins og fram kemur í nýlegum skýrslum þar sem nýir samstarfsfletir eru kortlagðir. Það er mín ósk að frekari innleiðing markmiða um aukna samvinnu þjóðanna muni ganga hratt og örugglega fyrir sig. Samband okkar við þessa næstu nágranna er okkur afar mikilvægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.
Þá var tvíhliða samstarf Íslands og Noregs á vettvangi norðurslóðafræða endurnýjað til næstu fjögurra ára við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddum Hákoni krónprinsi Noregs og Þórdísi Kolbrúnu.
Í ítarlegri fréttatilkynningu frá ráðuneytinu í dag má svo lesa um ítarlega þátttöku ráðherra á ráðstefnunni, en þar segir meðal annars frá fundi ráðherra með Rob Bauer, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins.
Til viðbótar við Arctic Circle var ýmislegt annað á döfinni hjá utanríkisráðuneytinu.
Neyðarfundi í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í Úkraínu lauk í síðustu viku með atkvæðagreiðslu um ályktun sem um 80 ríki, þar með talið Ísland, voru meðflytjendur að. Ályktunin var samþykkt með miklum meirihluta, en 143 ríki kusu með ályktuninni sem er meiri stuðningur en í fyrri ályktunum um innrás Rússlands í Úkraínu. Fimm ríki, þ.m.t. Rússland og Belarús, kusu gegn ályktuninni og 35 ríki sátu hjá. NB8 ríkin sameinuðust um ræðu á fundinum.
143 member states stand united in defending the UN Charter against Russia's visceral violations of its core principles. Only 5 voted against. Russia's attempted annexation of Ukrainian oblasts is meaningless. We #StandwithUkraine pic.twitter.com/6PEhHRlsoh
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 12, 2022
Þá flutti Þórdís Kolbrún ávarp og tók þátt í pallborðsumræðum á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs sem haldin var í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Nordic Women Mediators í Veröld - húsi Vigdísar.
Á miðvikudag undirrituðu Þórdís Kolbrún og Kerin Ann Burns Ayyalaraju sendiherra Ástralíu gagnvart Íslandi, tvísköttunarsamning milli Íslands og Ástralíu.
Delighted to have signed a new tax treaty with Australia today 🇮🇸🇦🇺. The treaty will facilitate trade and investment between the two countries. Thanks for stopping by @AusAmbDK pic.twitter.com/0twN0pFUME
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 12, 2022
Ísland og Suður-Kórea áttu svo sextíu ára stjórnmálasambandsafmæli á dögunum og sótti ráðherra menningardagskrá í Hörpu sem sendiráð Suður-Kóreu í Osló stóð fyrir ásamt samstarfsaðilum á Íslandi.
It's a great pleasure to celebrate 60 years of diplomatic relations between Iceland and the Republic of Korea today. 🇮🇸 & 🇰🇷 have developed close cooperation in various fields since 1962 & I look forward to continue growing our bilateral relations & the friendship of our peoples.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 10, 2022
Á dögunum var svo ljósmyndasýning Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um barnungar mæður í þróunarríkjum opnuð í Smáralind. Utanríkisráðherra opnaði sýninguna og flutti ávarp.
En þá að sendiskrifstofum okkar.
Í Brussel tók Hermann Ingólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, þátt í varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins á dögunum. Grimmilegur stríðsrekstur Rússlands gegn Úkraínu, og viðbúnaður og fælingarstefna bandalagsins voru í forgrunni.
Iceland stands shoulder-to-shoulder with our Allies in support of Ukraine #NATO #DefMin https://t.co/7OSU5sLFjn https://t.co/R9DHsfcNH7 pic.twitter.com/SOahW3BZxk
— Iceland at NATO 🇮🇸 (@IcelandNATO) October 14, 2022
Í Genf afhenti Einar Gunnarsson sendiherra Íslands gagnvart Sviss og fastafulltrúi gagnvart alþjóðastofnunum þar í borg, Ignazio Cassis, forseta Sviss, trúnaðarbréf sitt.
Á dögunum kynnti píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson nýja plötu sína í sendiherrabústaðnum í Berlín. Í samstarfi við Deutsche Grammophon og með stuðningi frá Skapandi Íslandi/Íslandsstofu og ÚTÓN stóð sendiráðið fyrir 60 manna móttöku. Á föstudaginn var svo opnuð myndlistarsýning Guðnýjar Guðmundsdóttur og Mette Thiessen í sendiherrabústaðnum. Það hefur svo sem verið nóg um að vera í Berlín hjá okkar fólki en sjá má allt það helsta á Facebook-síðu sendiráðsins.
Harald Aspelund sendiherra í Helsinki var mættur á Arctic Circle eins og svo margir aðrir í síðustu viku.
Fjölmargir úr sendiráði okkar í Kanada sóttu Hringborð norðurslóða í ár og það sama á við um Kanada sem sendi yfir 150 þátttakendur á ráðstefnuna í ár.
Sendiherrahjónin Helga Hauksdóttir og Hafþór Þorleifsson, ásamt fulltrúa ræðismála Kristínu Kristjánsdóttur sóttu kjörræðismann Íslands í Esbjerg, Peter Kirk Larsen og Kirsten Hansen, heim í síðustu viku.
Sendiherrar Norðurlanda í Osló áttu í dag hádegisverðarfund með forsætisráðherra Noregs í boði sendiherra Finnlands. Rætt var m.a. um norrænt samstarf í utanríkis- og varnarmálum og grænum orkumálum.
Í tilefni Alþjóðlegs dags stúlkunnar tók íslenska sendiráðið í London, ásamt fjölda sendiráða í Bretlandi, þátt í verkefninu Ambassador for a Day. Ema Begum var „sendiherra Íslands“ í einn dag og fékk innsýn í störf sendiráðsins.
Nýr þáttur í hlaðvarpinu Icelandic Voices/American Accent, á vegum aðalræðisskrifstofu okkar í New York kom út á fimmtudag. Í þetta sinn var rætt við Írisi Óskarsdóttir-Vail, listakonu og verðlaunabakara.
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington hitti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman.
Always a pleasure to meet with #Maine and my first meeting with Ambassador Patman, but certainly not the last. @usembreykjavik Interesting exchange of views and so many great ideas on cooperation between #Iceland&#Maine to follow-up on. https://t.co/HxMUbub30Y pic.twitter.com/St0PnPB3sG
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) October 15, 2022
Þá tók hún einnig þátt í pallborðsumræðum um samskipti við Alaska.
#Iceland & #Alaska: shared experiences, similar interests. Amb. @BEllertsdottir speaking at panel organized by @AESymposium & @IcelandInUS alongside @rachelkallander, Thor Sigfússon of @OceanCluster, Ben Kellie, Pearl K. Brewer & Hugh Short. #ArcticCircle2022 pic.twitter.com/8KQuekHEWk
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 14, 2022
Okkar fólk í sendiráði Íslands í Washington stóð annars í ströngu á Arctic Circle enda sótti 200 manna hópur frá Bandaríkjunum ráðstefnuna í ár. Derek Chollet, háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, kynnti meðal annars nýja stefnu Bandaríkjanna í norðurslóðamálum, og fundaði með utanríkisráðherra Íslands.
🇺🇸 is well represented at the @_Arctic_Circle in Reykjavik with @CounselorDOS providing an introduction into the new US Arctic strategy, @lisamurkowski speaking virtually from #Alaska & distinguished participants on stage discussing the details. pic.twitter.com/JNXtF0QsH8
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 13, 2022
Jörundur Valtýsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, tók á móti íslenskri þingnefnd.
Busy week coming to an end. It has been such a pleasure for us @IcelandUN to welcome a Parliamentarian Delegation from @Althingi. Always important to engage with our elected representatives and include them in our work @UN 🇺🇳 pic.twitter.com/yCpGdNrUKD
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) October 14, 2022
Á Indlandi hittu Guðni Bragason sendiherra og Benedikt Höskuldsson, sérstakur fulltrúi fyrir loftslagsmál, R. K. Mathur, fylkisstjóra Ladakh-fylkis, þar sem rætt var um samstarf Íslendinga um nýtingu jarðvarma í Ladakh-fylki.
Þórir Ibsen sendiherra í Kína er staddur í Taílandi og hitti þar m.a. ræðismann Íslands í Phuket, Nim Kallayawarat.
Pleasure to visit the future Honorary Consulate of #Iceland 🇮🇸 in #Phuket 🇹🇭with the Honorary Consul designate of Iceland Ms Nim Kallayawarat after an informative meeting with leaders of Chambers of Commerce, Tourism Association and Honorary Consuls in Phuket @MFAIceland pic.twitter.com/T6xhK0hYLs
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 11, 2022
Í Malaví var haldið upp á mæðradaginn. Mæðravernd og fæðingarþjónusta er fyrirferðamikil í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví.
Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe, ræddi um starf Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Mangochi-héraði.
@MirandaTabifor exp. gratitude 2 @IcelandDevCoop 4 its generosity &support of d obj.of empowering girls& women in Mangochi.'opportunities chng lives of girls &women leading to sustainable dev.Iceland is passionate abt ending #teenagepregnancies n treating fistula' says @IngaDoraP pic.twitter.com/3DOCYdjnZd
— UNFPA Malawi (@UNFPAMalawi) October 11, 2022
Við minnum að endingu á Heimsljós.
Fleira var það ekki í bili.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.