Föstudagspóstur á Þorláksmessu
Heil og sæl.
Við heilsum ykkur á Þorláksmessu og förum yfir það helsta sem hefur drifið á daga utanríkisþjónustunnar síðustu tvær vikurnar.
Við hefjum leik á ákaflega góðu og mikilvægu verkefni en á dögunum voru níu tonn af hlýju frá Íslandi um borð í kanadískri herflutningavél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Úkraínu. Um var að ræða annars vegar afrakstur íslensks hannyrðafólks sem hefur prjónað margvíslegar ullarvörur og hins vegar innkaup utanríkisráðuneytisins á vörum hérlendis. Ísland hefur þar að auki lagt 1,6 milljónir evra í sjóð á vegum Atlantshafsbandalagsins sem kaupir m.a. vetrarfatnað.
Í fyrradag fékk ráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn er tekinn í notkun á vígstöðvunum með dramatískum tónum úkraínska tónlistarmannsins AShamaluevMusic.
It makes me truly happy to see that the shipment of warm winter clothing from Iceland is now being used by the defenders of Ukraine. There is a lot of love, respect and good wishes in those boxes, along with the much needed 9 tons of warmth. https://t.co/1HdDBcphTK
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) December 21, 2022
Það er skammt stórra högga á milli en á miðvikudag var tilkynnt um að áfrýjunarnefnd EUIPO hafi hafnað öllum kröfum bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods Ltd. varðandi notkun á orðmerkinu Iceland. Fyrirtækið getur þar með ekki lengur hindrað að íslensk fyrirtæki auðkenni sig með upprunalandinu við markaðssetningu á EES-svæðinu á vörum sínum og þjónustu.
Við sögðum svo frá fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Kanada á dögunum en þar var innrás Rússlands og áframhaldandi stuðningur ríkjanna við Úkraínu efst á baugi ásamt samstarfi á norðurslóðum og málefnum Atlantshafsbandalagsins.
Þá var samstarf utanríkisráðuneytisins og Fulbright stofnunarinnar um norðurslóðir endurnýjað í gær.
Í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum 10. desember vakti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, í hlutverki sínu sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins, sérstaka athygli á mikilvægi aðgerða gegn refsileysi fyrir þau mannréttindabrot og aðra glæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Fastafulltrúi Úkraínu hjá Evrópuráðinu ræddi stöðuna í Úkraínu og ábyrgðarskyldu vegna glæpa í tengslum við innrásina á opnum fundi í Reykjavík daginn áður.
On #HumanRightsDay2022, the President of the @coe Committee of Ministers @thordiskolbrun and the Secretary General of the Council of Europe @MarijaPBuric call for collective action to end impunity for crimes committed against 🇺🇦Ukraine
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) December 10, 2022
👉https://t.co/EPBwcuI8Wj pic.twitter.com/m6riFFD9g2
Þá tjáði Þórdís Kolbrún sig um ákvörðun talíbana um að banna konum að stunda háskólanám í Afganistan.
Shocked and saddened by the deplorable decision of the Taliban to close universities for women in #Afghanistan. This violation of the right to education for women and girls is yet another shameful act against the people of the country.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) December 20, 2022
Það er raunverulega sársaukafullt að horfa upp á þessa hrikalegu þróun,“ sagði Þórdís Kolbrún jafnframt við mbl.is.
Að vanda hafa sendiskrifstofur okkar haft frá mörgu að segja.
Við byrjum í Vín en í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum sendi fastanefnd Íslands í Vín póstkort til samviskufanga í Belarús. Í Belarús eru rúmlega 1.400 manns sem teljast til samviskufanga sem hafa verið ranglega dæmd til fangelsisvistar, oft við ómannúðlegar aðstæður. Kristín A. Árnadóttir fastafulltrúi skrifaði undir bréfin.
Á vettvangi fastaráðs ÖSE í Vín var jafnframt fundað um málefni Úkraínu.
Special @OSCE PC meeting on the urgent situation in #Ukraine 🇺🇦 as 🇷🇺 continues its brutal war into winter, weaponizing the cold. Amb. @KAArnadottir emphasized the stark contrast between 🇷🇺’s dark aggression when the celebration of light approaches 👇https://t.co/4kMXTXwcgw
— Iceland in Vienna 🇮🇸 (@IcelandVienna) December 22, 2022
Bryndís Kjartansdóttir sendiherra afhenti Karli Gústafi Svíakonungi trúnaðarbréf sitt sem nýr sendiherra Íslands í Svíþjóð við hátíðlega athöfn í konungshöllinni þar í borg.
Í Kaupmannahöfn afhenti sendiherra danska utanríkisráðuneytinu nótu um að Ísland hafi lokið staðfestingu á tvíhliða samningi Íslands og Danmerkur fyrir hönd Færeyja um afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen (Síldarsmugan).
Í Þórshöfn var haldið upp á litlu jólin.
Í London kvaddi sendiráðið Eyrúnu Hafsteinsdóttur sem starfaði í sendiráðinu í 22 ár.
Þá fékk sendiráðið einnig gesti frá utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Hafró, og SFS. Tilefnið var að ræða reynslu Íslands sem sjálfstæðs strandríkis við breska embættismenn, fræðimenn, fulltrúa heimastjórnanna og sjávarútvegsgeirans.
Í Berlín var þétt aðdventudagskrá. Upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson fór fram í húsnæði norrænu sendiráðanna í tíunda sinn og fulltrúar frá menningarsetrinu við Skriðuklaustur og Visit Austurland kynntu starfsemi sína fyrir gestum.
Daginn eftir fóru fram tónleikar með Svavari Knúti á sama stað en sama dag fóru fram umræður um loftslagsmál í Felleshus og tók Benedikt Höskuldsson, sérlegur erindreki Íslands fyrir loftslagsmál, þátt fyrir Íslands hönd ásamt fulltrúum norðurlandanna og Þýskalands.
Í Póllandi kynnti Friðrik Sigurðsson, matreiðslumeistarinn okkar, Pólverjum fyrir þjóðlegum íslenskum réttum.
Þá hlaut Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Póllandi boð utanríkisráðuneytis Pólverja til Poznań þar sem ýmsir menningarlegar viðburðir voru á dagskrá.
Í París hitti Unnur Orradóttir sendiherra, Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á framlagsríkjaráðstefnu á vettvangi OECD.
A true honour to meet Prime Min of Ukraine @Denys_Shmyhal who attended the meeting of the @OECD Council yesterday. Agreement signed to facilitate opening OECD office in Kyiv to #SupportUkraine for recovery, reforms & for initial accession dialogue with 🇺🇦 as a prospective member pic.twitter.com/pcQ6h7FoAk
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) December 13, 2022
Roughly 1 billion € raised for #Ukraine🇺🇦 today at a donor conference in Paris + system for the coordination of civilian aid https://t.co/ZcyQkoSuuK
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) December 13, 2022
Okkar fólk sem starfar við málefni Evrópuráðsins var jólalegt á fjarfundi.
You realize that the holidays are coming when you do a video call with @MFAIceland and are greeted by @helenvonernst and @bylgjaarna in full 🎄 spirit!
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) December 20, 2022
❄️☃️🌨️🤶🏻🎁🥶🎅🏻🎄❤️ pic.twitter.com/FBTu6LXfeH
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í Washington hlýddi á Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í ræðustól bandaríska þingsins þar sem hann var í sögulegri heimsókn og í fyrstu ferð sinn út fyrir Úkraínu eftir að stríðið brast á.
A truly emotional and memorable moment in 🇺🇸Congress, which I was grateful to be part of. The urgency of Zelenskyy’s words on behalf of his country, his people, democracy and freedom moved us all. 🇮🇸Iceland #StandWithUkraine #SlavaUkraini 🇺🇦 https://t.co/yToKNmtFEe
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) December 22, 2022
Þá minntist Bergdís einnig góðrar hátíðarmóttöku Atony Blinkens utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
A memory from the fine holiday reception of Secretary Blinken and Evan Ryan. Great to meet the many colleagues and take a moment to appreciate our cooperation and friendship. Wishing all peaceful holidays and hopefully some well deserved rest. @US_Protocol @StateDept 🇮🇸🇺🇸🎄 pic.twitter.com/swWw1g10Kz
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) December 15, 2022
Fulltrúi sendiráðs Íslands í Washington, sem er einnig sendiráð Íslands gagnvart Mexíkó, sótti ráðstefnu Planet Youth í León í Guanajuato í Mexíkó.
Í Washington átti sér jafnframt stað fundur EFTA-ríkjanna með viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar.
A fruitful meeting between EFTA 🇮🇸🇳🇴🇱🇮🇨🇭and the USTR in #DC this morning on our trade relationship and trade developments around the 🌏. @MFAIceland @EFTAsecretariat pic.twitter.com/sUCeKNWc1F
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 16, 2022
Í New York var haldið jólaball með öllu tilheyrandi.
Og dansað í kringum jólatréð að sjálfsögðu.
Mjög vel heppnað jólaball hér í NYC. Þakkir til norsku sjómannakirkjunnar fyrir að hýsa okkur. Og til Vilborgar, Lóvísu, Alistair og Melkorku jólasveins fyrir skipulagningu. pic.twitter.com/B1upG2bmmX
— Iceland in New York (@IcelandinNY) December 12, 2022
Á vettvangi fastanefndarinnar í New York kynnti okkar fólk ásamt Írlandi drög að ályktun um samstarf Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna.
Today #Iceland and #Ireland held consultations with other UN Members to introduce a draft #UNGA resolution on the cooperation between @UN and @coe.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 16, 2022
On 9 November, @IcelandCoE 🇮🇸 took over the Presidency of the Council of Europe from 🇮🇪 for a 6 month term. #RoadtoReykjavik https://t.co/QCbDg3206j
Í Kanada fór fram fjáröflunarviðburður sem okkar fólk tók þátt í.
Í Kína heimsótti Þórir Ibsen sendiherra Hong Kong.
Visiting the Nordic Innovation House 🇸🇪🇫🇮🇳🇴🇩🇰🇮🇸 in Hong Kong with Henry Chan Honorary Consul of 🇮🇸. Thank Carrie Chan for useful exchange on #Nordic marketing activities in Hong Kong 🇭🇰 @MFAIceland @NordicHong @Islandsstofa pic.twitter.com/4CMsuIlbDO
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) December 15, 2022
Í Japan var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn.
笹川平和財団の協力のもと、外務省WAW!のサイドイベントとして北欧大使館と協働し、日本における新しい資本主義と北欧ビジョン:男女平等と労働参画、そしてワークライフバランスというイベントを行い、グズニ大統領も登壇しました。以下レポート記事です。 🇮🇸👭🇯🇵
— IcelandEmbTokyo (@IcelandEmbTokyo) December 22, 2022
記事: https://t.co/f6Ht62pJ30 pic.twitter.com/eWqtstS7Yr
Þar var einnig haldið jólaball á dögunum.
#Santa 🎅🏻 paid a visit to the @IcelandEmbTokyo all the way from #Iceland. Fun #Christmas party, dancing & singing around the 🎄🎅🏻tree in accordance with 🇮🇸 tradition. pic.twitter.com/yuQNlEfZGF
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) December 17, 2022
Jólafrokost var á dagskrá hjá okkar fólki í Kampala.
Okkar fólk í Malaví birti myndskeið af krökkunum í Koche grunnskólanum í Mangochi héraði sem tóku skemmtilega á móti Þórdísi Kolbrúnu sem heimsótti landið nýlega.
Við minnum svo að sjálfsögðu að endingu á Heimsljós.
Gleðileg jól!