Föstudagspóstur 22. mars 2024
Heil og sæl,
Tvöfaldur föstudagspóstur kemur hér. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar hefur heldur betur ekki setið auðum höndum og við skulum skoða hvað hefur helst verið á döfinni hér heima og að heiman.
Í nýliðinni viku bar hæst ákvörðun utanríkisráðherra um að greiðsla kjarnaframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) verði innt af hendi fyrir gjalddaga, þann 1. apríl næstkomandi.
Foreign Minister @Bjarni_Ben decided today to disburse Iceland's core contribution to UNRWA, in light of the dire humanitarian situation in Gaza, and UNRWA’s assurance of reform and sharing of information.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) March 19, 2024
Full press release: https://t.co/9UdoXUYTVJ
Í vikunni þar á undan var það undirritun nýs fríverslunarsamnings milli Indlands og EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss, sem var undirritaður í Nýju Delí. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands. Samningurinn hefur gríðarmikla þýðingu fyrir viðskipta- og efnahagssamband Íslands við Asíu enda er hér um að ræða fjölmennasta lýðræðisríki heims og fimmta stærsta hagkerfið á heimsvísu.
Þá gerði hann sterka stöðu efnahagsmála, blómlega nýsköpun, óþrjótandi sóknarfæri og mikilvægi þess að snúa áföllum landinu í hag að umfjöllunarefni á ársfundi Íslandsstofu þar sem hann hélt opnunarávarp.
Sendiráð Íslands í Kampala í Úganda afhenti í nýliðinni viku héraðsyfirvöldum í Buikwe-héraði annars vegar nýtt athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og hins vegar fullbúinn grunnskóla. Skólinn er sá fimmtugasti sem byggður er fyrir íslenskt þróunarfé frá því byggðaþróunarverkefni Íslands hófst í héraðinu árið 2015. Nemendafjöldinn í þessum skólum er um helmingur íslenskra barna á grunn- og framhaldsskólaaldri.
Happy to participate in today's technical handover of WASH facilities at Namukuma rural growth centre and Muyubwe landing site in #Buikwe. No doubt that the new facilities will contribute to improved sanitation & hygiene, increase quality of life and reduce risk of disease. 🇮🇸🇺🇬 pic.twitter.com/SGzQEo9OU3
— Sveinn Gudmarsson (@svennigudmars) March 20, 2024
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa.
„Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja", sagði ráðherra í framsögu sinni.
Stuðningur Íslands við varnarbaráttu Úkraínu er af ýmsum toga. Meðal annars felst hann í verklegri þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna við Íslandsstrendur í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, meðal annars leit og björgun.
„Þetta verkefni er gott dæmi um hvað Ísland getur lagt af mörkum til að styðja við Úkraínu og byggir á okkar sérþekkingu og reynslu við krefjandi aðstæður á Norður-Atlantshafi,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Annað gott dæmi er að árið 2022 veitti Ísland tíu milljón króna styrk til byggingar og útbúnaðar nýs leikskóla í bænum Ovruch, í Zhytomyr héraði Úkraínu. Í þar síðustu viku heimsóttu svo úkraínskir þingmenn, sem aðild eiga að sérstökum vinahópi Íslands í úkraínska þinginu, utanríkisráðuneytið. Funduðu þeir með ráðuneytisstjóra og færðu ráðuneytinu af því tilefni að gjöf myndir gerðar af börnum sem sækja áðurnefndan leikskóla.
Förum næst til Vínarborgar þar sem heilmargt var um að vera í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna þann 8. mars síðastliðinn.
Ísland varð á dögunum aðili að Vinahópi fyrir lýðfrjálst Belarús en að honum standa á þriðja tug aðildarríkja ÖSE. Hópurinn er vettvangur til að efla umræðu, skiptast á upplýsingum og þekkingu milli aðildarríkja ÖSE og annarra aðila um stöðu mannréttinda og lýðræðis í Belarús, auk þess að stuðla að því að stjórnvöld í Belarús verði látin sæta ábyrgð á mannréttindabrotum.
Kynjajafnrétti var þema dagana hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York en þar fór fram hinn árlegi Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn hefur farið fram á hverju ári frá 1946 og er vel sóttur af forystufólki í kynjajafnrétti um víða veröld. Starfsfólk okkar í fastanefndinni tók að vanda vel á móti sendinefnd Íslands.
Delighted to welcome Minister @gu_brandsson and the 🇮🇸 delegation to #CSW68. Vital work ahead in advancing #genderequality and #SDG5 - and pushing back the pushback. Women rights are #HumanRights. pic.twitter.com/MtLFMEwe5T
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) March 11, 2024
Hér má lesa ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra á fundinum.
#Genderquality remains a core priority for #Iceland at home and in international cooperation. Progressive policies advancing gender equality are the foundation for an inclusive, socially just, and peaceful society where everyone can prosper.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 12, 2024
👉https://t.co/whkf0Mog37 pic.twitter.com/migNOBa2PO
Þingið er viðamikill viðburður með heilmörgum hliðarviðburðum. Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands tók meðal annars þátt í einum slíkum með konum í Afghanistan.
“Listening and working together with Afghan women is key,” said PR @jvaltysson at an #InternationalWomensDay event, organized to discuss the concept of #GenderApartheid in relation to women’s rights in #Afghanistan. Thanks @Malala, @AtlanticCouncil & @ipinst 🙏 #SDG5 #CSW pic.twitter.com/afbqmfFAZy
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 11, 2024
Á alþjóðabaráttudegi kvenna voru málefni kvenna í Afghanistan líka til umræðu en íslensk stjórnvöld hafa lengi talað fyrir réttindum þeirra.
#Iceland🇮🇸 has repeatedly called for 🌎attention to the quest of #Afghan and #Iranian women&girls for their rights to be respected and fulfilled. On Int’l Women’s Day 🇮🇸 was at the @ Silenced Voices conference, discussing #genderpersecution and more: https://t.co/Ovf7Vinr4d #SDG5 pic.twitter.com/dQ8CQPP01W
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 13, 2024
Á hliðarviðburði á Kvennanefndarfundinum deildi Anna Pála Sverrisdóttir sendiráðunautur með fundargestum leyndardómum jafnréttisbaráttunnar á Íslandi.
How did Icelandic🇮🇸women and non-binary people mobilize 100.000 people to go on strike for #genderequality on 24 Oct 2023? Had the honour of moderating a well attended #CSW68 🇺🇳event where they shared some of the secrets. #kvennaverkfall #kvennafrí #SDG5 #LGBT #queer🏳️🌈 #takk pic.twitter.com/JTvjYqr9dj
— Anna Pála Sverrisdóttir (@annapalan) March 15, 2024
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra var meðal þeirra sem sóttu fundinn.
Gender equality through the lense of 🇮🇸 Minister of Finance @thordiskolbrun @UN 🇺🇳. Key components include parental leave, affordable day care and innovative financing, including through gender bonds. Proud to rank 1️⃣ in the 🌏 but a lot of work remains. #CSW68 #SDG5 pic.twitter.com/lckYjyWfu0
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 18, 2024
Og unga fólkið, sem er jú framtíðin eins og við vitum, fékk líka sviðið.
In youth we trust. Had the honor and joy of engaging with students, including @UNISNYC, in the #UNGA Hall on the ever important topic of #genderequality. Really good questions and discussions that kept me and my colleagues 🇸🇪@AkEnestrom and 🇲🇹@_VanessaFrazier in check! pic.twitter.com/X16sUvlswD
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) March 21, 2024
Vorlota framkvæmdastjórnarfundar UNESCO í París er í fullum gangi og fastanefnd Íslands önnum kafin í tenglum við hana. Dagskráin er yfirgripsmikil að vanda en til umræðu eru meðal annars ályktanir um neyðaraðstoð til Úkraínu og Gaza, styrkingu á jafnréttisstarfi stofnunarinnar, aðkomu hennar að Summit of the Future, SDG4 um menntamál, aðgengi að menntun á átakasvæðum og aðgerðaáætlun vegna tjáningarfrelsis vísindafólks. Þá situr Ísland einnig í mannréttindanefnd UNESCO og tekur virkan þátt í umræðum á lokuðum hluta nefndarinnar.
The #219EX session of @UNESCO in Paris is in full swing! #Iceland 🇮🇸 has actively participated in important discussions on #genderequality, human rights, SDG4 on education, resource mobilization, culture and many more. Looking forward to further deliberations ahead 🇺🇳🤝 pic.twitter.com/zs0NZ11eku
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) March 22, 2024
Auðbjörg Halldórsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, flutti stefnuræðu við upphaf fundar. Ræðuna má finna hér.
UNESCO’s 219th Executive Board session formally kicked off in Paris today! We look forward to the upcoming discussions on many important items on the agenda 🇮🇸🇺🇳 #UNESCOExBd #219EX pic.twitter.com/6v4ZT7Jion
— Kristín Halla Kristinsdóttir (@KriHalla) March 18, 2024
Í París var að vanda heilmargt annað um að vera. Una Jóhannsdóttir sendiráðunautur sótti tónleika þar sem forsetar Frakklans og Litháen voru einnig staddir.
Ce fut un honneur d’assister au lancement mardi soir de la saison de la #Lituanie en France en précence des présidents des deux pays 🇱🇹🇫🇷 Magnifique concert dans la Cathédrale Saint-Louis @InvalidesMusic 🎶 pic.twitter.com/7pDLW4h5Kt
— Una Johannsdottir (@UJohannsdottir) March 14, 2024
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Frakklandi og Eliza Reid forsetafrú voru gestir Telecom Valley.
Very honoured to host Madam first lady @elizajreid and Her Excellency @UOrradottir leading such an impressive and future looking delegation.
— Telecom Valley (@TelecomValley) March 14, 2024
On behalf of our members, we are already more than happy for the many good projects to come. https://t.co/g4V2d9TPaC
Sú síðarnefnda kom til Frakklands uppljómuð frá áðurnefndum Kvennanefndarfundi í New York og deildi visku sinni á hátíð sem fór fram í Cannes.
First Lady of 🇮🇸 @elizajreid flew in from NY @UNWomen_MSUMUN to join real estate leaders at #MIPIM the global urban festival in #Cannes this week participating in a number of panels and interviews raising awareness on #genderequity + presenting investment opportunities in 🇮🇸 pic.twitter.com/GRTAylPM1I
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) March 15, 2024
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra tók líka á móti Ms. Chaillet-Leforestier, forseta norrænu deilarinnar í hinni virtu menntastofnun Sciences Po til að ræða norræna samvinnu.
Heureuse d'accueillir ce matin à l'Ambassade Mme Chaillet-Leforestier, Présidente du Cercle Franco-Nordique de @sciencespo, pour discuter la future coopération & organisation des conférences pour présenter l'Islande & les pays nordiques avec nos partenaires en France🇫🇷🇮🇸🇳🇴🇫🇮🇸🇪🇩🇰 pic.twitter.com/8R1TmsVEQm
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) March 18, 2024
Sendiherra Íslands í Þýskalandi, María Erla Marelsdóttir sótti úrslit reiðkeppni íslenska hestsins í Münster-Handorf þar sem hún ásamt skipuleggendunum afhenti sigurvegurum hinna ýmissa flokka verðlaun. Var þetta fyrsta mótaröð Viking Masters, sem haldin er á fjórum mismunandi stöðum í Þýskalandi yfir vetrarvertíðina frá janúar til mars, að frumkvæði EYJA og Eiðfaxa.
Svo fóru fram fyrir fullum sal í Felleshus, húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín, kynning og umræða um nýtútgefna bók Halldórs Guðmundssonar „Im Schatten des Vulkans“. Staðgengill sendiherra, Ágúst Már Ágústsson bauð gesti velkomna og tók Halldór Guðmundsson sjálfur þátt í líflegum umræðum um tilurð bókarinnar og sögu bókmennta á Íslandi. Halldór tekur síðan ásamt Stefáni Mána þátt í bókamessunni í Leipzig, sem fer fram dagana 21.-24. mars.
Í Brussel stóð Jarl-Frijs Madsen, sendiherra Danmerkur í Hollandi fyrir morgunverðarfundi norrænna sendiherra þar í landi, ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Fundurinn fór fram í Haag og Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands gagnvart Hollandi sótti hann fyrir Íslands hönd.
Í tengslum við 55. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var haldinn hliðarviðburður með þátttöku Ásmundar Einars Daðasonar Mennta- og barnamálaráðherra í Genf um hið svokallaða Lanzarote samkomulag. Viðburðurinn var unninn í samráði við Evrópuráð barna.
At a joint #HRC55 side event with @CoE_children, 🇮🇸's Minister of Children and Education, Ásmundur Einar Daðason, highlighted the importance of the Lanzarote convention and the demonstrated value of cost-effective cross-sectoral services for children 👧🧒@asmundureinar pic.twitter.com/6YkwexYBdy
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 13, 2024
Ásmundur ávarpaði þingið í leiðinni fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og minnti á mikilvægi þess að ekkert barn skyldi undanskilið vernd frá ofbeldi. Rétt er að geta þess að á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf tekur Ísland undir heilmargar ræður, oft í samstarfi við fyrrnefnd lönd.
At #HRC55, 🇮🇸's Minister of Education and Children, Ásmundur Einar Daðason, spoke on behalf of 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪, stressing the right of every child to be protected from violence & urging states to push for concrete, integrated, and sustainable solutions that leave no child behind. pic.twitter.com/AkKNXMv9yQ
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 13, 2024
Það var mikið um að vera í Washington D.C. þegar Taste of Iceland menningarhátíðin var haldin í höfuðborginni þriðja árið í röð. Sendiherra Íslands, Bergdís Ellertsdóttir, opnaði hátíðina formlega. Fjölmargir viðburðir voru á dagskrá, meðal annars bókmenntaviðburður þar sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson töluðu um nýjustu verk sín, hönnunarteymið Flétta Studio og Ýrúrarí útbjuggu pizzur úr ull á sérstökum hönnunarviðburði í embættisbústaðnum og á öðrum viðburði fyrir Washington-búa, landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson var með íslenskan matseðil á veitingastaðnum Brasserie Beck og eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir hélt fyrirlestur um jarðfræði og eldfjallavirkni á Íslandi. Hátíðinni lauk með tónleikum, Iceland Airwaves Off Venue, þar sem JDFR, Axel Flóvent og GRÓA komu fram.
Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum stillti sér upp með rithöfundunum Yrsu og Ragnari að loknum velheppnuðum bókmenntaviðburði á Taste of Iceland.
Taste of @iceland in #DC is always a treat and particularly this time with the best of @icelandnoir - internationally acclaimed #crime authors - @YrsaSig and @ragnarjo 🙏🏼 for a great event today and thank you to @Islandsstofa and @FINNPartners 🇮🇸🇺🇸 pic.twitter.com/incirij2oO
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) March 9, 2024
Þá fagnaði hún einnig þjóðhátíðardegi Litháen í Washington ásamt varnamálafulltrúa sendiráðsins, Garðari Forberg.
Celebrating Lithuania’s reestablishment of its independence and 100 years of 🇺🇸🇱🇹 relations. Congrats @AudraPlepyte. Honored to meet CHOD Gen. Rupšys@ValdemarasRups5 and good friend of #TeamIceland Defence Attache Garðar Forberg - a proud bearer of 🇱🇹Armed Forces Medal of Merit. pic.twitter.com/ytfTih5WM5
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) March 15, 2024
Og hún lét ekki þar við sitja heldur tók líka þátt í viðburði í Washington í tengslum við útgáfu nýjustu hamingjuskýrslu Gallup. Ísland er samkvæmt skýrslunni þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi og deildi sendiherra leyndarmálum sem liggja að baki hamingju Íslendinga.
🇮🇸 ranks as 3⃣rd happiest country in the 🌎 according to #WorldHappinessReport 2024 😀🥉. On the occasion Amb. @BEllertsdottir participated in a launch event & shared some secrets behind Icelanders happiness along with her 🇫🇮 &🇨🇭colleagues. Congrats to 🇫🇮 on the 1⃣st place! https://t.co/wtionl4BdP pic.twitter.com/vqB93SwgmW
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 20, 2024
Í Helsinki var að vanda heilmargt um að vera á mörgum sviðum, ekki síst í menningunni en gestir og gangandi eru hvött til að sækja sýninguna Experiment Concretism í nýlistasafninu EMMA. Þar gefur að líta verk tveggja Íslendinga sem taka þátt í sýningunni Kristjáns Guðmundssonar og Rögnu Róbertsdóttur.
Orkumálin voru til umræðu á svokallaðri Orkumálaviku í Vaasa. Sendiherra Íslands í Finnlandi, Harald Aspelund ávarpaði þingið og tók þátt í pallborðsumræðum.
Móttökur og ráðstefnur sem sendiherrar sækja eru af ýmsum toga og nýtast allir viðburðir til að styrkja tengslin við yfirvöld annarra ríkja. Einn slíkur viðburður var þátttaka í göngu sem skipulögð var af franska sendiráðinu frá Ólympíuhöllinni í Helsinki að franska sendiráðinu. Mun gangan vera liður í upphitun fyrir Ólympíkuleikana sem fara fram í París í sumar.
Írska sendiráðið í Helsinki hélt móttöku í tilefni af St. Patricks Day. Harald Aspelund sendiherra Íslands í Finnlandi notaði tækifærið til að styrkja tengslin við frændur okkar Íra, sótti móttökuna og átti góða stund með landbúnaðarráðherranum Pippa Hackett.
Harald sótti einnig ráðstefnu um áskoranir lýðræðis í síbreytilegri veröld sem skipulögð var af sendiráði Chile þar í borg.
Harald tók sér líka tíma til að hlæja svolítið með okkar ástkæra uppistandara Ara Eldjárn sem var með viðburð í Helsinki.
Ljóðabókin Hreistur eftir Bubba Morthens kom út í finnskri þýðingu á dögunum. Starfsfólk sendiráðs okkar í Finnlandi kongratúlerar.
Sem fyrr segir var alþjóðlegur dagur hamingjunnar haldinn hátíðlegur 20. mars. Sendiráð okkar í Finnlandi birti skemmtilegt myndband þar sem frægir Finnar deila hamingjuráðum. Við mælum með að lagt sé við hlustir því Finnland mælist enn og aftur í fyrsta sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims.
Dagur Norðurlandanna verður haldinn hátíðlegur þann 23. mars, eins og ár hvert, en fyrir 62 árum var formfest samvinna milli allra Norðurlandanna með Helsinki sáttmálanum. Ýmsir viðburðir og fundir marka tímamótin og við munum fjalla betur um það í næsta föstudagspósti.
Alþjóðadagur vatns fór fram þann 22. mars. Af því tilefni greindi starfsfólk sendiráðs okkar í Úganda frá verkefnum á sviði vatns- og hreinlætisaðstæðna í samstarfshéruðum okkar í landinu.
Water & sanitation are at the core of sustainable development, critical to the survival of people & our planet. That is why WASH is a key priority in our development cooperation in 🇺🇬, providing thousands of people with access to clean water over the years. #WorldWaterDay2024 pic.twitter.com/v44UvhJTiH
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) March 22, 2024
Meðal annars í samvinnu við UNICEF.
🇮🇸 is proud to have provided funding to @UNICEFUganda for WASH activities at schools and health centres in West Nile, servicing refugee populations and host communities for the past 4 years. Over 50,000 have benefitted from the programme so far. @IcelandDevCoop @MFAIceland https://t.co/o9WErZBKeS
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) March 13, 2024
Þjóðminjasafn Íslands tók þátt í Historiske Dage i Øksnehallen. Starfsfólk sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn greindi frá.
Í sendiráðið í Kaupmannahöfn kom einnig flottur hópur nemenda úr máladeild Menntaskólans í Reykjavík. Stefanía Kristín Bjarnadóttir og Sigurlína Andrésdóttir kynntu hlutverk utanríkisþjónustunnar og sendiráðsins fyrir hópnum.
Sendiherra Íslands, í samvinnu við Dansk-islandsk samfund bauð til tónleika í embættisbústaðnum. Hin hæfileikaríka söngkona Karin Thorbjörnsdóttir söng við undirleik Steen Lindholm, formanns Dansk-Islandsk samfund og fluttu þau bæði íslenskar og danskar tónlistarperlur.
Teymi fjölmiðlamanna frá Íslandi heimsótti sendiráð Íslands í Lilongwe og fékk höfðinglegar móttökur starfsfólk sendiráðs okkar þar í landi sem leiddi þau á vettvang ýmissa verkefna sem sendiráðið og íslensk stjórnvöld hafa fjármagnað og komið að í samstarfshéruðum okkar í landinu.
Í fjölmiðlaumfjöllun um fæðingardeild sem var opnuð í Mangochi héraði fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda kom fram að dauði kvenna í fæðingu hefði minnkað um 53% og ungbarnadauði um 32%. Við mælum með að þessi staðreynd sé lesin tvisvar.
Í tilefni af alþjóðadegi vatns greindi sendiráðsstarfsfólk okkar í Lilongwe frá annarri sturlaðri staðreynd, en yfir 400.000 manns hafa nú aðgang að hreinu vatni í gegnum verkefni styrkt af íslenskum stjórnvöldum. Það eru fleiri en allir Íslendingar samanlagt.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í London óskaði aðstandendum íslensku heimildarmyndarinnar Heimaleikurinn innilega til hamingju með velgengnina en myndin vann áhorfendaverðlaunin á Kvikmyndahátíð Glasgow.
Jóhanna Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í London tók á móti Kvennakórnum Ljósbrot undir stjórn Keith Reed í sendiráðinu. Kórinn mun syngja með íslenska kórnum í London í páskamessu safnaðarins í sænsku kirkjunni næstkomandi sunnudag.
Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada hitti fulltrúa Alberta fylkis og ræddi við hann um mögulegt samstarf Íslands og Alberta á ýmsum sviðum.
Kvikmyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson var sýnd fyrir fullum sal í Ottawa og vakti mikla lukku. Starfsfólk sendiráðs okkar í Kanada var á staðbum og greindi frá.
Sendiráð Íslands í Osló í samstarfi við Íslandsstofu, Icelandair og Bæjarins Beztu bauð lykilaðilum úr norska ferðaiðnaðinum til Íslandskvölds í embættisbústaðnum.
Sendiherra Íslands í Noregi Högni Kristjánsson og Ásgerður Magnúsdóttir eiginkona hans heimsóttu Þrándheim í síðastliðinni viku.
Meðal þess sem þau gerðu í Þrándheimi var að fylgjast með forkeppni matreiðslumanna í hinni ópinberu heimsmeistarkeppni kokka, Bocuse d’Or þar sem frábær frammistaða íslenska liðsins skilaði þeim áttunda sæti.
Sendiráð Íslands í París óskaði kvikmyndagerðarkonunni Birnu Ketilsdóttur Schram til hamingju með að hafa hlotið í ár Verðalun Sólveigar Anspach fyrir stuttmynd sína Allt um kring. Myndin tók nýverið þátt í alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Clermon-Ferrand í Frakklandi. Þátttakan var studd af sendiráði Íslands í París.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi var þátttakandi í podcasti með þann einbeitta og göfuga ásetning að laða franska fjárfesta til Íslands.
Dagana 12. til 15. mars fór stærsta alþjóðlega fjárfestingastefna heims, MIPIM 2024, fram í Cannes í Frakklandi. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra tók virkan þátt í ráðstefnunni í samstarfi við Íslandsstofu og flutti meðal ananrs opnunarávarp á sérstöku Íslandssvæði þar sem kynnt voru uppbyggingaráform í landi Keldna í Reykjavík, tækifæri fyrir hringrásariðnað á Grundartanga og Aldin Biodome í Elliðaárdal.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt einnig ávarp við frumsýningu heimildarmyndarinnar "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" eftir Marie Arnaud og Jacques Debs. Heimildarmyndin fjallar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum, tileinkað Þorláki helga og skráð á latínu af íslenskum munkum. Fumsýningin var í samstarfi við sendiráðið. Heimildarmyndin verður sýnd á næstu dögum í franska ríkissjónvarpinu.
Sendiráð Íslands í Stokkhólmi auglýsti komu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta til Svíþjóðar í maí.
Og mælti jafnframt með tónleikum tónlistarkonunnar Stínu Ágústsdóttur sem kemur fram í borginni um þessa helgi.
Japönum býðst að læra íslensku frá miðjum apríl. Starfsfólk sendiráðs okkar í Tókýó vekur athygli á námskeiði DILA málaskólans.
Sendiráð Íslands í Tókýó minntist þess að 13 ár eru liðin frá jarðskjálftanum og flóðbylgjunni 2011 þar sem fjöldi fólks missti heimili sín og margir týndu lífinu.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan heimsótti Kyoto og sótti þar vorsýningu hins 550 ára gamla Ikonobo skóla sem ræðismaður okkar á svæðinu Yuki Ikenobo rekur.
Þá hitti hann einnig sendinefnd sem heldur brátt í leiðangur til Íslands til að læra um kynjajafnrétti hér.
Met with Miyazaki Association for #GenderEquality. They're embarking on a fact-finding mission to #Iceland to study gender equality. Their objectives; i.a. learning from others & propose measures for progress. Excited to support their journey towards a more equitable society! pic.twitter.com/nZ1caBunKQ
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 12, 2024
Sendiráð Íslands í Tókýó stóð enn fremur fyrir fyrirlestri þar sem Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands hélt erindi um falsfréttir og þróun fjölmiðla með gestum meðal annars frá stærstu fjölmiðlum Japans.
Hjá sendiráði Íslands í Varsjá var þess minnst að í ár eru 100 ár líðin frá því að viðskiptasamband komst á milli Íslands og Póllands. Af því tilefni kynnir sendiráðið á sínum samfélagsmiðlum íslensk fyrirtæki sem hafa starfsemi í Póllandi.
Sendiráðsstarfsfólk okkar í Póllandi óskaði Pólverjum til hamingju með daginn í tilefni þess að 25 áru eru liðin frá því að Pólland fékk inngöngu í NATO.
Norrænar sögur og goðsagnir lifa góðu lífi í Póllandi.
Og nú styttist í viðburð sem haldinn verður í samstarfi Varsjársafnsins og Þjóðminjasafns Íslands þar sem áhersla verður á ljósmyndir. Viðburðurinn ber ljóðræna og fallega yfirskrift: "The youth of our age is beautiful. Photo albums 1850-1950" og fer fram frá 8 - 9 apríl.
Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Póllandi fékk tækifæri til að virða fyrir sér eintak af Landnámu í safninu Muzeum Hutnictwa.
Starfsfólk sendiráðs okkar í Varsjá mælir með skýrslu um reynslu Urszula Jabłońska af því að brjóta þögnina um kynferðisofbeldi.
Hannes Heimisson sendiherra hélt fyrirlestur fyrir nemendur í Uniwersytet Śląski w Katowicach.
Í hinu langdregna ferli að Svíþjóð yrði meðlimur Atlantshafsbandalagsins er eitt móment sem allir bíða eftir, það er þegar fáni þjóðar er dreginn að hún við aðalbyggingu bandalagsins. Sú hátíðlega stund átti sér lok stað í síðustu viku og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu birti af því fallegar myndir.
Today the Swedish flag was raised at NATO HQ. We warmly welcome our Nordic neighbour as the 32nd NATO Ally. pic.twitter.com/wt7ZsPnB0m
— Iceland at NATO 🇮🇸 (@IcelandNATO) March 11, 2024
Þá verður þessi tvöfaldi póstur ekki lengri að sinni.
Við óskum góðrar helgar og góðrar dymbilviku,
Upplýsingadeild.