Föstudagspóstur á mánudegi, 22. apríl 2024
Heil og sæl.
Við hefjum þessa vikulegu yfirferð í Keflavík þar sem vika Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hófst. Þar tók ráðherra á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, sem var í stuttu stoppi á leið sinni til Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann fór yfir stöðuna á vígvellinum í Úkraínu, sem hefur farið ört versnandi að undanförnu og notaði utanríkisráðherra tækifærið til að undirstrika staðfastan stuðning Íslands
Ráðherra hélt vestur um haf síðar í vikunni og sótti m.a. ársfund Alþjóðabankans í Washington. Ísland leiðir þátttöku kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í þróunarnefnd bankans á árinu 2024.
Ráðherra hafði í nógu að snúast í Washington. Þórdís Kolbrún hitti Kurt Campbell, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu sem fór fram á föstudag. Tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, stuðningur við Úkraínu og málefni Miðausturlanda bar hæst á fundinum, sem og málefni norðurslóða og leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Washington í sumar. Samskipti við Kína voru sömuleiðis til umræðu.
Thank you for the fruitful and timely meeting dear Kurt, and your very kind words. Iceland-US ties have never been stronger and more important. We’ll continue our work and I hope to see you in Iceland soon 🇺🇸🇮🇸 https://t.co/5J7x6n6HqG
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) April 19, 2024
Eins og við var að búast hafði okkar fólk í Washington í nógu að snúast vegna heimsóknar ráðherra.
Þórdís Kolbrún fundaði með fulltrúum hugveitunnar Hudson Institute þar sem umræður snerust meðal annars um Úkraínaumál, bandarísk stjórnmál og leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Washington í sumar.
We were honored to host Minister for Foreign Affairs @thordiskolbrun and Ambassador @BEllertsdottir to discuss the deepening partnership between the US and Iceland. 🇺🇸🤝🇮🇸 pic.twitter.com/DlThQPnvk5
— Hudson Institute (@HudsonInstitute) April 17, 2024
Þá átti ráðherra fund með öldungadeildarþingkonunni Deb Fisher þar öryggis- og varnarmál og tvíhliða samband Íslands og Bandaríkjanna var ofarlega á baugi.
This morning Foreign Minister @thordiskolbrun met with Senator @SenatorFischer to discuss key topics; security & defense and 🇺🇸🇮🇸 bilateral relationship. pic.twitter.com/Tc5jFJq4LF
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) April 17, 2024
Þórdís Kolbrún var sömuleiðis sérstakur gestur í móttöku hjá sendiráði Úkraínu þar sem hún hitti meðal annars Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu aftur, Samantha Power yfirmann USAID og Penny Pritzker, sérlegan sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar vegna endurreisnar Úkraínu.
Minister for Foreign Affairs @thordiskolbrun was pleased to be able to attend an event at #UkraineHouse organised by @UKRintheUSA involving 🇺🇦PM @Denys_Shmyhal, @SpecRepUkraine Penny Pritzker, @PowerUSAID & more. Thank you @OMarkarova. #SlavaUkraini pic.twitter.com/0HneS1AsKd
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) April 17, 2024
Ráðherra átti einnig fund með þingmönnum úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings á vegum Iceland Caucus þar sem stuðningur við Úkraínu og tvílhiða samband Íslands og Bandaríkjanna var meðal umræðuefna. Til fundarins mættu þingmennirnir Chellie Pingree, Greg Murphy sem veita Iceland caucus forrystu, ásamt Ralph Norman, Doug Lamborn, Rick Larsen, Rob Wittman og John Garamendi.
US-Iceland relationship & developments in Ukraine topped the agenda when Minister @thordiskolbrun met with House of Representatives #IcelandCaucus. Many thanks to co-chairs @chelliepingree & @RepGregMurphy, as well as @RepDLamborn, @RepRickLarsen, @RobWittman & @RepGaramendi 🇮🇸🇺🇸 pic.twitter.com/0Czpc7Nmrb
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) April 18, 2024
Þá endum við þessa yfirferð um Bandaríkin með heimsókn Bergdísar Ellertsdóttur sendiherra Íslands í Bandaríkjunum til Alaska þar sem hún tók þátt í norðurslóðráðstefnunni Arctic Encounter á dögunum.
Forseti Íslands, ásamt Elizu Reid og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Edinborg í vikunni. Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sturla Sigurjónsson fylgdi sendinefndinni til Skotlands.
Í Fuglafirði í Færeyjum var haldin alþjóðleg prjónahelgi. Íslenskir prjónasnillingar sóttu að sjálfsögðu viðburðinn og báru honum vel söguna.
Forkeppni Creative Business Cup var haldin í fyrsta skipti á Íslandi fyrir rúmri viku síðan og bar sprotafyrirtækið Knittable sigur úr býtum. Forkeppnin var haldin á vegum KLAK - Icelandic Startups og Íslandsstofu. Nanna Einarsdóttir, stofnandi Knittable mun keppa í lokakeppni Creative Business Cup sem haldin verður í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Sendiráðsstarfsfólk okkar í Kaupmannahöfn óskar Nönnu Einarsdóttur til hamingju með sigurinn.
Í Osló vakti starfsfólk sendiráðs okkar í borginni athygli á sýingu á verkum íslenska listamannsins Hauks Halldórssonar í sýningarsal Street Art Norge á Vulkan í Osló.
Og minnti á hlutverk sendiskrifstofa okkar sem er að aðstoða íslenska ríkisborgara erlendis við að taka þátt í kosningum hér heima.
Það gerði starfsfólk sendiráðs okkar í Tókýó einnig.
Íslendingar og Norðmenn fluttu tónlistarperlur, nýjar og gamlar, á tónleikum í Sandvika um miðja vikuna.
Starfshópur á vegum umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytisins heimsótti Osló í vikunni til að funda með norskum hagsmunaaðilum, stjórnvöldum, fræðimönnum og lykilfyrirtækjum um vernd og orkunýtingu landsvæða. Starfsfólk sendiráðs Íslands í Osló var hópunum innan handar við skipulagningu funda sem meðal annars voru haldnir í húsakynnum sendiráðsins.
Sendiherra Íslands í Noregi Högni Kristjánsson tók þátt í One Ocean Summit ásamt ræðismanni Íslands í Bergen, Kim Lingjærde, og fjölda annarra. Forsætisráðherra Noregs Jonas Gahr Störe hélt opnunarávarp en þá tóku einnig þátt sjávarútvegsráðherra Cecilie Myrseth ásamt lykilaðilum í sjávarútvegi og haftengdum iðnaði, erlendum sendiherrum og öðrum hagsmunaaðilum.
Í vikunni hefst niðurtalningin fyrir Osaka Expo 2025 fyrir alvöru því eitt ár er þangað til Norðurlöndin leiða saman hesta sína í sameiginlegum norrænum bás á hátíðinni.
Íslenska „pulsan“ heldur áfram að bera hróður Íslands og Íslendinga um víða veröld. Nú geta gestir og gangandi í Tókýó gætt sér á herlegheitunum.
Okkar fólk í New York tók svo þátt í sjálfbærniviku Sameinuðu þjóðanna.
Final day of the UN #SustainabilityWeek with a discussion on #SDG7. 🇮🇸PR @jvaltysson highlighted gender, financing & capacity building for sustainable energy👉 https://t.co/L8MpddJpju
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) April 19, 2024
Also, many thanks to @SLOtoUN for an excellent delivery on behalf of the GreenGroup 🇨🇻🇨🇷🇮🇸🇸🇬🇸🇮🇦🇪 pic.twitter.com/uiuNlzI2SX
Menningartengsl Íslendinga við Þýskaland ná langt aftur og má segja að þau hafi verið í stanslausum blóma frá því stuttu eftir fall Berlínarmúrsins. Axel Flóvent hóf Þýskalandstúr með tónlist sína á miðvikudag og mun halda tónleika víða um landið það sem eftir lifir mánaðar.
Við sögðum frá því í síðasta pósti að Íslendingar sem tengjast með einum eða öðrum hætti jazz-senunni á Íslandi heiðruðu Bremen með nærveru sinni og tóku þar þátt í hátíðinni Jazzahead. Þátttakan var í þremur orðum sagt ákaflega vel heppnuð.
Sendiherra Íslands í Póllandi, Hannes Heimisson hélt ásamt starfsmanni sendiráðsins Emiliönu Konopka kynningu um Ísland fyrir pólsk skólabörn sem reyndust vera ansi fróð um landið.
Þá hélt sendiherra einnig erindi í sagnfræðideild Nicholas Copernicus Háskóla í Torun þar sem um þessar mundir fara fram norrænir dagar.
Í upphafi vikunnar var opnuð sýning í Kraká þar sem íslenskir nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands sýndu verk sín ásamt nemendum úr Akademia Sztuk Pięknych sem starfsræktur er þar í borg.
Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Kína átti fund með alþjóðaskrifstofu kínverska kommúnistaflokksins vegna væntanlegrar háttsettrar heimsóknar til Íslands.
Allways a pleasure to meet Mr Zhou Rongguo Director General, International Department of CPC, and discuss the bilateral relations of 🇮🇸 and 🇨🇳 and upcoming high level visits. @MFAIceland @HeRulong
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) April 18, 2024
Þórir tók jafnframt þátt í fundi UNICEF í Kína um árangur og framtíðaráherslur starfseminnar þar. Ísland situr í framkvæmdastjórn UNICEF og tók
#Iceland 🇮🇸 is a member of the #UNICEF Executive Board in 2024 and UNICEF is one of the priority multilateral development organisations with which Iceland has a framework agreement. I thank @UNICEFChina for the annual briefing on its important work and future key priorities. pic.twitter.com/fSxqVf1xrD
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) April 19, 2024
Alvarleg staða mannúðarmála í Súdan var meginefni alþjóðlegrar framlagaráðstefnu sem fór fram í París í vikunni. Það var ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Martin Eyjólfsson sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd og tilkynnti um aukin framlög til mannúðarmála í landinu.
Permanent Secretary of State @martineyjolfs participated in the #SudanConference in Paris, hosted by France, Germany and the EU. Iceland pledged 140m ISK over the next two years in support of humanitarian relief efforts in #Sudan, through @UNOCHA & @WFP https://t.co/yv3S6x0eje pic.twitter.com/j90xYBf3jq
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) April 16, 2024
Fótbolti verður á allra vörum í tveimur samstarfshéruðum Íslands í Malaví, Nkhotakota og Mangochi, á næstu misserum þar sem félagið Ascent Soccer mun, með stuðningi íslenskra stjórnvalda, halda fótboltamót fyrir stráka og stelpur á næstunni. Starfsfólk okkar í sendiráði Íslands í Lilongwe verður spennt á hliðarlínunni í undirbúningnum og vafalaust á mótunum sjálfum.
Að lokum segjum við frá miðannaúttekt sem kynnt var í síðustu viku á verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Úttektir eru snar þáttur í eftirfylgni og árangursmælingum á þeim verkefnum sem Ísland leggur til fé í þróunarsamvinnu. Miðannaúttektin á verkefninu, sem styður við HIV smitaða, alnæmissjúka, aðstandendur þeirra og eftirlifendur í dreifbýli Úganda, sýndi glöggt að verkefnið hefur gefið góða raun, staða heimila sem verkefnið náði til batnaði og einnig fundust merki um að efnahagsleg valdefling hafi skilað tilætluðum árangri.
Fleira var það ekki í bili. Við tökum upp þráðinn að nýju á föstudag.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.