Föstudagspóstur 24. maí 2024
Heil og sæl,
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var stödd hér á landi í vikunni eftir annasama daga og heilmikil ferðalög undanfarið eins og fjallað var um í síðasta föstudagspósti. Verkefnin eru samt engu færri hvort sem þeim er sinnt hér heima eða utan landsteinanna.
Á símafundi með Dimitro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu ítrekaði hún langtímastuðning Íslands.
Always good to speak with my friend @DmytroKuleba. Iceland is committed in supporting Ukraine for the long term. We will continue to find meaningful ways to manifest our support both bilaterally and with friends and allies. Hope to see you in Kyiv soon. https://t.co/uOYYD4a2Ww pic.twitter.com/KNYF8OCFs0
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) May 21, 2024
Á samstöðudegi með Belarús ítrekaði ráðherra jafnframt stuðning Íslands við lýðræðisöflin í landinu en í forsetatíð núverandi forseta hafa þúsundir verið handtekin fyrir að tjá skoðun sína á stjórnvöldum opinberlega.
The people of Belarus deserve a free and democratic future. They are entitled to the human rights that Lukashenka's regime denies them.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) May 21, 2024
We express solidarity with the almost 1400 brave political prisoners in #Belarus and the many more who have suffered for their political views.
Nú standa utankjörfundaratkvæðagreiðslur sem hæst og starfsfólk sendiráða okkar, ásamt víðfeðmu neti ræðismanna, sinna því af kappi. Fréttir bárust af misbrestum við framkvæmd kosninganna á Tenefrife sem fljótt var gengið í að laga. Á öllum öðrum stöðum sem Íslendingum býðst að kjósa erlendis, um 230 talsins, hafa kosningarnar gengið snurðulaust fyrir sig.
Af öllum sendiskrifstofum var sennilega mest umleikis hjá sendiráði Íslands í Lilongwe en þar á bæ tók fólk á móti Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra sem kom þangað í opinbera heimsókn, þá fyrstu sem forsætisráðherra Íslands fer í til landsins. Ferðin var farin af tilefni 35 ára afmælis þróunarsamstarfs ríkjanna. Heimsóknin heppnaðist vel í alla staði en henni lauk í dag.
Óhætt er að segja að starfsfólk sendiráðs okkar í Malaví hafi staðið í ströngu við undirbúning heimsóknarinnar.
Sendiherra Íslands í Svíþjóð Bryndís Kjartansdóttir bauð gestum listakaupstefnunnar Market Art Fair til móttöku í sendiráðsbústaðnum. Verk eftir íslenska listamenn voru til sýnis í móttökunni, íslenskt góðgæti á boðstólunum og Bjartar Sveiflur sáu um tónlistina.
Í sendiráði Íslands í Berlín rifjuðu menn upp þátttöku Íslands í Classical:NEXT alþjóðlega tónlistartengslanetinu.
Og þátttöku Íslands í Superbooth 2024.
Boðið var upp á leiðsögn um sýninguna CROMATIC eftir listakonuna Önnu Rún Tryggvadóttur í umsjón Guðnýjar Guðmundsdóttur fyrir fagfólk í bransanum en sýningin, sem vakið hefur heilmikla lukku, stendur uppi í sendiráðsbústaðnum í Berlín til júníloka.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fór í opinbera heimsókn til Eistlands og Finnlands í vikunni. Í Helsinki átti hann fund með Alexander Stubb, forseta Finnlands og tók við heiðursdoktorsnafnbót í háskólanum í Oulu.
Í Eistlandi hitti hann forseta Eistlands Alars Karis og sat alþjóðaráðstefnu um öryggismál. Þar tók hann þátt í pallborði ásamt forsætisráðherra Eistlands Kaja Kallas og fleirum þar sem sjónum var einkum beint að innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðum í Evrópu.
Það var ekki bara forsetinn sem heimsótti Finnland í vikunni heldur einnig starfsfólk Þjóðarbókhlöðunnar. Tilefni ferðarinnar var að kynna sér starfsemi bókasafna í Finnlandi og í leiðinni kíktu þau við í sendiráðsbústaðnum, fengu kynningu á starfsemi sendiráðsins og leiðsögn um sýninguna Sunup eftir listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga í Gallerie Käytävä.
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Helsinki tók þátt í norrænum degi á eyjunni fögru Sveaborg.
Þá bauð sendiherra Íslands í Finnlandi Harald Aspelund til sín áhrifavöldum á samfélagsmiðlum auk fjölmiðlafólks þar sem hann hélt kynningu á sögu og tækni íslenska snyrtivörufyrirtækisins Bioeffect. Gestirnir fengu að sjálfsögðu í leiðinni leiðsögn um sýninguna Sunup.
Í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn var kynnt með stolti samstarf Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Íslandsstofu í þátttöku á dönsku hönnunarhátíðinni 3DaysofDesign og öll boðin velkomin.
Þann 16. maí sl. flutti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra fyrirlestur í sendiráði Íslands í London. Sturla Sigurjónsson kynnti ráðherrann fyrir áheyrendum en efni fyrirlestrarins voru samskipti Íslands og Bretlands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Jóhanna Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í London, heimsótti Norður-Írland í vikunni ásamt kollegum frá Norðurlöndunum og Benelux-ríkjunum.
Forseti Alþingis fundaði í Westminster með forsetum beggja deilda breska þingsins og þingmönnum sem tengjast Íslandi. Náin samskipti þjóðanna voru undirstrikuð á fundunum. Jóhanna Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í London, fylgdi sendinefndinni.
Opnun sýningarinnar “IslANDs” eftir listamanninn Guðjón Bjarnason fór fram í Habitat Centre í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Sýningin er haldin í samvinnu við safnstjóra Visual Arts Gallery Dr. Alke Pande, Habitat Centre og sendiráð Íslands í Nýju Delí.
Sendiherra Íslands í Kanada Hlynur Guðjónsson sótti ráðstefnuna Global Sustainable Islands þar sem hann tók þátt í pallborði Norrænu ráðherranefndarinnar ásamt framkvæmdastjóra hennar Kristina Háfoss.
Sólin lék við Norðmenn á hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardagsins þann 17. maí sl. Sendiherra Íslands í Noregi Högni Kristjánsson, ásamt starfsfólki sendiráðs Íslands í Osló tók að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldunum.
Það líður sjaldnast föstudagur í Osló án þess að eitthvað skemmtilegt gerist í menningarlífinu sem tengist Íslandi á einhvern hátt. Í kvöld eru það tónleikar með Ásgeiri Trausta.
Opnun sýningar myndlistarmannsins Birgis Brei fór fram í París í gær. Þetta er þriðja sýning Birgis í Frakklandi en sú fyrsta í París. Unnur Orradóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi var viðstödd opnunina.
Sendiráð Íslands í Japan fer með meðal annars með fyrirsvar gagnvart Suður Kóreu. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan afhenti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol trúnaðarbréf sitt í vikunni.
Honored to present my credentials to H.E. President Yoon Suk Yeol as the Ambassador of #Iceland to Republic of Korea. Looking forward to strengthening our nations' bonds and exploring new avenues of cooperation. 🇮🇸🇰🇷#Diplomacy #IcelandKorea pic.twitter.com/P5OxDaPvHJ
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) May 22, 2024
Safnanótt fór fram í Varsjá um síðastliðna helgi. Sendiráð Íslands í borginni opnaði dyrnar fyrir skráðum gestum í skipulagðri dagskrá af því tilefni. Um 120 gestir heimsóttu sendiráðið.
Í kvöld gefst fólki færi á að hitta rithöfundinn Agnesi Ársól í sendiráði Íslands í Varsjá. Agnesm hefur tekist á hendur það verkefni að þýða íslenskar, færeyskar og norskar þjóðsögur yfir á pólsku.
Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum Bergdís Ellertsdóttir tók þátt í vel heppnaðri dagsrá Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins sem stóð fyrir heimsókn til Seattle ásamt Íslandsstofu.
A successful visit by the American-Icelandic Chamber of Commerce to Seattle coming to an end. Grateful to Amís & @Islandsstofa for all. Thrilled to meet our Hon. Consul @MichaelGraubard and Heather at the reception genorously hosted by Ása & Jon Gustafsson (American Seafood). 🙏🏼 pic.twitter.com/dbxBeuerJs
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) May 24, 2024
Fleira var það ekki að sinni.
Við óskum ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild.