Föstudagspóstur 14. júní 2024
Heil og sæl,
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar með yfirliti um helstu störf utanríkisþjónustunnar í vikunni.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti í dag föstudag fund utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins sem fram fór í Porvoo í Finnlandi. Viðbrögð við fjölþáttaógnum, viðnámsþol samfélaga og málefni Úkraínu voru ofarlega á baugi á fundinum.
Í heimsókninnni hitti hún meðal annars utanríkisráðherra Póllands og ræddu þau sterkt samband Íslands og Póllands.
Excellent meeting with Poland's FM @sikorskiradek where I had the chance to reflect on Iceland's and Poland's strong relations. Poland is among our most important partners in Europe, not least regarding trade and security. Poles are also the largest group of immigrants in Iceland… pic.twitter.com/i1aCFuRP4q
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) June 14, 2024
Aðalfundur Þróunarbanka Evrópuráðsins var haldinn á Íslandi í síðustu viku. Í tengslum við hann hitti utanríkisráðherra Bjørn Berge, aðstoðarframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, og ræddu þau ýmis málefni.
Utanríkisráðherra átti einnig góðan símafund með Bill Blair, varnarmálaráðherra Kanada í vikunni. Aukið samstarf Íslands og Kanada í öryggis- og varnarmálum og þróun öryggismála á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi var til umræðu.A pleasure to meet with FM Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir here in Reykjavik 🇮🇸, a friend of the @coe and former President of the Committee of Ministers. We discussed the follow-up to the @coe Summit, the Register of Damage for 🇺🇦, a possible international compensation… pic.twitter.com/Noky94LkpD
— Bjørn Berge (@DSGBjornBerge) June 7, 2024
Had important and informative discussions with @BillBlair today on the excellent and growing cooperation between Canada and Iceland on security and defence. pic.twitter.com/xd70Wh7PsJ
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) June 11, 2024
Í dag föstudag lauk reglubundinni úttekt á viðskiptastefnu Íslands á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fór fyrir sendinefnd Íslands.
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á öryggismál voru til umræðu á fyrsta fundi sendiherra og sérstakra erindreka í loftslagsmálum hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Hörpu í vikunni.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sótti ráðstefnu um mannúðarástandið á Gaza sem haldin var í Jórdaníu. Staða mannúðarmála, nauðsyn aukinnar mannúðaraðstoðar og fyrstu skref að enduruppbyggingu Gaza voru rædd.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tók þátt á uppbyggingarráðstefnu fyrir Úkraínu, sem haldin var í Berlín 11.-12. júní. Meðal þátttakenda var Volodymir Zelensky forseti Úkraínu og Olaf Scholz kanslari Þýskalands, auk mikils fjölda ráðherra, þingmanna og fulltrúa fyrirtækja víðs vegar að. Ráðuneytisstjóri undirstrikaði áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu í samræmi við nýlega samþykkra þingsályktun og samkomulag ríkjanna um öryggissamstarf. Orkuinnviðir Úkraínu sæta linnulitlum loftárásum Rússlands og því mikil þörf bæði á enduruppbygginu þeirra en ekki síður loftvarnarkerfum til að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra til að byrja með.
Staatssekretär Martin Eyjólfsson bekräftigte Islands Unterstützung für die Ukraine an der #URC24 in Berlin. Schwerpunkte auf humanitäre Unterstützung, Wiederaufbau von Infrastruktur, sowie im militärischen Bereich.
— Island in Deutschland 🇮🇸 (@IcelandinBerlin) June 13, 2024
Island steht in Solidarität mit der Ukraine und ihrer Bevölkerung https://t.co/c8VneTMVPm
Og þá að sendiskrifstofunum okkar:
Sendiráð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, ásamt Úkraínu, héldu í vikunni sameiginlega þjóðhátíðarmóttöku í Prag. Er þetta í annað sinn að sendiráð Íslands í Berlín, sem er með fyrirsvar gagnvart Tékklandi, tekur þátt í móttökunni og flutti María Erla Marelsdóttir sendiherra Íslands í Berlín hluta sameiginlegs ávarps ríkjanna.
Nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar héldu tónleika í Berlín um helgina og heimsóttu sendiráð Íslands í Berlín.
Orkufulltrúar ESB og EFTA fóru í tengiliðaferð til Belgíu og kynntu sér meðal annars starfsemi Antwerpen-Brugge hafnarinnar og heimsóttu EQUANS þar sem verið er að byggja vindorkupall. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, fulltrúi umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins í Brussel tók þátt fyrir Íslands hönd.
Sendiherra Íslands gagnvart Finnlandi, Harald Aspelund, hélt ásamt Dr. Ásthildi Jónsdóttur kveðjuviðburð fyrir sendiherra Litháen, Giedrius Kazakevičius og eiginkonu hans Díönu Kazakevičienè.
Fulltrúar frá Íslandi, Finnlandi, Eistlandi, Danmörku, Þýskalandi, Lettlandi, Noregi, Póllandi og Svíþjóð hittust í Helsinki á mánudag. Þar var samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja rætt.
Fulltrúar sendiráðs Íslands í Kampala heimsóttu Karamoja í norðvestur Úganda til þess að fylgjast með árangrinum af samtstarfi Íslands og World Food Programme. Nánar má lesa um verkefnið, sem þegar er farið að skila árangri, í ítarlegri frétt á vef Stjórnarráðsins.
Fulltrúar sendiráðisins heimsóttu einnig Buikwe hérað þar sem á að byggja sjö vatnskerfi með stuðningi Íslands.
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands gagnvart Danmörku, tók á móti Kvennakór Ísafjarðar og Kvennakórnum Eyju, íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn, ásamt kórstjórum, í sendiherrabústað.
Þrjár íslenskar hönunarsýningar voru opnaðar í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn á þriðjudag í tengslum við hönnunarhátíðina 3daysofDesign og mikill fjöldi heimsótti sendiráðið.
Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiskrifstofu Íslands í Malaví, heimsótti kynjajafnréttisráðuneyti Malawi til að hefja verkefnið "Liu La Amayi Mu Ndale" sem miðar að því að ryðja braut fyrir þátttöku kvenna í stjórnmálum. Verkefnið er stutt af íslenskum stjórnvöldum.
Jóhanna Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands gagnvart Bretlandi, mætti á Wembley ásamt eiginmanni sínum og syni, til að fylgjast með vináttuleik Íslands og Englands þar sem Ísland bar sigur úr bítum!
Guðni Bragason, sendiherra í Nýju-Delí, hélt morgunverðarfund með fyrrverandi nemendum úr Jafnréttisskólanum á Íslandi í Kathamandu í Nepal.
Á menningarnótt í Þórshöfn 7. júní var opið hús og tónleikar í aðalræðisskrifstofu Íslands í Færeyjum. Um 130 gestir nutu ljósmyndasýningar, tónlistar og veitinga.
Sendiráð Íslands í Washington D.C. ásamt öðrum sendiráðum Norðurlandanna tók þátt í gleðigöngu borgarinnar yfir helgina. Þau hlakka strax til næsta árs.
Við ljúkum póstinum að þessu sinni í New York, hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Á dögunum fór fram kosning í öryggisráðið þar sem frændur okkar Danir fengu góða kosningu ásamt Grikklandi, Pakistan, Panama og Sómalíu.
Congratulations to 🇩🇰🇬🇷🇵🇰🇵🇦🇸🇴 on their election to the #UNSC 2025-2026.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 6, 2024
Particularly delighted for @Denmark_UN which will be a strong #Nordic voice on the Council. pic.twitter.com/OSP3FqnVIV
Nýr forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var kosinn og að sjálfsögðu óskað til hamingju af meðlimum fastanefndar sem hétu honum jafnframt hollustu sína.
Elected by acclamation to preside over #UNGA79. Congratulations @UN_PGA-elect H.E. Philemon Yang of Cameroon 🇨🇲 and Chairs of the six main committees - elected in full gender parity 👏👏
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 6, 2024
You'll have full support of #Iceland 🇮🇸 in your important tasks in the upcoming session. pic.twitter.com/i3Ob8Cj6xh
Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum Jörundur Valtýsson hélt ræðu fyrir hönd Norðurlandanna þar sem hann ítrekaði stuðning við hið mikilvæga starf sem Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna innir af hendi.
Today, the #Nordic countries 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 reiterated their full support to #UNDP important work to strengthen #genderequality and women’s empowerment @UNDP Executive Board Annual Session 👉 https://t.co/lh5rrmC3Bb pic.twitter.com/51Clg9zi1U
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 7, 2024
Kosningar eru nær daglegt brauð í þessari stærstu og merkilegustu alþjóðastofnun sem við tilheyrum. Starfsfólk fastanefndar óskaði þeim ellefu þjóðum sem verða næstu kyndilberar Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna til hamingju með kosninguna og velfarnaðar í þessu mikilvæga verkefni, með góðum óskum um að bæklingafarganið sem fylgir kosningabaráttunni verði endurunnið.
#Iceland congratulates the 1⃣1⃣ individuals from 🇳🇵🇦🇩🇳🇱🇧🇧🇨🇭🇱🇧🇴🇲🇨🇱🇰🇿🇨🇳🇦🇺 elected to #CEDAW @UN today. Good luck with your important mandate defending #womensrights and #genderequality.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 7, 2024
PS. Hopefully all these campaign brochures will get ♻️! pic.twitter.com/63mztPCwCx
Samningur um réttindi fatlaðs fólks verður í góðum höndum nýkjörinna fulltrúa sem starfsfólk fastanefndar Íslands sendir að sjálfsögðu góðar kveðjur um gott gengi.
#Iceland 🇮🇸 congratulates the9⃣newly elected independent members of the #CRPD committee, nominated by 🇯🇵🇩🇴🇲🇳🇺🇾🇧🇷🇳🇬🇲🇦🇯🇲🇪🇺.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 11, 2024
Good luck with your important mandate! #COSP17 #DisabilityRights pic.twitter.com/8iuWPzy4Pi
Guðmundur Ingi Guðbandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra ávarpaði ráðstefnuna um samninginn.
In his speech at #COSP17 🇮🇸 Minister of Social Affairs and the Labour Market @gu_brandsson outlined the significant progress that has been made in Iceland in the past year. For 📃 and 🎥 of his speech 👉🏻 https://t.co/8TAPOJRgMd#UNCRPD #disabilityrights #disabilityinclusion pic.twitter.com/IW18G6JfAL
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 11, 2024
Málefni hafsins varða okkur Íslendinga miklu enda eigum við tilvist okkar undir heilbrigði þess og gjöfum. Fulltrúi Íslands var í Costa Rica á dögunum til að deila reynslu Íslands og læra af öðrum þjóðum.
Happy #WorldOceanDay 🌊🐟☀️
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 9, 2024
#Iceland🇮🇸 honoured to be represented at #ImmersedInChange for the Ocean in magnificent #CostaRica🇨🇷. The conference has been a boost of inspiration and an important milestone on the way to the Nice #UNOcean Conference 2025. 🐙🐠🐡 pic.twitter.com/mhFglGSIlF
Fleira var það ekki að sinni.
Við óskum ykkur gleðilegrar lýðveldishátíðar á mánudag og góðrar helgar fram að því.
Upplýsingadeild