Föstudagspóstur 25. október 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands hittust í tengslum við Hringborð norðurslóða í síðustu viku. Í kjölfarið fór fram samráðsfundur Íslands og Færeyja.
🇫🇴🇬🇱🇮🇸 United by deep ties, the West Nordic Foreign Ministers met on the sidelines of @_Arctic_Circle to discuss shared regional challenges & enhanced cooperation 🤝@thordiskolbrun @GreenlandMFA pic.twitter.com/QH36FFsDgv
— The Government of the Faroe Islands 🇫🇴 (@Tinganes) October 21, 2024
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sótti hátíðarhöld í tilefni af 25 ára afmæli norrænu sendiráðanna í Berlín í vikunni ásamt þjóðhöfðingjum og utanríkisráðherrum Norðurlandanna. Þar flutti forseti Þýskalands hátíðarræðu og sagði meðal annars: „Ég þekki sannarlega ekkert sendiráð sem er opnara og heldur uppi nánara sambandi við almenning.“ Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sótti hátíðarhöldin í fjarveru utanríkisráðherra og okkar fólk í sendiráðinu hafði í nógu að snúast í tengslum við dagskrána.
Nordic colleagues in Berlin with Bundespräsident Steinmeier und First Lady Mrs. Büdenbender 🇩🇪🇮🇸🇸🇪🇳🇴🇫🇮🇩🇰 relations as strong as ever #NOBO25 pic.twitter.com/S7topJ6Vu6
— Auðunn Atlason (@audunnatla) October 24, 2024
Samhliða hátíðarhöldunum var samnorræn myndlistarsýning opnuð í sendiráðunum og ávarpaði Auðunn Atlason sendiherra viðstadda af því tilefni. Sýningin stendur yfir þangað til í janúar á nýju ári.
Norðurlöndin birtu í vikunni yfirlýsingu þar sem áhyggjum var lýst yfir fyrirhugaðri lagasetningu ísraelska þingsins, Knesset, sem kæmi til með að banna starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.
The Nordic countries are deeply concerned by the recent introduction of draft legal bills in the Knesset that, if adopted, would prevent the UNRWA from continuing its operations. The Nordics call for the legal bills to be reconsidered. https://t.co/vVyN9odM3Y
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 22, 2024
Harald Aspelund, sendiherra í Finnlandi, tók þátt í árlegum fundi Uppbyggingarsjóðs EES í Litáen í vikunni en það er eitt af umdæmislöndum sendiráðs Íslands í Helsinki.
Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, fundaði í vikunni með Michael Vindfeldt, borgarstjóra Frederiksberg, í hinu glæsilega ráðhúsi bæjarins. Ræddu þeir meðal annars nýafstaðna opinbera heimsókna forseta Íslands og kvaðst borgarstjórinn hafa glaðst yfir því að forseti Íslands og hans hátign konungurinn hefðu komið til Frederiksberg, í embættisbústað sendiherrans.
Myndlistarsýning Elísabetar Olku, Metamorfose, var opnuð í gær í anddyri sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Verkin á sýningunni sækja innblástur í persónulega upplifun Elísabetar á hvernig landslag og veður hafa tilfinningaleg áhrif. Sýningin var vel sótt bæði af Íslendingum búsettum í Danmörku og fólki úr listalífi Danmerkur. Pétur Ásgeirsson sendiherra ávarpaði samkomuna.
Okkar fólk í Lilongwe greindi frá því að spjaldtölvur, fartölvur og tölvuskjáir hefðu verið afhent hagstofu Malaví í vikunni. Ætlunin er að tækin nýtist í þeirri viðleitni að safna gögnum og fylgjast með þróun kynbundins ofbeldis.
Þá sagði sendiráðið í Lilongwe einnig frá trjáræktarverkefnum í héruðunum Nkhotakota og Mangochi.
Breska flugvélamóðurskipið HMS Prince of Wales tekur þessa dagana þátt í flota- og flughersæfingunni Strike Warrior á Norðursjó. Sturlu Sigurjónssyni sendiherra var boðið að heimsækja skipið á rúmsjó í vikunni og var flogið þangað í þyrlu.
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk gerði upp þátttökuna í Hringborði norðurslóða sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Yfir 700 ræðumenn fluttu erindi á þinginu í rúmlega 250 málstofum og skráðir þátttakendur voru um 2500.
Arctic Expedition Cruise Week á vegum AECO, Association of Arctic Expedition Cruise Operators, fór fram í Osló í vikunni. Viðskiptafulltrúi sendiráðsins, Heba Líf Jónsdóttir, tók þátt fyrir hönd sendiráðsins og sem fulltrúi frá Visit Iceland/Íslandsstofu. Fjöldi íslenskra aðila innan ferðageirans sótti viðburðinn og voru með erindi.
Líbanon, sem er í umdæmi sendiráðsins í París, átti hug starfsmanna sendiskrifstofunnar þessa vikuna. Á mánudag meðflutti Ísland ályktun um Líbanon á vettvangi UNESCO. Um ein og hálf milljón barna og ungmenna hafa misst aðgengi að menntun og var stofnuninni falið að koma á fót neyðaráætlun til að bregðast við því auk þess að vernda menningar- og náttúruminjar og starfsemi fjölmiðlafólks. Í gær tilkynnti Ísland um 100 milljóna kr. viðbótarframlag til mannúðarmála í Líbanon á stórri fjáröflunarráðstefnu í París þar sem tókst að safna alls einum milljarði bandaríkjadala fyrir Líbanon.
Fastanefnd Íslands gagnvart UNESCO hefur verið önnum kafin en haustfundalotu framkvæmdastjórnar UNESCO lauk í vikunni. Ísland leiddi vinnu 40 aðildarríkja vegna ályktunar um aðgang afganskra kvenna og stúlkna að menntun. Þá voru ræddar ályktanir um neyðaraðstoð til Líbanon, Úkraínu og Gaza, nýtt forystuverkefni um friðarfræðslu, gervigreind og hlutverk stofnunarinnar við að sporna gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum í íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá situr Ísland einnig í mannréttindanefnd UNESCO og tekur virkan þátt í umræðum þar.
Kristín Halla Kristinsdóttir, varafastafulltrúi gagnvart UNESCO, flutti ávarp Íslands á opnunarfundi framkvæmdastjórnar.We thank colleagues for constructive discussions at the 220th Executive Board of @UNESCO! Iceland's 🇮🇸 priorities included strong commitment to #genderequality, support to Afghan women & girls, Lebanon, Ukraine & Gaza, climate change & reaching the SDGs
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) October 25, 2024
🔗https://t.co/nBEGyaR96O pic.twitter.com/M6XzZLIwQ8
Incredibly honoured to deliver Iceland's 🇮🇸 plenary speech @UNESCO's 🇺🇳220th Executive Board - and first on the speaker's list! Iceland emphasized:
— Kristín Halla Kristinsdóttir (@KriHalla) October 25, 2024
▶️Empowerment of youth
▶️Gender equality
▶️UNESCO's vital role in conflict areas
▶️Climate action
▶️AI
🔗https://t.co/ZGJouhaDIF pic.twitter.com/1MbUi7YrDJ
Haldið var upp á 20 ára afmæli vinabæjasamstarfs Paimpol og Grundarfjarðar með pompi og prakt í Paimpol á Bretagne-skaganum í Frakklandi í síðustu viku. Í tilefni afmælisins var slegið til hátíðar í bænum og boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá alla helgina. Íslenskum fánum var flaggað víða um bæinn. Fjörutíu manna sendinefnd frá Grundarfirði undir forystu Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra Grundarfjarðar, tók þátt í dagskránni.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, og Katrín María Timonen, nemandi við SciencesPo-háskólann og starfsnemi í sendiráðinu, tóku þátt í hringborðsviðburði Norræna bókasafnsins í París í síðustu viku.
Þá heimsótti aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Audrey Azoulay, Ísland á dögunum. Hún hitti nemendur Jarðhitaskóla GRÓ, heimsótti Reykjanessjarðvanginn, flutti ávarp á Hringborði norðurslóða og fundaði með forseta Íslands.
I warmly thank #Iceland for its invitation to take part in the vital work of the @_Arctic_Circle. In 2024, #Arctic sea ice shrank to near-historic lows. @UNESCO is committed to supporting Arctic States to meet the challenges related to this situation. pic.twitter.com/GELOudSQhO
— Audrey Azoulay (@AAzoulay) October 19, 2024
Starfsfólk sendiráðsins í Varsjá tók þátt í bleika deginum líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Það gerði okkar fólk í Brussel sömuleiðis.
🎀 In honour of breast cancer awareness month we wore pink today for
— Icelandic Mission to the EU 🇮🇸 (@IcelandBrussels) October 23, 2024
#bleikidagurinn (Pink day) in Iceland! @MFAIceland pic.twitter.com/7eCJXNGq9U
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, afhenti Yevhen Perebyinis, varautanríkisráðherra Úkraínu, afrit af trúnaðarbréfi sínu. Þá ræddu þeir tvíhliða samskipti ríkjanna og Friðrik ítrekaði staðfastan stuðning Íslands við Úkraínu.
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sótti Winnipeg heim. Vilhjálmur Wiium, aðalræðismaður í Winnipeg, ávarpaði samkomuna og Jón Kalman í kjölfarið.
Ársfundur Alþjóðabankans fór fram í vikunni. Ísland er í kjördæmahópi norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) innan stofnunarinnar.
Skýrsla Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna 2024 var kynnt í vikunni og samhliða því var farið yfir áherslur Íslands í þróunarsamvinnu.The NB8 constituency is a constructive partner for development within the @WorldBank. In today’s Governors’ meeting, Iceland highlighted the upcoming IDA21 replenishment and the importance of gender equality in the Bank’s operations. pic.twitter.com/ruQQpgTdi2
— MFA Iceland Development 🇮🇸 (@IcelandDevCoop) October 24, 2024
Mannréttindi og fjölbreytni báru á góma þegar Ísland tók þátt í fundi þriðju nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York.The Icel. UN association together with the Univ. of Iceland’s School of Education and UNFPA presented on the UN Day the new report State of The World Population supp. by MFA. DG for Dev. Coop. gave an overview of Iceland’s priorities on #SRHR and #GBV. pic.twitter.com/FkTDTqYTIO
— MFA Iceland Development 🇮🇸 (@IcelandDevCoop) October 25, 2024
Sendiráðið í Washington tók í vikunni á móti stórum hópi nemenda úr Verzlunarskóla Íslands. Ferðin er hluti af áfanga í stjórnmálafræði og fékk hópurinn kynningu frá Svanhildi Hólm Valsdóttur sendiherra og starfsfólki sendiráðsins.#Iceland: @UN_HRC and #ThirdCommittee draw strength from #diversity. None of us are perfect, we can all do better and should all aim to do so. We must not shy away from dialogue or calling out #humanrights violations, regardless of where or by whom.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 23, 2024
📄https://t.co/kUl6r7XUhp pic.twitter.com/8t6o55vwVY
Starfsólk sendiráðs Íslands í Freetown heimsótti fulltrúa Center for Memory and Reparations sem halda á lofti minningu þeirra sem létu lífið í borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne sem stóð yfir árin 1991 til 2002.The embassy received a large group of high school students from 🇮🇸 Verzlunarskolinn who are on school trip to Washington DC this week as part of their political science course. Amb. @svanhildurholm & team gave a presentation about the work of the embassy & 🇮🇸🇺🇸 relations. pic.twitter.com/mDhVWjdQ6p
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 22, 2024
Þórir Ibsen, sendiherra í Peking, ávarpaði opnun sýningar listamannsins Kristins Más Pálmarssonar, ILLUMINATION, sem fram fer í Peking þessa stundina.Thank you @CenterMemory for hosting the Embassy of Iceland team at the Peace Museum for the new exhibition commemorating the 20th anniversary of the Truth and Reconciliation Commission Report and Recommendations, following the end Sierra Leone’s civil war. pic.twitter.com/tL1Ll8uEGC
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) October 21, 2024
Honoured to speak at the opening of the exhibition "Illumination" of the 🇮🇸 #Icelandic visual artist Kristinn Már Pálmason at Winners Gallery in Beijing 🇨🇳 Excellent exhibition pic.twitter.com/s2V9XKMyN6
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 21, 2024
Þá ávarpaði Þórir sjávarráðstefnu í Qingdao. Sjálfbærni og bláa hagkerfið voru leiðarstef í ávarpi Þóris.Media gets to interview the 🇮🇸visual artist Kristinn Mà Pàlmarsson at the Icelandic residence - with one of his painting in the background. Ambassador @ThorirIbsen chose it to be in a prominent place at the residence in 2021. And it fits there there perfectly, doesn’t it? pic.twitter.com/pzuY2c74Hi
— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) October 20, 2024
Pleasure to give keynote speech at the 2024 Global Ocean Development Forum in Qingdao. Spoke about #Sustainability as the key to building successful #BlueEconomy, the experience of 🇮🇸#Iceland & the significance of 🇨🇳China for the protection of the oceans & their sustainable use. pic.twitter.com/wRFWfXHg4b
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 24, 2024
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Upplýsingadeild.