Föstudagspóstur 29. nóvember 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, átti samtal við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í vikunni. Þar fóru þeir yfir öflugt samband Íslands og Bandaríkjanna, viðskipti ríkjanna, samstarf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og áframhaldandi stuðning við Úkraínu.
Had a good phone call with President-elect @realDonaldTrump yesterday. We discussed our great Iceland-US relations, trade, NATO, and continuing support for Ukraine. Appreciate your kind words about Iceland — looking forward to strengthening our friendship! 🇮🇸🇺🇸 pic.twitter.com/jJeCKCmcd6
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) November 27, 2024
Utanríkisráðuneytið kynnti í vikunni stutta samantekt sem unnin var nýlega um helstu áfanga í vinnu að öryggis- og varnarmálum síðustu ár. Tilefnið er meðal annars þær miklu breytingar sem orðið hafa á öryggisumhverfi Íslands á síðustu árum í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu og í ljósi vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum. „Staðan í okkar heimshluta er óvissari en hún hefur verið frá stofnun lýðveldis. Íslendingar og íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að taka öryggis- og utanríkismál alvarlegar en nokkru sinni fyrr. Eins og fram kemur í þessari samantekt höfum við tekið mikilvæg skref í samstarfi við bandalagsríki okkar á undanförnum árum en það mun þurfa meira til því fátt bendir til þess að þeim ólgutímum sem við lifum nú sé ljúki í bráð,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í tengslum við birtingu samantektarinnar.
Þá skrifuðu menningar- og viðskiptaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Íslandsstofu undir endurnýjaðan þjónustusamning um starfsemi Íslandsstofu, sem gildir frá 1. janúar 2025 til ársloka 2029. Starfsemi Íslandsstofu byggir á útflutningsstefnu Íslands og er lögð áhersla á þjónustu við fimm geira atvinnulífsins; orku og grænar lausnir, hugvit og tækni, listir og skapandi greinar, ferðaþjónustu og sjávarútveg og matvæli.
Í vikunni fór einnig fram fundur EES-ráðsins. Var hann haldinn í EFTA-húsinu í Brussel en þar komu saman ráðherrar EES/EFTA-ríkjanna og fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, sótti fundinn fyrir Íslands hönd í fjarveru utanríkisráðherra. Meginumræðuefni fundarins voru samkeppnishæfni Evrópu og framkvæmd EES-samningsins.
Verðlaunahátíð bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2024 fór sömuleiðis fram í Brussel í síðustu viku en verðlaunin eru veitt upprennandi rithöfundum frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Eitt af markmiðum verðlaunanna er að hefja upp nýjar raddir í evrópskum nútímabókmenntum og styðja við þýðingu þeirra og dreifingu. Að þessu sinni var smásagnasafnið Sápufuglinn eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur tilnefnt til verðlaunanna. Daginn fyrir verðlaunahátíðina stóð sendiráðið í Brussel fyrir bókmenntaviðburði tileinkuðum Maríu Elísabetu og Sápufuglinum í samstarfi við samtök evrópskra bókaútgefenda. Viðburðurinn fór fram í bókaversluninni Librebook í Brussel og var vel sóttur.
Sendiherrahjónin í Helsinki, Harald Aspelund og Ásthildur Jónsdóttir, opnuðu sýninguna THREAD CAREFULLY sem þau Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind standa fyrir, í sendiráðsbústaðnum.
Þá tók Harald á móti myndlistarmanninum Sigurði Sævari Magnúsarsyni sem staddur var í Helsinki á dögunum.
Hljómsveitin Sigur Rós kom einnig við í Finnlandi en hún er þessa dagana á tónleikaferðalagi á Norðurlöndunum. Harald hitti liðsmenn sveitarinnar.
Þá tóku Harald og starfsfólk sendiráðsins í Helsinki á móti íslenskri sendinefnd sem komin var á hönnunarvikuna Slush sem fram fer í borginni árlega. Þar voru meðal annars fulltrúar Íslandsstofu.
Jóhanna Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í London, tók á móti íslenskri sendinefnd sem skipuð var fulltrúum stjórnvalda og sótti í vikunni árlega ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins um netöryggi.
Sendiráðið í London tók líka á móti hópi norrænna nemenda við London School of Economics í vikunni. Nemendurnir fengu kynningu á utanríkisstefnu Íslands og starfsemi sendiráðsins og að henni lokinni fór fram mjög frjó umræða milli nemenda og starfsfólks sendiráðsins.
Högni Kristjánsson, sendiherra í Osló, fékk í vikunni afhent eintak af bók um norska flugherinn og veru hans á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni.
Högni og starfsfólk sendiráðsins buðu til morgunverðar og samtals um komandi alþingiskosningar fyrir sendiskrifstofur í Osló sem fara með fyrirsvar gagnvart Íslandi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, tók þátt í gegnum netið og jós úr viskubrunni sínum.
Sendiherrar Norðurlandanna í Osló og sendiherra Kanada funduðu með utanríkisráðherra Noregs, Espen Barth Eide, í vikunni. Þar ræddu þeir mikilvægi samráðs og samstarfs ríkjanna í því skyni að takast á við sameiginlegar áskoranir á norðurslóðum. Var sammæli um mikilvægi þess að Norðurlöndin og Kanada eigi með sér samráð um sameiginlega hagsmuni í tengslum við þróunina á norðurslóðum.
Kvikmyndin Snerting var frumsýnd í Hiroshima á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á dögunum. Þema hátíðarinnar var friður en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem er ástarsaga með reynslu Hibakusha – þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásina á Hiroshima – sem bakgrunn. Stefán Haukur, sendiherra í Japan, og Halldóra eiginkona hans sóttu kvikmyndahátíðina og buðu til hádegisverðar þeim Baltasar Kormáki leikstjóra myndarinnar, borgarstjóra Hiroshima, forstöðumanni Friðarsafnsins og, síðast en ekki síst, Keiko Ogura, sem er Hibakusha og í grasrótarsamtökunum Nihon Hidankyo, sem hlutu friðarverðlaun Nóbels í ár.
Bók listamannsins Brian Pilkington um jólasveinana 13, Jólin okkar, er nú komin út á japönsku í þýðingu Shohei Akakura. Bókin verður kynnt á sérstökum viðburði í Múmíngarðinum í Saitama um helgina þar sem íslenskar jólahefðir verða í forgrunni. Þar munu fulltrúar sendiráðsins segja frá jólum á Íslandi.A pleasure to meet the Director, Hiroshima’s Mayor, the Peace Memorial Museum Director & Hibakusha Keiko Ogura to discuss the film’s themes & peace. Ms. Ogura also talked to Hiroshima guides about the novel, set for release in Japanese this December. #IcelandinJapan pic.twitter.com/jDlmZPjELc
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) November 29, 2024
一足お先に『13人のサンタクロース:アイスランドにつたわるクリスマス』をいただきました。これで今年のクリスマス、越せます🇮🇸🎅この出版に際して、ゆぎ書房主催によるオンラインセミナーが開催決定!
— 駐日アイスランド大使館 (@IcelandEmbTokyo) November 27, 2024
12/13(金) 19:00~20:30 (21時まで延長可能性あり) 登壇者は翻訳者 朱位昌併氏 ほか です。 https://t.co/uBLPc75cLA pic.twitter.com/0DtYh5iaTg
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, tók á móti Aleksandr Kropiwnicki, verðandi sendiherra Póllands á Íslandi, á dögunum. Þar voru til umræðu tvíhliða samband Íslands og Póllands og samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.
Friðrik var einnig viðstaddur minningarathöfn í Kænugarði um fórnarlömb Holodomor, hungursneyðarinnar sem geisaði í Úkraínu á fyrri hluta síðustu aldar.
It was an honor to participate in the commemoration and remembrance of the victims of the Holodomor in Kyiv this morning. https://t.co/cY7WB5kWlX pic.twitter.com/E0kND5Kj1d
— Fridrik Jonsson (@FridrikJonsson) November 23, 2024
Greint var frá auknum stuðningi Íslands við verkefni sem snýr að því að fjölga heimaræktuðum skólamáltíðum í Síerra Leóne.
Birgir Hrafn Búason, deildarstjóri á laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins, var staddur í New York á dögunum þar sem hann tók þátt á samráðsfundum um hafréttarmál.Iceland is proud to partner with @WFPS_Leone to provide nutritious home-grown meals to over 40,000 school children across 184 public schools in Bonthe district. #FeedSalone #SchoolFeedinghttps://t.co/eIi4WoYBhQ
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) November 28, 2024
Sérstakur framkvæmdastjórnarfundur UNESCO var haldinn í vikunni vegna nýlegrar ákvörðunar ísraelska þingsins um að banna starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Kristín Halla Kristinsdóttir, varafastafulltrúi Íslands, flutti ávarp fyrir hönd Norðurlandanna þar sem þau undirstrikuðu stuðning sinn við UNRWA og hvöttu UNESCO, sem ábyrgðaraðila fyrir heimsmarkmið fjögur um menntun, að tryggja aðgang palestínskra barna á flótta að menntun.Healthy and sustainable oceans! Iceland 🇮🇸 actively participated in the 2024 informal consultations on the draft resolution on Oceans and the law of the sea 🇺🇳 #SDG14 #Oceans #UNCLOS #DOALOS #OceanDecade pic.twitter.com/jg1W3nv53t
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) November 27, 2024
Fastanefnd Íslands gagnvart UNESCO tók svo þátt í vinnustofu stofnunarinnar um kynjaða hlutdrægni í gervigreind í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dr. Rumman Chowdhury, sérstakur erindreki Bandaríkjanna fyrir vísindamál, leiddi þátttakendur í gegnum æfingar á ChatGPT og umræður hvernig gervigreind getur verið misnotuð til að ýta undir stafrænt kynbundið ofbeldi."The Nordic countries stand united in their support for UNRWA’s indispensable role in providing humanitarian aid and education" - joint #Nordic statement delivered by Iceland at the 8th special session of @UNESCO's Executive Board
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) November 28, 2024
🖇️https://t.co/pKljOcuezV pic.twitter.com/Tnvnc3PdNz
Many thanks to @UNESCO's Gender Divison and U.S. Science Envoy, Dr. Rumman Chowdhury, for an insightful exercise as part of #IDEVAW. Eye-opening results when testing gender bias in #AI & how AI systems can enable Technology-Facilitated Gender-Based Violence!
— Kristín Halla Kristinsdóttir (@KriHalla) November 29, 2024
#16Days #UNiTE pic.twitter.com/Z4qYm9yPzv
Í vikunni kíkti hópur nemenda ásamt kennurum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi í heimsókn í sendiráðið í Berlín. Fengu nemendurnir leiðsögn um húsnæðið og kynningu á starfi sendiráðsins. Auðunn Atlason sendiherra tók á móti hópnum, fræddi þau um allt mögulegt og svaraði spurningum nemenda.
Bjarki Þórðarson starfsmaður sendiráðsins í Berlín tók þátt í panelumræðum á fjölsóttum viðburði í Felleshus í vikunni sem starfsnemar í norrænu sendiráðanna í Berlín stóðu fyrir. Auðunn Atlason sendiherra sagði nokkur orð við opnun viðburðarins.
Þá tóku fjölmargar sendiskrifstofur þátt í tilefni alþjóðlegs dags gegn kyndbundnu ofbeldi í vikunni en samhliða því var hleypt úr vör 16 daga átaki þar sem til stendur að vekja athygli á og berjast gegn kynbundnu ofbeldi, einkum gagnvart konum og stúlkum.
Hér má sjá nokkrar færslur frá sendiskrifstofum í tengslum við átakið:
Iceland 🇮🇸 is proud to join the national launch of the 16 days of activism against gender-based violence in Uganda 🇺🇬. Let's #UNiTE and orange the world together #16DaysofActivism @unwomenuganda @IcelandDevCoop pic.twitter.com/BfmTrw1y6Z
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) November 25, 2024
Iceland Head of Mission, Asdis Bjarnadottir, was honoured to join the @mogca_S_L launch of #16DaysOfActivism2024, and the Real Men Campaign. Together, we stand for the rights, safety, and dignity of women and girls everywhere.#EndGBV #FutureFreeOfViolence for #SierraLeone pic.twitter.com/m7L5oDC82k
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) November 25, 2024
Iceland's 🇮🇸 top priority on gender equality is to eliminate gender-based violence #UNiTE #FullEquality2030 https://t.co/jbrUR46kE1
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) November 26, 2024
Zero tolerance for violence against women. No excuse. #OrangeTheWorld https://t.co/7X6t5mhs9S
— Anna Jóhannsdóttir (@annajohannsd) November 25, 2024
Iceland's 🇮🇸 top priority on gender equality is to eliminate gender-based violence #UNiTE #FullEquality2030 #16DaysOfActivism pic.twitter.com/dTfCDcxksI
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) November 25, 2024
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Upplýsingadeild.