Föstudagspóstur 6. desember 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti í vikunni fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Helstu umræðuefnin voru áframhaldandi stríðsrekstur Rússlands og stuðningur bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu, sem og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.
Always a delight welcoming 🇮🇸 Foreign Minister @thordiskolbrun and her entourage @NATO. Good meetings behind and hard work ahead. #WeareNATO pic.twitter.com/x9nZcXkZLy
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) December 4, 2024
Samkomulag náðist um fríverslunarsamning við Taíland í síðustu viku. Samningurinn kveður á um tollfríðindi fyrir allar helstu útflutningsafurðir Íslands til Taílands. Samningurinn tryggir meðal annars fullt tollfrelsi inn á Taílandsmarkað fyrir flök af laxi, þorsk, grálúðu og loðnuhrogn, vélbúnað til matvælaframleiðslu og stoðtæki.
Sameiginleg nefnd fríverslunarsamnings EES/EFTA-ríkjanna við Bretland samþykkti í vikunni gagnkvæma viðurkenningu á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands. Íslenskt lambakjöt er þar með orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi sem þýðir að hægt verður að vísa sérstaklega til íslensks uppruna vörunnar þegar kjötið er selt á breskum markaði.
Ísland er bakhjarl nýs verkefnis Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stuðning við unglingsmæður og börn þeirra í Úganda. Verkefnið ber yfirskriftina „Valdefling unglingsmæðra og barna þeirra – tveggja kynslóða nálgun“. Þar verður sjónum beint að unglingsmæðrum í tveimur héruðum í vesturhluta landsins, Kyegegwa og Kikube, og þær aðstoðaðar við að brjótast úr fátækt um leið og ung börn þeirra fá þjónustu sem stuðlar að þroska þeirra og framförum. Athygli er vakin á söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF sem ber heitið Búum til pláss og sýndur er á RÚV í kvöld.
Aðildarríkjaráðstefnu Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) lauk á föstudag. Þar fordæmdi Ísland meðal annars notkun Rússlands á ólöglegum efnavopnum í tilefnislausu árásarstríði sínu í Úkraínu og ítrekuð brot Sýrlands á skuldbindingum sínum samkvæmt efnavopnasamningnum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart OPCW, sótti ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.
Finnar fagna þjóðhátíðardegi í dag og var þeim árnað heilla á reikningi utanríkisráðuneytisins á X.
Congratulations to our dear friends in Finland on their 107th Independence Day. 🇮🇸 and 🇫🇮 enjoy a longstanding and strong relationship as neighbours in the north. We look forward to continuing honoring our friendship for years to come and wish all Finns a great day! pic.twitter.com/9Wnyd46ELr
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) December 6, 2024
Fullt hús var á bókmennta- og tónlistarviðburði sendiráðs Íslands í Berlín, sem haldinn var í menningarhúsi Norðurlandanna. Lungu, bók Pedro Gunnlaugs Garcia, kom nýverið út í þýskri þýðingu og ræddi Miku Sophie Kühmel við höfundinn en Matthias Schwerenikas las úr bókinni. Síðar lék tónlistarmaðurinn Bjarni Frímann Bjarnason af fingrum fram á flygil hússins. Var þetta upptaktur af viðburðaröð sendiráðsins sem notar sagnahefð Íslands sem andlag, hvort sem þær sögur séu sagðar í orðum, tónum eða myndum.
Nicole Hubert, starfsmaður sendiráðsins, heimsótti á dögunum grunnskóla í Berlín með Pankebuch bókabúðinni til að fræða börnin um Ísland og íslenska bókamenningu.
Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, og Ásthildur Jónsdóttir, eiginkona hans, tóku á móti Íslendingum og Íslandsvinum á jólaballi í sendiráðsbústaðnum.
Þau hjón tóku einnig á móti gestum við opnun sýningar Rannveigar Steinþórsdóttur, Pekka Pyykönen og Jódísar Rannveigardóttur í sendiráðsbústaðnum.
Þá birti sendiráðið í Helsinki myndband af listamönnunum Siggu Björg Sigurðardóttur og Mikael Lind þar sem þau fjalla um sýningu sína, THREAD CAREFULLY.
Sendiráð Íslands í Úganda undirritaði í vikunni samning um áframhaldandi stuðning við mannréttindasamtökin DefendDefenders.
Human rights are central to Iceland's foreign policy and a cornerstone of our international development cooperation. We are proud to increase funding to @DefendDefenders, supporting the vital work of human rights defenders in the region. https://t.co/YYmGsJwjnq
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) December 3, 2024
Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, tók í vikunni þátt í viðburði á vegum grænlensku sendiskrifstofunnar þar sem Sara Olsvig, formaður Inuit Circumpolar Council (ICC), kynnti sögu og starfsemi samtakanna. ICC eru alheimssamtök inuíta, stofnuð 1977 og Grænlandsdeild samtakanna fer nú með formennskuna. Þá átti Pétur morgunverðarfund með Bryndísi Haraldsdóttur, formanni Norðurlandaráðs, Oddnýju G. Harðardóttur varaformanni, Kristinu Háfoss, framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs og Helga Þorsteinssyni, nefndarritara. Þar var meðal annars rædd formennska Íslands í Norðurlandaráði en henni lýkur núna um áramótin.
Starfsfólk sendiráðsins í Lilongwe heimsótti nýverið þátttakendur í verkefnum sem snúa að valdeflingu kvenna og ungmenna, sem sendiráðið hefur stutt við, og hlustaði á reynslusögur.
Í síðustu viku héldu viðskiptaráð Norðurlanda í Bretlandi árlegt mót og bauð Bresk-íslenska viðskiptaráðið til móttöku í húsakynnum fyrirtækisins Aztiq í Lundúnum. Sturla Sigurjónsson, sendiherra í London, sótti viðburðinn og hitti þar meðal annars þau Róbert Wessman, framkvæmdastjóra Aztiq, og Dagmar Þorsteinsdóttur, formann viðskiptaráðsins.
Íslensk og írsk stjórnvöld skipulögðu vinnustofu um öryggi neðansjávarinnviða sem haldin var í Dundalk á Írlandi á dögunum. Helst var fjallað um fjarskiptakapla og hættustjórnun. Sturla Sigurjónsson sendiherra og Jacqui McCrum, ráðuneytisstjóri írska varnarmálaráðuneytisins, fluttu opnunarávörp.
Aðalræðisskrifstofan á Grænlandi vakti athygli á opnun nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk. Hann styrkir tengsl Grænlands við umheiminn, eykur möguleika á ferðaþjónustu, viðskiptum og samvinnu. Með þessari nýju samgönguleið skapast enn frekari tækifæri til að efla tengslin á milli Grænlands og Íslands.
Benedikt Höskuldsson sendiherra og starfsfólk sendiráðsins í Nýju-Delí stóðu fyrir móttöku á fullveldisdaginn. Þar var boðið upp á rétti á borð við síld, reyktan lax, lambalæri og piparkökur.
Sendiráðið í Ottawa stóð einnig fyrir móttöku í kringum fullveldisdaginn þar sem djasstónlistarkonan Sunna Gunnlaugs lék fyrir viðstadda. Hlynur Guðjónsson sendiherra hélt ávarp.
Þá tók sendiráðið í Ottawa þátt í matarmarkaði þar sem gestum bauðst að smakka íslenskan mat.
Sendiráðið í Osló tekur þátt í vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og klæddi sig í appelsínugult í vikunni en það er einkennislitur átaksins. Sendiráðið í Freetown gerði slíkt hið sama og fjölmörg önnur, líkt og fram kom í síðasta Föstudagspósti.
Honoured to join @mogca_S_L & @UN_Women & the community in Port Loko for #16DaysOfActivism.
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) December 4, 2024
Together, we can challenge harmful norms, support survivors & stand against GBV.
#EndGBV#NoExcuse pic.twitter.com/DzMm6fovff
Herdís Ágústa Linnet, Elis Hakola og Siri Anna Flensburg léku verk eftir meistara Ravel, Jón Nordal og Jórunni Viðar í sendiráðsbústaðnum í Stokkhólmi á dögunum.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, og Ragnar Þorvarðarson, varamaður hans, tóku þátt í íslenskri helgi í Japan og vöktu meðal annars athygli á fullveldisdegi Íslands sem bar einmitt upp á sunnudag.
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, tók þátt í lokaráðstefnu fjármögnunarlotu tímabilsins 2014 til 2021 hjá Uppbyggingarsjóði EES. Pólland er stærsta viðtökuríki sjóðsins og hlýtur þaðan stuðning frá EES/EFTA-ríkjunum; Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
Kveikt var á jólatrénu við hátíðlega athöfn í Þórshöfn síðastliðna helgi. Það var margt um manninn og börnin spennt. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi tók þátt fyrir hönd Reykjavíkurborgar sem afhenti Færeyingum jólatréið.
88 gerðir voru teknar upp í EES-samninginn í 60 ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar á síðasta fundi hennar á árinu, en hann fór fram í Brussel. Kristján Andri Stefánsson sendiherra og hans fólk sóttu fundinn fyrir Íslands hönd.
Hin svokallaða önnur nefnd Sameinuðu þjóðanna lauk störfum í tengslum við UNGA79, allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, á dögunum. Guðrún Þorbjörnsdóttir, starfsmaður fastanefndar Íslands í New York, tók þar þátt.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Washington, hitti Chase Lochmiller, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins Crusoe. Fyrsta verkefni Crusoe í Evrópu unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið atNorth.The #SecondCommittee has concluded its session for #UNGA79.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 3, 2024
🇮🇸 co-facilitated the @UNCCD resolution with colleagues from @NamibiaUN. 🇮🇸 also had the honour to precide at the Plenary when the resolution was adopted by consensus. Warmest thanks to our fellow Bureau members 🇧🇩🇭🇷🇳🇬🇺🇾 pic.twitter.com/DuBfhxvkzI
Varnarmálafulltrúi sendiráðsins í Washington D.C. sótti í vikunni árlega ráðstefnu háttsettra fulltrúa úr herstjórnarkerfi NATO í herstjórnarmiðstöð (JFC) NATO í Norfolk þar sem rætt var um aukinn viðbúnað og viðbragðsgetu bandalagsins vegna vaxandi áskorana í öryggisumhverfi bandalagsríkjanna.Amb. @svanhildurholm met with Chase Lochmiller CEO of @CrusoeAI. Their 1st project in Europe is in partnership with atNorth Iceland where Crusoe is bringing in substantial FDI in AI processing to Iceland. pic.twitter.com/mW7CTsdXxX
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 6, 2024
Ragnar Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu, sótti Kína heim í vikunni. Hann fundaði með nöfnunum Yu í kínverska viðskiptaráðuneytinu um framkvæmd og virkni fríverslunarsamnings Íslands og Kína, um viðskipti ríkjanna, samstarfið á sviði jarðvarma og kolefnisföngunar, stöðuga fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands og um flugumferðasamning ríkjanna.Our 🇮🇸🇺🇸Defense Attaché attended the annual Commanders' Conference @JFCNorfolk this week where #NATO readiness & operational capability were highlighted in the context of the increasing security challenges that the Alliance is facing. https://t.co/X1lmCia25C
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 6, 2024
Ragnar heimsótti sömuleiðis skrifstofur íslenskra fyrirtækja og samstarfsaðila í Peking, Qingdao og Shanghai (Arctic Green Energy, Hwing – Icelandair, Carbon Recycling International, Eimskip, Brim, Icelandic Exporters Centre, Össur, Marel, IS Seafood og CCP).Ragnar Kristjánsson, Director General for Trade had constructive meeting with DG YU Benlin of MOFCO about the implementation and development of the 🇮🇸🇨🇳 Free Trade Agreement. He also had productive conversation with DG YU Yuantang on economic cooperation between 🇮🇸& 🇨🇳 pic.twitter.com/iAY43zxu3E
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) December 4, 2024
Sendiráðið í Peking er sem annarsstaðar upplýst með roðagylltri lýsingu til að minna á átak gegn kynbundnu ofbeldi.Shanghai, final stop in the visits of Ragnar Kristjánsson Director of Trade to 🇮🇸#Icelandic businesses in 🇨🇳China: @OssurCorp @Marel_news IS Seafood and @CCPGames pic.twitter.com/mIT53ntA7p
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) December 5, 2024
Elimination of gender based violence is our top priority. Not just during the #16DaysOfActivism but every day. Together we MUST tackle the root causes and stop the violence. Our embassy 🇮🇸🇪🇪 will be orange to represent the future - free of violence. pic.twitter.com/QYArgou80m
— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) November 25, 2024
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Upplýsingadeild.