Hoppa yfir valmynd
27. desember 2024 Utanríkisráðuneytið

Föstudagspóstur 27. desember 2024

Heil og sæl.

Þetta verður síðasti föstudagspóstur ársins 2024. Við snúum aftur 10. janúar næstkomandi en viljum þangað til óska ykkur gleðilegs nýs árs með von um að það verði farsælt.

Við hefjum yfirferðina á því að bjóða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur velkomna til starfa en hún tók við embætti utanríkisráðherra um síðustu helgi.

  

 

Kollegar hennar úti í heimi sendu margir kveðju og óskuðu henni velfarnaðar í starfi. Hér má sjá nokkrar slíkar kveðjur. Á sama tíma þökkum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir hennar tíma í utanríkisráðuneytinu og vel unnin störf. Kollegar hennar úti í heimi gerðu slíkt hið sama en hér má sjá nokkrar af þeim kveðjum sem henni bárust. Eitt af fyrstu verkum Þorgerðar Katrínar var að votta fórnarlömbum árásar sem varð á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi, og aðstandendum þeirra, samúð sína.

Sendiráðið í Nýju Delí minntist Dr. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, sem lést á dögunum.

  

Þá látum við einnig fylgja nokkrar af þeim jóla- og nýárskveðjum sem ekki náðu inn í síðasta föstudagspóst.

  

  

 

  

Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!

Áramótakveðja,

Upplýsingadeild.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta