Föstudagspóstur 10. janúar 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferð vikunnar á vinnuheimsókn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til Úkraínu. Þar fundaði hún með ráðamönnum, áréttaði stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu og kynnti sér stöðu mála. Meðal þeirra sem hún hitti voru Andrii Sybiha utanríkisráðherra og Denys Shmyhal forsætisráðherra.
Appreciate @andrii_sybiha warm welcome on my first visit to Ukraine. We discussed the challenges ahead stemming from Russia’s illegal and unprovoked full-scale invasion – and how Iceland can best support Ukraine in its fight 🇮🇸🇺🇦 https://t.co/oDmpGH6fVm
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 7, 2025
Því næst hélt ráðherra til Ramstein í Þýskalandi þar sem fulltrúar ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu (Ukraine Defense Contact Group) komu saman og áréttuðu stuðning sinn.Honored to meet @Denys_Shmyhal to discuss 🇮🇸 🇺🇦 friendship and Iceland’s unwavering support for Ukraine. Your fight for freedom and just and lasting peace in the face of Russia’s brutal aggression is an inspiration to us all.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 7, 2025
Slava Ukraini! 🇺🇦 https://t.co/kqREQPpvH7
Þá átti ráðherra símtöl við norræna kollega. Hún ræddi annars vegar við Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, um mikilvægi norrænnar samvinnu og aukið vægi samstarfs Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á sviði utanríkis- og varnarmála og hins vegar við Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um sterk bönd Íslands og Danmerkur, málefni norðurslóða og öryggis- og varnarmál.Clear message of support from UDCG in Ramstein to #Ukraine. Iceland will stay the course with our allies and partners in providing defence related support standing firm with our values and principles #StandWithUkraine
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 9, 2025
Good discussion with @EspenBarthEide today about the wide-ranging common interests of 🇮🇸&🇳🇴, in EEA/EFTA, NATO, the Arctic, & the ever-closer Nordic and Baltic cooperation. We discussed our shared vision on Ukraine and the Middle East, based on intl. law, incl. humanitarian law. pic.twitter.com/FbXkdc3oOx
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 6, 2025
Þorgerður Katrín átti sömuleiðis símafund með Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), þar sem hún staðfesti að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar. Þá ræddi ráðherra einnig við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, um mikilvægi þess að koma á vopnahléi á Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu.Had an excellent talk with @larsloekke today on variety of issues, including developments in the Arctic and the growing importance of security and defence. Iceland and Denmark have a strong bond and shared history, and I look forward to strengthening our ties even further. pic.twitter.com/tl8lmEz4YN
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 9, 2025
I spoke today with UNRWA Commissioner-General Lazzarini & confirmed Iceland´s early disbursement of funds to the agency, in light of the extreme humanitarian need. 🇮🇸 greatly values the work @UNLazzarini and his staff are doing under very challenging circumstances. pic.twitter.com/zmDmDyTLDs
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 5, 2025
Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau áréttuðu stuðning sinn við Moldóvu vegna þeirrar stöðu sem uppi er í orkumálum þar í landi.I also spoke with UN Senior Humanitarian and Reconstruction Coordinator for Gaza @SigridKaag to express my concerns. A ceasefire is urgently needed in Gaza & access to humanitarian aid must be improved. We must find a pathway towards a political solution. pic.twitter.com/w2UUT252eH
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 5, 2025
Þá vottaði ráðherra fórnarlömbum jarðskjálfta í Tíbet og fjölskyldum þeirra samúð sína.The Nordic and Baltic countries remain firmly committed to supporting Moldova in managing the current energy challenges and in advancing the reform of its energy sector following Gazprom’s decision to cease gas supplies to Moldova.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 8, 2025
Full statement: https://t.co/HrpKgRNSgx
Iceland is deeply saddened by the tragic loss of life caused by the devastating earthquake in Tibet. Our thoughts are with the victims, their families, and those affected.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 8, 2025
Ísland tók formlega sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um áramótin og mun sitja í ráðinu í samtals þrjú ár, eða til loka árs 2027.
Flugsveit finnska flughersins er væntanleg til landsins í lok janúar, en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin samanstendur af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að 50 liðsmönnum. Um er að ræða fyrstu loftrýmisgæslu Finna á Íslandi eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið.
Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og eiginkona hans, Jóhanna Gunnarsdóttir sóttu árlega nýársmóttöku dönsku konungshjónanna fyrir sendiherra erlendra ríkja í Kristjánsborgarhöll á dögunum.
Pétur sótti fyrirlestur Naaju H. Nathanielsen, ráðherra viðskipta-, námavinnslu-, dómsmála- og jafnréttismála í grænlensku landsstjórninni. Nathanielsen gerði grein fyrir uppbyggingu Grænlands á sviði ferðamennsku og tækifærum í námavinnslu í Grænlandi. Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, tók einnig til máls á fundinum og fjallaði m.a. um samstarf félagsins við Icelandair og fyrirhugaða uppbyggingu í tengslum við nýja flugvelli í Grænlandi.
Þá sat Pétur hádegisverðarfund í boði Høgna Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja, á færeysku sendiskrifstofunni í Kaupmannahöfn. Á fundinum gerði Høgni grein fyrir því sem er efst á baugi í færeyskum utanríkismálum og málefnum Færeyja gagnvart konungsríkinu. Á fundinum voru einnig aðrir sendiherrar Norðurlandanna í Kaupmannahöfn ásamt fulltrúa Grænlands.
Starfsfólk sendiráðsins í Lilongwe var viðstatt undirritun samkomulags vegna verkefnis í Nkhotakota sem snýr að valdeflingu kvenna, jafnrétti og kynheilbrigði.
Heba Líf Jónsdóttir, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Osló, sótti ráðstefnuna TravelMatch Norway á dögunum. TravelMatch hefur síðustu ár vaxið sem mikilvægur viðburður fyrir þau sem starfa við að auglýsa spennandi ferðamannastaði fyrir norska ferðamenn.
Rut Einarsdóttir er nýjasti meðlimur sendiráðsins í Tókýó. Við bjóðum hana velkomna til starfa!
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, fylgdi utanríkisráðherra til Úkraínu í vinnuheimsókninni sem að framan var minnst á.
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, heimsótti á dögunum varnarsvæðið í Keflavík og kynnti sér starfið þar og innviðauppbyggingu á svæðinu.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Washington, var viðstödd útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri.Had recently the opportunity to visit Keflavík Air Base and learn more about infrastructure development and defence-related activities taking place. Iceland’s contribution to our common security and defence remains ever important. 🙏 for the warm reception. #WeAreNATO pic.twitter.com/9HNbBGBgwz
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) January 7, 2025
It was an honor to represent Iceland at the funeral of James Earl Carter Jr. Profoundly moving speeches told a story of a man of unwavering values and remarkable vision. His work as a champion of peace, human rights, and environmental stewardship continues to inspire. pic.twitter.com/HqwnoXKTAi
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) January 10, 2025
Þórir Ibsen, sendiherra í Peking, gerði ásamt öðrum sendiherrum Norðurlandanna fjögur stuttmyndbönd sem birt voru á ýmsum kínverskum samfélagsmiðlum, þ. á m. Weibo-síðu sendiráðsins. Í myndböndunum sögðu sendiherrarnir frá ýmsum jólasiðum á Norðurlöndunum. Myndböndin hlutu góð viðbrögð og áhorf hjá yfir 30 þúsund manns.
Inga Dóra Pétursdóttir, staðgengill sendiherra í Peking, flutti ræðu á opnun myndlistasýningar í Tsinghua háskólanum með þrykkverkum eftir kínverska listamenn sem túlkuðu m.a. ljóð Gerðar Kristnýjar og annarra skálda, frá Noregi, Svíþjóð og Kína.
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild.