Föstudagspóstur 7. febrúar 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferðina á störfum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra undanfarna daga. Hún tjáði sig um nýlega gildistöku ísraelskra laga sem fela í sér bann við starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, sem hún segir miður. UNRWA gegni gífurlega mikilvægu hlutverki í aðstoð við Palestínumenn og engin stofnun geti fyllt skarð hennar.
Þá óskaði hún forvera sínum, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til hamingju með nýtt hlutverk sem sérstakur sendifulltrúi aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í málefnum úkraínskra barna.Iceland deeply regrets the entry into force of Israeli laws on @UNRWA. The Agency has never been more needed. Its support is vital for the long awaited Gaza ceasefire, relief for Palestine refugees and stability in the region. UNRWA is irreplaceable.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 1, 2025
Ráðherra vottaði fórnarlömbum hinnar hræðilegu skotárásar í Örebro í Svíþjóð, og fjölskyldum þeirra, samúð sína. Flaggað var í hálfa stöng fyrir utan sendiráðið í Stokkhólmi og þá hefur forseti Íslands jafnframt sent Karli Gústaf 16. Svíakonungi og sænsku þjóðinni samúðarkveðju.Congratulations on your new role as @coe Special Envoy on the situation of children of Ukraine dear @thordiskolbrun! I wish you the best in this important role and look forward to our co-op. Your compassion, conviction & experience will contribute greatly to this important cause.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 5, 2025
I am profoundly saddened by the tragic loss of life as a result of the Risbergska school shooting in Örebro. My thoughts are with the victims, their families and those affected by this devastating event.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 4, 2025
Símtöl Þorgerðar Katrínar við kollega sína héldu áfram en hún heyrði meðal annars í Vivian Motzfeldt, sem fer meðal annars fyrir utanríkismálum Grænlands, í síðustu viku. Rauður þráður þess samtals var hið sterka samband Íslands og Grænlands.
Þá heyrði hún í Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litáen, í síðustu viku. Meðal umræðuefna voru tvíhliða samband Íslands og Litáen, samvinna ríkjanna í tengslum við samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) og málefni Úkraínu.Important conversation with @GreenlandMFA Vivian Motzfeldt today. Greenland and Iceland share a deep bond and a rich history, and I am excited to continue strengthening our collaboration 🇮🇸🇬🇱 pic.twitter.com/r6pv6WbuYy
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 31, 2025
Great phone call with @BudrysKestutis on the strong 🇮🇸🇱🇹 bilateral ties, the ever-growing importance of Nordic-Baltic co-op, & opportunities for enhanced co-op in a European context. We also discussed our commitment and support towards the goal of a just and lasting peace in 🇺🇦. pic.twitter.com/hmelWm8WNl
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) January 31, 2025
Fjallað var um loftrýmisgæslu Finna á Íslandi en fjórar finnskar F/A 18 Hornet orrustuþotur gæta loftrýmis Íslands um þessar mundir, í fyrsta sinn síðan Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið. Fimmtíu manna sveit úr finnska flughernum kom með þotunum.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri og Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í Genf, kynntu setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir starfsfólki utanríkisráðuneytisins, sendiskrifstofum Íslands og sendiskrifstofum ríkja með fyrirsvar gagnvart Íslandi í dag. Í kynningunum var farið yfir áherslur Íslands í setunni sem stendur yfir tímabilið 2025 til 2027 og umfjöllunarefni fyrstu fundalotu Íslands sem aðili að ráðinu að þessu sinni, en hún hefst 24. febrúar nk.
Athygli var vakin á alþjóðlegum degi gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Ísland styður sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að því að útrýma þessum skaðlega sið á heimsvísu, og leggur baráttunni lið í tvíhliða samstarfi við UNFPA í Síerra Leóne.Today, PR Einar Gunnarsson presented Iceland's priorities during our HRC membership and #HRC58 to MFA staff and Embassies accredited to Iceland. Looking forward to constructive dialogue during the upcoming session. pic.twitter.com/4pZtDbCXSi
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 7, 2025
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washington D.C., afhenti í vikunni orðsendingu um skipun sem áheyrnarfulltrúi Íslands hjá samtökum Ameríkuríkja. Luis Almagro, framkvæmdastjóri samtakanna tók við orðsendingunni og áttu þau stuttan fund í kjölfarið.Í dag er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Ísland styður @GPtoEndFGM, sjóð Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að því að útrýma þessum skaðlega sið á heimsvísu, og leggur baráttunni lið í tvíhliða samstarfi við @UNFPA í Síerra Leóne.#Unite2EndFGM 🤝 #EndFGM pic.twitter.com/LmzptUP1oU
— Utanríkisráðuneytið 🇮🇸 (@utanrikisthjon) February 6, 2025
Svanhildur átti að auki samtal um orkumál við Chris Barnard, forseta hugveitunnar American Conservation Coalition (ACC).Ambassador 🇮🇸 @svanhildurholm presented her credentials as Permanent Observer Representative of Iceland to the Organization of American States to @Almagro_OEA2015 Secretary General of @OAS_official earlier this week. https://t.co/MLuf1q9E9A
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 5, 2025
Good discussion on US energy policy with @chrisbarnard President of @ACC_National. Thank you for visiting us at the Embassy. pic.twitter.com/9LpO8Eomck
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 7, 2025
Arthúr Björgvin Bollason flutti í vikunni kynningu um bók sína um Ísland í sendiráðinu í Berlín fyrir fullum sal. Auðunn Atlason sendiherra bauð gesti velkomna og Arthúr las stutta kafla úr bók sinni, talaði um Ísland á mjög skemmtilegan og líflegan hátt og svaraði spurningum frá Tilman Spreckelsen fundarstjóra og gestum úr sal. Eftir á gátu gestir tryggt sér árituð eintök af bókinni.
Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, var í vinnuheimsókn í Lettlandi í vikunni og sótti þar meðal annars móttöku forseta landsins, Edgars Rinkēvičs.
Sendiráðið í Helsinki fagnaði 25 ára starfsafmæli Jyrki Peltonen í vikunni með köku og kaffi. Eru Jyrki sendar síðbúnar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga í starfi!
Þá sótti Harald opnunarviðburð Finna vegna formennsku þeirra í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) á þessu ári. Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, var meðal þeirra sem hélt erindi á viðburðinum.
Sendiráðið í Lilongwe tók á dögunum á móti Dr. Sveinbirni Gizurarsyni og fjölskyldu en hann rekur fyrirtæki sem hefur það meginmarkmið að hlúa að heilsu og lífi ungra barna í Malaví með framleiðslu á lífsnauðsynlegum og lífsbætandi lyfjum í formum sem henta fyrir börn yngri en fimm ára.
Þá tóku Davíð Bjarnason forstöðumaður og starfsfólk sendiráðsins í Lilongwe þátt í fundi í tengslum við framkvæmd verkefna í Nkhotakota-héraði.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra í London, bauð viðskiptasendinefnd á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins velkomna í sendiráðsbústaðnum í vikunni. Sendinefndin tók meðal annars þátt í norrænu viðskiptaþingi sem norrænu viðskiptaráðin í London stóðu fyrir.
Þá tók Sturla á móti Melani Onn, þingmanni Grimsby, í vikunni. Þau ræddu sjávarútvegsmál, sölu íslenskra sjávarafurða í Bretlandi og reynslu Íslendinga af fullnýtingu sjávarfangs.
Okkar fólk í Ottawa, þar með talið Hlynur Guðjónsson sendiherra, sóttu vetrarhátíð sem embætti landstjóra Kanada stóð fyrir. Þar hafði sérstöku norrænu þorpi verið komið upp þar sem vakin var athygli á norrænni menningu og náttúru.
Högni Kristjánsson, sendiherra í Osló, var meðal viðstaddra þegar sendiherra Svíþjóðar í Noregi veitti hina konunglegu Norðurstjörnuorðu til Stian Jenssen sem gegndi embætti skrifstofustjóra á skrifstofu Jens Stoltenberg þegar hann gegndi embætti aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Rithöfundurinn Einar Kárason hélt ferð sinni áfram um Svíþjóð og kom meðal annars fram á bókmenntaviðburðum í Stokkhólmi. Sagt var frá heimsókn Einars til Svíþjóðar í síðasta föstudagspósti.
Ernesto Lumenario, sem starfað hefur fyrir sendiráð okkar í Tókýó frá árinu 2001, var heiðraður með þriðja stigs heiðursmerki íslensku utanríkisþjónustunnar í móttöku í sendiráðinu. Þetta er viðurkenning fyrir ómetanlegt framlag hans og óbilandi trúmennsku í gegnum árin. Til hamingju, Ernesto!
Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York, flutti ræðu fyrir hönd Norðurlandanna þar sem hún ítrekaði mikilvægi kynjajafnréttis og valdeflingar stúlkna á fundi á vettvangi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Þá birti fastanefndin í New York yfirlýsingu sem Ísland tekur undir ásamt 78 ríkjum þar sem stuðningur við Alþjóðlega sakamáladómstólinn er ítrekaður sem og við alþjóðalög og mannréttindi.At the 1st Regular Session of the @UNICEF_Board, #Iceland on behalf of the Nordics emphasized that a continued focus on gender equality & girls empowerment is essential to the success of @UNICEF in working for the attainment of children’s rights 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 https://t.co/vRWtBisNw5 pic.twitter.com/oWsTRBVl6n
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 5, 2025
Sendiráð okkar í Freetown og fulltrúar UNICEF á Íslandi tóku höndum saman og heimsóttu Loko og Moyamba í Síerra Leóne. Þar er meðal annars unnið að því að bæta hreinlæti og aðgang að hreinu vatni. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiráðsins, og Pálína B. Matthíasdóttir, deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, voru í ferðinni fyrir hönd ráðuneytisins.Iceland 🇮🇸 is among 79 States Parties that have joined the following statement in support of the International Criminal Court. pic.twitter.com/OaHbtmj3Ex
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 7, 2025
The Embassy this week joined @UNICEFSL for successful field visits to Port Loko and Moyamba where Iceland is collaborating with UNICEF and the Government of Sierra Leone in providing improved access to safe & clean #WASH services in costal communities. pic.twitter.com/kiZcaP9hbv
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) February 5, 2025
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild.