Föstudagspóstur 28. febrúar 2025
Heil og sæl.
Vika Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hófst á þátttöku í ráðherraviku mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Var það í fyrsta sinn sem hún tekur þar þátt en Ísland tók sæti í ráðinu sem aðildarríki um áramótin og á þar sæti næstu þrjú árin. Ráðherra flutti ávörp, sótti hina ýmsu viðburði og átti fjölmarga fundi með kollegum og félagasamtökum á meðan dvöl hennar stóð í Genf. Hér er brot af því helsta.
A good talk with @NOIweala about fisheries subsidies and alarming signals in the international trade system. Iceland is an advocate of the multilateral trading system and a committed member of the WTO and will continue to defend its values and integrity. pic.twitter.com/YsBJduZOc4
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Good talk with @MakaB__ on 🇮🇸 🇬🇪 membership in @UN_HRC. Reaffirmed Iceland’s full support for Georgia’s EU integration, reiterated the importance of human rights for all, incl. gender equality & LGBTI rights, and raised the importance of ensuring a just & lasting peace in Ukraine pic.twitter.com/U3OvWANUlg
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Important meeting with @ICRC President Mirjana Spoljaric in Geneva today. ICRC plays a crucial role in upholding international humanitarian law - especially during the worrisome times of conflict that we witness today. Iceland appreciates our long-standing cooperation. pic.twitter.com/5aBBUwVMCh
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Addressing @UN_HRC on the 3-year anniversary of Russia‘s full-scale invasion of Ukraine – a clear sign of a dangerous trend of disregard for int‘l law. As a member of #HRC, 🇮🇸 will stand up for human rights & freedoms of all, children’s rights, gender equality & rights of LGBTI. pic.twitter.com/uaJcnilKsD
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Great to meet FM Kalani Kaneko to discuss 🇮🇸 🇲🇭 membership of @UN_HRC in 2025-2027. Looking forward to fruitful cooperation on mutual priorities, including gender equality and human rights & the environment. https://t.co/fNvHH32PQj
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Honour to address @UN_HRC on behalf of the Nordic-Baltic countries at the #HRC58 to commemorate the 30th anniversary of the Beijing Declaration. Gender equality must remain a priority not just for long-term peace and economic well-being but to secure human rights of all. pic.twitter.com/i7uJmPoywm
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
An important talk with @volker_turk where I discussed Iceland’s priorities as a member in the @UN_HRC 2025-2027 🇺🇳 Also expressed my concern for recent global developments and wide backlash against human rights. pic.twitter.com/zTbg4v7vVe
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
Good discussion with @AraratMirzoyan on 🇮🇸🇦🇲 bilateral relations, European cooperation and the importance of uniting around the values of human rights, democracy and the rule of law. Iceland firmly supports Armenia’s European aspirations and welcomes deeper cooperation. pic.twitter.com/UZ89pHNcBh
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
Good to meet with @abkhaleel on the sidelines of #HRC58 to discuss cooperation as members of @UN_HRC, including on the importance of addressing the linkages between human rights & the environment 🇮🇸 🇲🇻 https://t.co/xCtNGz1Vqy
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
Great meeting with FM Dominique Hasler where we discussed 🇮🇸 🇱🇮 robust relationship, anchored in our EEA EFTA co-operation. Also agreed on the importance of continued unity between our countries in today’s global challenges. pic.twitter.com/OUv9zZQjaD
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
Spoke on behalf of Nordic-Baltic countries at a ministerial event to mark 11 years of Ukrainian resistance to Russian aggression at @UN_HRC. We are resolute in our support & will stand shoulder to shoulder with Ukraine in securing peace & justice & efforts to rebuild the country. pic.twitter.com/jWi17jfalh
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
During our membership at @UN_HRC, Iceland is committed to working constructively with civil society. Today I had an informative dialogue with CSO representatives in Geneva on protecting and promoting human rights for all, including gender equality and rights of LGBTQI+ persons. pic.twitter.com/i3bE4dsGBf
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 25, 2025
Þá gerði hún allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu að umfjöllunarefni sínu. Var það í tilefni þeirra hörmulegu tímamóta sem urðu á mánudag þegar stríðið varð þriggja ára. Fáni Úkraínu blakti við hlið þess íslenska við húsakynni utanríkisráðuneytisins í Austurhöfn þann dag og þá tóku sendiskrifstofur þátt í að sýna varnarbaráttu úkraínsku þjóðarinnar stuðning.Good talking with @baisalov to share views and priorities for 🇮🇸 & 🇰🇬 membership of @UN_HRC. Look forward to working with Kyrgyzstan on the Council. pic.twitter.com/2VUllRM0V3
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 26, 2025
Iceland stands firmly with the Ukrainian people, who have fought bravely for their freedom, independence and sovereignty for three years today. Ukraine has our solidarity and continued support in their fight against a brutal aggressor. Ukraine deserves a just and lasting peace. pic.twitter.com/CmmnhyZHK8
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 24, 2025
Today marks three years of Russia’s brutal attacks on Ukraine 🇺🇦
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) February 24, 2025
“We must project allied unity, strengthen our collective defense, and deliver a just and lasting peace in Ukraine” says @thorgkatrin, Minister for Foreign Affairs of Iceland 🇮🇸#StandWithUkraine pic.twitter.com/kFC5Ywjm8K
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skrifuðu og birtu sameiginlega grein í Financial Times þar sem stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu var áréttaður.Solidarity with Ukraine in Washington DC today. Iceland stands with Ukraine #StandWithUkraine 🇮🇸🇺🇦 pic.twitter.com/iQqsMTDUHv
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 23, 2025
The Nordic-Baltic countries joined together in an op-ed today on the third anniversary of Russia's illegal and unprovoked full-scale invasion of Ukraine. We remain committed to achieving—through strength—a just & lasting peace on the basis of int'l law.https://t.co/VOapitVyT8
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) February 24, 2025
Mikilvægi þess að Ísland efli enn frekar samstarf sitt við bandalagsríki og styrki eigin getu til að tryggja stöðuvitund, öryggi, varnir og áfallaþol voru leiðarstef opnunarávarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra á málþingi um öryggismál á viðsjárverðum tímum sem haldið var í Norræna húsinu í vikunni. Að málþinginu stóð Varðberg - samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál í samstarfi við utanríkisráðuneytið.
Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, var í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í vikunni. Varðskipið Freyja fylgdi kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fóru áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið í samræmi við settar verklagsreglur.
Another successful visit of a US Navy submarine to Icelandic territorial waters. Close allies working together to safeguard the security of the North Atlantic and Arctic. pic.twitter.com/lEJCJXDq5x
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) February 26, 2025
Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Vinir okkar í Eistlandi fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum 24. febrúar síðastliðinn og var þeim árnað heilla á reikningi utanríkisráðuneytisins. Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, og Ásthildur Jónsdóttir, eiginkona hans, tóku þátt í hátíðahöldum í Tallinn.
Happy Independence Day to our dear Estonian friends! pic.twitter.com/D8N80mDfIc
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) February 24, 2025
Loftferðasamningur milli Íslands og Georgíu var undirritaður í Reykjavík í vikunni. Þetta er fyrsti loftferðasamningur þjóðanna en undirbúningur að gerð samningsins hófst árið 2018. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Givi Davitashvili, flugmálastjóri Georgíu, undirrituðu samninginn.
Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, tók á móti um hundrað gestum á dögunum þegar heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur um Kvennafrídaginn 24. október 2023 var sýnd.
Sendiráðið í Helsinki fékk til sín leikskólabörn en þar ræddu þau við listakonuna Josefinu Nelimarkka um listina og verk hennar sem eru nú til sýnis í sendiráðsbústaðnum.
Sýningin „De fire elementer“ opnaði í Galleri Krebsen í Studiestræde á dögunum. Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, flutti opnunarávarp og Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir söng fyrir viðstadda. Sýningin samanstendur af verkum listafólksins Piu Sverrisdóttur, Þórunnar Báru Björnsdóttur, Mariettu Bonnet (sem einnig er eigandi Galleri Krebsen) og Nönnu Bisp Büchert og stendur yfir fram í miðjan mars.
Samtvinnun myndlistar og vísinda var viðfangsefni sýningaraðar í Hoeng Gallery sem er hluti af Downing College í Cambridge. Að þessu sinni urðu jarðvísindi fyrir valinu og þemað íslensk eldfjöll (Magma Rising: A Journey to the Centre of Icelandic Volcanoes). Sýnd eru verk eftir 18 listamenn, þar á meðal íslenska. Sturla Sigurjónsson, sendiherra í London, var viðstaddur opnun sýningarinnar og hitti þar meðal annars Graham Virgo, rektor Downing College, Sarah Kennedy prófessor og sýningarstjóra og Nick Rawlinson prófessor og formann ráðgjafarnefndar. Þá hafði Sturla mikla ánægju af að hitta myndlistarmennina Önnu Guðjónsdóttur og Brand Karlson auk annarra íslenskra gesta.
Árleg verðlaunaafhending fyrir besta fiskinn og frönsku kartöflurnar (National Fish and Chips Awards) fór fram í London í vikunni. Seafood from Iceland var meðal styrktaraðila viðburðarins enda góðar líkur á að fiskurinn komi frá Íslandi þegar þessi vinsæli réttur er a boðstólnum hér í Bretlandi. Jóhanna Jónsdóttir, varamaður sendiherra, sótti verðlaunaafhendinguna fyrir hönd sendiráðsins.
Benedikt Höskuldsson, sendiherra í Nýju Delí, var meðal þátttakenda frá 60 löndum sem heimsóttu Kaziranga-þjóðgarðinn á dögunum.
Hlynur Guðjónsson, sendiherra í Ottawa, ferðaðist til austurhluta Kanada sem liggur að Atlantshafi ásamt norrænum kollegum og tók þar þátt í umfangsmikilli dagskrá.
Sendiráðið í Osló fékk heimsókn frá ræðismanni Íslands í Þrándheimi, Nina Svendsen, sem tók við embættinu í október síðastliðnum. Starfsfólk sendiráðsins átti gott og líflegt spjall við hana um komandi verkefni, nýafstaðnar kosningar og margt fleira.
Þá fékk okkar fólk í Osló Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í stutta heimsókn á leið hennar frá Úkraínu. Hún nýtti tækifærið til að kynna stefnu nýrrar ríkisstjórnar fyrir fulltrúum sendiráða í Noregi með fyrirsvar gagnvart Íslandi. Í kraftmikilli kynningu fór hún yfir helstu áherslur stjórnvalda, þar á meðal í velferðarmálum, húsnæðismálum, ferðamálum og fleira. Fundurinn var afar áhugaverður og líflegur þar sem sendiherrar lögðu fram fjölmargar spurningar til forsætisráðherra.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, var viðstaddur verðlaunaafhendingu hjá fiskvinnslufyrirtækjum í Japan og smakkaði þar meðal annars grálúðu.
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, tók þátt í fundi með fulltrúa þróunar- og tæknimálaráðuneyti Póllands ásamt norskum kollega sínum. Þar voru málefni innri markaðarins og breytt geópólitísk staða alþjóðakerfisins til umræðu.
Friðrik var Kristrúnu Frostadóttur og hennar fólki til halds og trausts í Úkraínu en hún var þar stöddum ásamt Evrópuleiðtogum og fleirum til að sýna stuðning við varnarbaráttu Úkraínu gegn árásargirni Rússa.
Fastanefndin í Genf hefur staðið í ströngu í yfirstandandi vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem sagt var frá að framan og utanríkisráðherra sótti á dögunum. Einar Gunnarsson fastafulltrúi og hans fólk hafa þannig tekið þátt í að flytja yfirlýsingar, til að mynda fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afganistan og Súdan.Today marks three years of Russia’s brutal attacks on Ukraine 🇺🇦
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) February 24, 2025
“We must project allied unity, strengthen our collective defense, and deliver a just and lasting peace in Ukraine” says @thorgkatrin, Minister for Foreign Affairs of Iceland 🇮🇸#StandWithUkraine pic.twitter.com/kFC5Ywjm8K
Speaking at #HRC58 this afternoon, Iceland on behalf of the NB8 states 🇩🇰 🇪🇪 🇫🇮 🇮🇸 🇱🇻 🇱🇹 🇳🇴 🇸🇪 called for rapid and unhindered humanitarian access in Sudan and condemned all forms of violence against civilians by all parties of the conflict ➡️https://t.co/eI03cq3872 pic.twitter.com/iE0NDf1A1s
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 27, 2025
This morning at #HRC58 🇮🇸 on behalf of the NB8 🇩🇰 🇪🇪 🇫🇮 🇮🇸 🇱🇻 🇱🇹 🇳🇴 🇸🇪 expressed firm support to the mandate of the SR on Afghanistan. The NB8 remain deeply concerned by the institutionalized system of discrimination of women and girls in Afghanistan.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 28, 2025
➡️https://t.co/ccJkyG1Vkj pic.twitter.com/9SH0qFOoY4
Okkar fólk í fastanefndinni gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York tók á móti hópi stjórnmálafræðinema frá Háskóla Íslands. För þeirra var því næst heitið til Washington D.C.Today at #HRC58 Iceland reiterated that hostages and prisoners, Israeli or Palestinian, must be treated with dignity and respect – both the living and the dead. They should be neither paraded nor degraded.
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) February 27, 2025
Full statement here: https://t.co/eLjNbE4c68 pic.twitter.com/F8khw4CjOu
Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi í New York, flutti ræðu fyrir hönd Norðurlandanna þar sem lögð var áhersla á stækkað, gagnsærra, skilvirkara og lýðræðislegra öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem fæli einnig í sér inngildingu.Always a pleasure to meet students in Political Science from @Haskoli_Islands and engage in discussions on the important work of the @UN pic.twitter.com/ec5kWiGPpc
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 25, 2025
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Washington D.C., fundaði með Greg Murphy, fulltrúadeildarþingmanni frá Norður-Karólínu í vikunni. Samband Íslands og Bandaríkjanna var efst á baugi í tali þeirra en Murphy er einn af forsvarsmönnum vinahóps Íslands í bandaríska fulltrúadeildarþinginu. Svanhildur fundaði einnig með Rob Wittman, fulltrúadeildarþingmanni frá Virginíu, en hann er einnig í áðurnefndum hópi.At IGN Plenary Cluster Debate on Working Methods 🇺🇳 #Iceland on behalf of the Nordics emphasized an inclusive, transparent, efficient, effective, democratic and accountable functioning of an enlarged Security Council #UN 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 See: https://t.co/F1mBR2aPlL pic.twitter.com/6RLT7NaCLL
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 27, 2025
Great to connect with co-chair of #IcelandCaucus @RepGregMurphy. Discussed the upcoming annual caucus meeting and Iceland-US relations. pic.twitter.com/I51Y0Bpz5C
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 25, 2025
Þá hittu Svanhildur og Ásdís Hreinsdóttir, starfsmaður sendiráðsins, Rachel Kallander, kjörræðismann Íslands í Alaska.Great conversation with Rep @RobWittman on #CapitolHill yesterday on Iceland-US relations. Thank you for your friendship and support to the #IcelandCaucus pic.twitter.com/jIXkZtZj0p
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 25, 2025
Starfsfólk sendiráðsins í Síerra Leóne fékk fræðslu og þjálfun í brunavörnum frá slökkviliðinu í Freetown í vikunni.A pleasure to have @rachelkallander founder & CEO of @AESymposium and Iceland’s Honorary Consul in Anchorage, Alaska, visit us at the Embassy yesterday.
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) February 27, 2025
📸Ambassador @svanhildurholm on the right, Rachel in the middle & Ásdís, Head of Consular affairs on the left. pic.twitter.com/5XM9jvbVMd
Norrænu sendiherrarnir í Peking áttu fund með Lu Kang, vararáðherra alþjóðadeildar Kommúnistaflokks Kína. Auk þess að ræða ýmsa þætti samskipta Norðurlandanna við Kína, ræddu þeir innrásarstríð Rússlands í Úkraínu og afstöðu Kína til þess.Ensuring the safety of our team is a top priority! 🔥
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) February 26, 2025
This morning, Team Iceland 🇮🇸 got a training from the National Fire Force on fire safety training with a hands-on demonstration of fire extinction. pic.twitter.com/eeRMYzPjI7
Sendiráðið í Peking starfar þétt með hópi íslenskra fyrirtækja í Kína (Icelandic Business Forum). Fyrri fundurinn af tveimur árlegum fundum fór fram í formi fjarfundar í vikunni. Þessir fundir eru nýttir til að bera saman bækur, leita ráða og ræða samstarfsfleti.Pleasure to meet Vice Minister LU Kang of the Int Dept of CPC with my Nordic colleagues. Discussed 🇨🇳 and 🇮🇸🇩🇰🇫🇮🇳🇴🇸🇪relations, changing international trade & political relations, & the security challenges of the 3 years of brutal & unprovoked war of aggression of 🇷🇺in🇺🇦 pic.twitter.com/7skujTqy9H
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) February 26, 2025
First of the Embassy’s twice yearly on-line meetings with the #Icelandic Business Forum where we discuss synergies and common concerns. The Embassy has very productive cooperation with the Icelandic business community in China. pic.twitter.com/QVVhpZHjnR
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) February 27, 2025
Starfsfólk sendiráðsins í Peking sótti minningarathöfn í sendiráði Póllands vegna árásarstríðs Rússa í Úkraínu, og var færsla birt á Weibo-reikningi sendiráðsins til stuðnings Úkraínu (sem er á kínversku). Starfsfólk sendiráðsins sótti jafnframt samstöðuviðburð gegn nauðungarflutningum íbúa Gaza og í þágu sjálfstæðrar Palestínu sem haldinn var í sendiráði Palestínu.
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja, Upplýsingadeild.