Föstudagspóstur 7. mars 2025
Heil og sæl.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ítrekuðu stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu í kjölfar fundar Volodómír Selenskí Úkraínuforseta með valdhöfum í Hvíta húsinu fyrir viku síðan.
Iceland stands with Ukraine. You are not alone. We wholeheartedly support Ukraine in their quest for just and lasting peace against the unprovoked and unlawful Russian aggression.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 28, 2025
Þá ítrekaði Þorgerður Katrín mikilvægi þess að Úkraínu verði áfram sýndur stuðningur og varnir hennar styrktar eftir grimmilega árás Rússa í dag sem beint var gegn borgaralegum innviðum.Dearest @ZelenskyyUa. You have our full support on the pathway to a just and lasting peace. We won’t give up on you. Slava Ukraini 🇺🇦🇮🇸
— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) February 28, 2025
Attacks on Ukraine overnight again leave no doubt on who is the aggressor. Russia‘s indiscriminate targeting of civilian infrastructure demonstrates that it has no desire for peace, only destruction. We must support & strengthen the defense of Ukraine. https://t.co/ZCEw9xQeKg
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 7, 2025
Utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, þ.e. Rauða krossinn á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og SOS barnaþorpin á Íslandi.
Íslensk stjórnvöld undirstrikuðu ófrávíkjanlegar skyldur Ísraels sem hernámsaðila að mannúðarrétti í greinargerð sem skilað var í síðustu viku til Alþjóðadómstólsins í Haag í ráðgefandi álitsmáli sem dómstóllinn hefur til umfjöllunar. Þá árétta stjórnvöld sömuleiðis ábyrgð Ísraels á að tryggja að þær stofnanir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa falið sérstök hlutverk gagnvart íbúum á hernumdum svæðum Palestínu geti sinnt hlutverki sínu, þar á meðal Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands gagnvart Hollandi, afhenti greinargerðina fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.
Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók í vikunni þátt í umræðu um konur, frið og öryggi í breyttum heimi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars næstkomandi. ÖBÍ réttindasamtök og UN Women á Íslandi stóðu fyrir viðburðinum í samstarfi við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi. Í innleggi sínu lagði Jónas meðal annars áherslu á að ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi varða hagsmuni allra kynja. Jónas greindi frá því hvernig varnarmálaskrifstofa hefur innleitt kynjasjónarmið í sínum störfum og stutt við aukna þátttöku kvenna á sviði öryggis- og varnarmála, bæði innanlands og á vegum Íslands erlendis.
Hlutverk Alþjóðabankans á tímum örra breytinga, skertrar fjármögnunar til þróunarsamvinnu og erfiðrar skuldastöðu fjölmargra þróunarríkja var meðal þess sem rætt var á fundi fulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) í Alþjóðabankanum með Ajay Banga, forseta bankans, í Stokkhólmi í vikunni. Vandinn sem fátækustu ríkin standa frammi fyrir er gríðarlegur og fer vaxandi á sama tíma og dregið hefur úr stuðningi við þau. Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.
Kvikmyndahátíðin Vision Nordique: French Nordic Film Days fer nú fram í París og stendur fram á sunnudag. Snerting var opnunarmynd hátíðarinnar sem er samstarfsverkefni kvikmyndastofnana allra Norðurlandanna undir merkjum The Five Nordics, frönsku kvikmyndastofnunarinnar CNC, sænsku menningarstofnunarinnar í París, frönsku menningarstofnunarinnar í Svíþjóð og norrænu sendiráðanna í Frakklandi, með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, hélt opnunarræðu hátíðarinnar og annar aðalleikari myndarinnar, Pálmi Kormákur, sat fyrir svörum eftir sýninguna. Þá stóðu sendiráð Íslands og Finnlands í samstarfi við menningarstofnun Finnlands í París fyrir móttöku í tilefni opnunarinnar.
UNESCO hélt í dag alþjóðlega ráðstefnu um stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna. Ráðstefnan er tilkomin að frumkvæði Íslands og flutti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir myndbandsávarp. Þar lagði hún áherslu á hlutverk alþjóðasamfélagsins í baráttunni fyrir mannréttindum afganskra kvenna og stúlkna.
Sýningin Boreal Heat, sem er samsýning íslenska myndlistarfólksins Ástríðar Ólafsdóttur, Bjarkar Viggósdóttur og Reinars Foreman var opnuð í Galerie de Buci í 6. hverfi Parísar í vikunni, í samstarfi við sendiráð Íslands í París. Sýningaropnunin var mjög vel sótt og hlaut góðar viðtökur viðstaddra. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, ávarpaði sýningargesti við opnunina.
Á Íslandi má finna tvo alþjóðlega UNESCO jarðvanga við Kötlu og Reykjanes og sóttu fulltrúar þeirra ráðstefnu í höfuðstöðvunum í París í tilefni af tíu ára afmæli alþjóðlegs tengslanets jarðvanga. Þau færðu fastanefnd veglega bókagjöf um Reykjanes jarðvanginn og var þeim þakkað fyrir.
Þá tísti Unnur um þátttöku hennar í verkefninu ambassador for a day sem breska sendiráðið stóð fyrir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.We had the pleasure of meeting representatives from 2 #UNESCO Global Geoparks of Iceland 🇮🇸 - Katla and Reykjanes - at the 10th anniversary of #UNESCOGeoparks network (IGGP). Iceland fully supports the vital role of #Geoparks 🌱
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) March 6, 2025
👉https://t.co/cFLpBG2Tnx
👉https://t.co/h9YbQcPO9L pic.twitter.com/W0Fxl5pHhg
I had the pleasure to exchange with Sasha (17)🙏🏼 to @NAlexanderFCDO 🇬🇧 & the #AmbassadorForADay inititive. Very useful discussions for us #WomenInDiplomacy on the occasion of the #IWD2025 https://t.co/MGkYjIan98
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) March 7, 2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var stödd í Berlín á ferðamannaráðstefnunni ITB Berlin. Auðunn Atlason sendiherra og hans fólk stóðu fyrir móttöku af því tilefni í sendiráðsbústaðnum þar sem fulltrúar Icelandair og Íslandsstofu tóku meðal annarra þátt.
Þá áttu Auðunn og Ingólfur Friðriksson, deildarstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneytinu, fund með þýskum kollegum frá kanslaraembættinu, utanríkisráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu um Evrópumál og EES-samninginn.
Good consultations with German colleagues on EU/EEA matters - and beyond - during this week’s visit from capitals pic.twitter.com/JpzjKGvslp
— Auðunn Atlason (@audunnatla) March 7, 2025
Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar heimsótti sendiráðið í Berlín í vikunni.
Benedikt Kristjánsson tenór kom fram í Berlínar Philharmoníunni.
Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, heimsótti nýverið sendiráðið í London og fékk þar kynningu á starfsemi sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Þar svaraði Jóhanna Jónsdóttir, varamaður sendiherra, spurningum sem nemendurnir höfðu um hin margvíslegu störf sendiráðsins.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra í London, heimsótti á dögunum safn tileinkað minningu hönnuðarins, skáldsins og Íslandsvinarins William Morris. Morris sótti Ísland oft heim, fyrst árið 1871, og var Ísland honum mikill innblástur í skrifum og hönnun. Morris og fjölskylda ræktuðu samband sitt við Ísland alla ævi og May Morris, dóttir skáldsins, var sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1930.
Sendiráð Norðurlandanna í London stóðu í vikunni fyrir viðburði í breska þinghúsinu um konur og lýðræði. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við þingnefnd kvenna (All-Party Parliamentary Group Women in Parliament) og bresk-norrænu þingnefndina (All-Party Parliamentary Group Nordic Countries). Meðal viðmælenda voru Kristina Háfoss, framkvæmdastjóri skrifstofu Norðurlandaráðs, og fulltrúar þinghópanna. Gestir nýttu tækifærið til þess að deila þekkingu milli Norðurlandanna og Bretlands, um hvernig best sé farið að því að tryggja réttindi kvenna til þátttöku í lýðræði. Jóhanna Jónsdóttir, varamaður sendiherra, var viðstödd viðburðinn ásamt varamönnum norrænu sendiráðana.
Bolludeginum var fagnað í nokkrum sendiráðum.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, hélt kynningu í Tama City í Tókýó um umhverfisstefnu Íslands. Þar gæddi hann sér á pylsum sem reiddar voru fram á íslenskan máta.
Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, fór yfir mikilvægi þess að mannréttindi kvenna, stúlkna, hinsegin fólks og minnihlutahópa væru virt í hvívetna. Ávarpið flutti hann í yfirstandandi vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Happy to celebrate #AfricanDayofSchoolFeeding in Karene today with @WFPS_Leone @MOBSSE_SL & other partners. School feeding is more than meals, it’s an investment in our future. #HomegrownSchoolFeeding pic.twitter.com/bfCVf29Fx9
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) March 4, 2025
Fastanefndir Norðurlandanna í New York tjáðu sig um beitingu Rússa á neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku og hvöttu þá til að beita því á skynsamlegan hátt og í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Today at #HRC58, 🇮🇸 stressed the importance of the full enjoyment of human rights of women & girls, LGBTQI+ persons and other minority groups. Positive change towards the promotion & protection of human rights of all can only be achieved through cooperation & dialogue. pic.twitter.com/FWxHjRlHvK
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 3, 2025
Sendiráðið í Washington D.C. fékk í heimsókn nemendur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á dögunum.Nordics 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 on #UNSC #veto by #Russia last week:
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 6, 2025
- We call for the veto to be used responsibly & in strict adherence with the 🇺🇳Charter.
- Permanent Members cannot allow themselves to use the veto in a patently partisan manner.#StandWithUkraine️ https://t.co/vbg0W66B2r pic.twitter.com/YpQsbaYOiN
Sendiráð Íslands í Washington bauð til mótttöku fyrir þátttakendur NATO ACO POLAD ráðstefnunnar sem fram fór í Washington og Norfolk í vikunni. Á myndinni eru Ragnhildur Arnórsdóttir, sendiráðunatur í sendiráðinu í Washington, ásamt Kelly Degnan, sendiherra og utanríkismálaráðgjafa formanns bandaríska herráðsins, og Jóna Sólveig Elínardóttir sendiráðunautur og starfsmaður utanríkisráðuneytisins í Norfolk.The Embassy received a group of Political Science students from @uni_iceland. Good discussion about the role of the Embassy & Iceland-US relations 🇮🇸🇺🇸. Thanks for the visit and the great questions. pic.twitter.com/VdTZ1xkx2W
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 3, 2025
María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna í utanríkisráðuneytinu, sótti Peking heim í vikunni. Hún átti fundi með Li Jian, skrifstofustjóra Evrópuskrifstofu kínverska utanríkisráðuneytisins um tvíhliða samskipti ríkjanna og væntanlegan Peking +30 viðburð í Peking, Chen Danhong, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu náttúruauðlindaráðuneytisins, um norðurslóðasamstarf ríkjanna, og Shen Bo, skrifstofustjóra fjölþjóðasamstarfs í utanríkisráðuneytinu um stöðu Sameinuðu þjóðanna í dag og fjölþjóðasamstarfs, áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, árásarstríð Rússlands í Úkraínu, og væntanlega ráðstefnu í Peking í tilefni af Peking +30.An pleasure to host participants of NATO ACO POLAD Conference at the residence this week 📷from left Ragnhildur Arnorsdottir 🇮🇸, Amb. Kelly Degnan, Foreign Policy Advisor to the Chairman of the Joint Chiefs of Staff & Jona S. Elinardottir, POLAD, NATO Joint Force Command Norfolk pic.twitter.com/RKSuUN4cuE
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 6, 2025
Amb María Mjōll Jónsdóttir Pol Dir & DG LI Jian MFA European Dept discussed strengthening the green transition coop of 🇮🇸 & 🇨🇳 in the context of the 30th Anniver of Embassy of 🇮🇸 in 🇨🇳 and high level visits & Beijing +30 They also discussed the security threat of the war in 🇺🇦 pic.twitter.com/3Ng1BENG1A
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 6, 2025
Ambassador María Mjōll Jónsdóttir Political Director met with DG CHEN Danhong of the International Department of the Ministry of Natural Resources and discussed the scientific exchange and Arctic research cooperation of 🇮🇸 and 🇨🇳 pic.twitter.com/fY83EWlzv2
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 7, 2025
Loks sat hún hádegisverðarfund í boði Hua Chunying, varautanríkisráðherra Kína, þar sem rædd voru samskipti ríkjanna á þeim 30 árum sem sendiráð Íslands hefur verið í Peking, hnattrænar áskoranir og árásarstríð Rússlands í Úkraínu.The vital importance of the UN multilateral system, the Russian war on Ukraine, #Iceland’s priorities in UN Human Rights Council & the UN Commission on the Status of Women were discussed by Amb María Mjōll Jónsdóttir Pol Dir & DG SHEN Bo of Multilat Dept of the Foreign Ministry pic.twitter.com/QKvQr456At
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 7, 2025
Vice Foreign Minister HUA Chunying hosted Amb María Mjōll Jónsdóttir Pol Dir & delegation for a lunch. Discussed the growing bilateral relations of 🇮🇸 & 🇨🇳 during the 30 years of the Embassy of 🇮🇸 in 🇨🇳. Also discussed global challenges and the war of aggression of 🇷🇺 in 🇺🇦 pic.twitter.com/3n3RbEc80K
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) March 7, 2025
Sendiráð Íslands í Peking skipulagði málstofu um konur og endurnýjanlega orku í húsakynnum þess í tilefni af því að nú í á eru 30 ár liðin frá því að Ísland opnaði sendiráð í Peking. Færri komust á ráðstefnuna en vildu, en sendiráðið varð að loka fyrir skráningu viku fyrir hana vegna fjölda skráninga.
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild.