Föstudagspóstur 14. mars 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferðina á því að vekja athygli á fyrirhugaðri ferðaröð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem hún mun færa skrifstofu sína út á land, nær fólkinu í landinu. Fyrsti viðkomustaður verða Vestfirðir í næstu viku. Þar býður hún upp á opna viðtalstíma á Ísafirði og á Patreksfirði, auk þess sem hún verður með opinn kvöldfund á Dokkunni á Ísafirði.
Málefni Úkraínu, staða öryggis- og varnarmála í Evrópu, náið vinsamband Íslands og Tékklands og fyrirhuguð loftrýmisgæsla tékkneska flughersins á Íslandi, var efst á baugi fundar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherar og Jan Lipavský utanríkisráðherra Tékklands sem fram fór í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík í vikunni.
Allsherjarstríð Rússa í Úkraínu er sem fyrr ofarlega á baugi í heimsmálunum. Utanríkisráðherra fagnaði niðurstöðu fundar sendinefnda Bandaríkjanna og Úkraínu, sem fram fór í sádiarabísku borginni Jeddah, þar sem báðar hliðar samþykktu að ramma utan um vopnahlésáætlun. Þar ítrekaði ráðherrann jafnframt að bolinn væri hjá Rússum.
We welcome the joint statement of the Ukrainian and American delegations following their meeting in Jeddah. Iceland supports Ukraine’s quest for just and lasting peace and today, important steps have been taken. Now Russia must show they are willing to work for peace.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 11, 2025
Together with the #NB8 countries, Iceland welcomes the steps taken by Ukraine and the US towards restoring durable peace for Ukraine.https://t.co/tze55qIA6n
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) March 12, 2025
Þá kynnti Þorgerður Katrín tillögu í ríkisstjórn um mótun stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands í vikunni. Stefnunni er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma með áherslu á ytri ógnir og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi, fjalla um nauðsynlegan varnarviðbúnað, og skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi, auk þess að benda á hugsanlegar umbætur á laga- og stofnanaumgjörð varnarmála. Á sama tíma og þessi vinna hefst verður ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að styrkja varnarviðbragð Íslands og stöðu landsins sem samstarfsaðila bandalagsríkja í varnarmálum.
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna bar upp síðastliðinn laugardag, 8. mars. Vakin var athygli á honum á reikningi ráðuneytisins á X og á hinum ýmsu miðlum sendiskrifstofa okkar úti í heimi.
On this International Women's Day, and every day, we recognise that accelerating gender equality is essential for a peaceful and stable world. Let's #MarchForward to make gender equality a reality #ForAllWomenAndGirls.#IWD2025 pic.twitter.com/kRKtdf7Xi1
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) March 8, 2025
Happy #InternationalWomensDay 🌎
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 7, 2025
Today at @UN HQ we celebrated the 50th anniversary of #IDW with @UN_Women 🇺🇳
🇮🇸 is proud to support #GenderEquality & empowerment #ForAllWomenAndGirls
We look forward to the upcoming #CSW69 next week - marking #Bejing30 pic.twitter.com/IWSVT2QIbZ
Happy #InternationalWomensDay !
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 8, 2025
On the occasion, Ambassador @svanhildurholm participated in a fireside chat with @hmwhistler founder & CEO of @WNorthConnect on gender equality & women’s leadership @SWSX in #Austin, Texas, where she shared some success stories from Iceland 🇮🇸 pic.twitter.com/9CLPjsBv9P
Niðurstöður nýrrar úttektar á vegum utanríkisráðuneytisins, sem framkvæmd var af Verkís verkfræðiskrifstofu, benda til að verkefnið Haven Rescue Home í Kenía, sem utanríkisráðuneytið styrkti með nýliðastyrk fyrir frjáls félagasamtök um fjórar milljónir króna árið 2021, hafi skilað haldbærum árangri.
Starfsfólk sendiráðsins í Lilongwe heimsótti einn af framkvæmdastöðum verkefnis í Nkhotakota-héraði á dögunum og kynntu sér aðstæður.
Fulltrúar sendiráðsins í Lilongwe voru ásamt fulltrúum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), menntamálaráðuneytis Malaví og héraðsstjórnar Nkhotakota viðstödd setningarviðburð nýs skólamáltíðaverkefnis sendiráðsins og WFP í vikunni. Fyrir framlagið munu um tíu þúsund börn fá heita máltíð úr fjölbreyttri fæðu daglega næstu þrjú árin.
Breskir þingmenn hafa stofnað þverpólitískan samstarfshóp um málefni Norðurlanda (Nordic All Party Parliamentary Group). Fyrsti fundur hópsins var haldinn í seinustu viku þar sem fjallað var um öryggis- og varnarmál í Norður-Evrópu. Sturla Sigurjónsson sendiherra í London tók þátt í fundinum.
Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Vín, sótti á dögunum hátíðarfrumsýningu á heimildarmyndinni „The Day Iceland Stood Still“ eða „Ein Tag ohne Frauen“ eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sem sýnd var við mjög góðar undirtektir í Filmcasino í Vín. Fréttamiðillinn W24 var með umfjöllun um myndina og tók viðtal við sendiherra þar sem að hún ítrekaði mikilvægi kvennafrídagsins fyrir árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni og hversu nálægur dagurinn er enn í hugum Íslendinga.
Friðrik Jónsson sendiherra í Varsjá var til viðtals í Silfrinu þar sem umræðuefnið var stríðið í Úkraínu og staðan í pólskum stjórnmálum.
Friðrik ávarpaði sömuleiðis hringborð á dögunum þar sem rætt var um stöðu inngildingu úkraínskra flóttamanna.
Ísland gerði málefni barna að umfjöllunarefni fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í yfirstandandi vetrarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þá voru málefni hafsins umfjöllunarefni annarrar yfirlýsingar sem flutt var í lotunni.Ambassador @FridrikJonsson delivered a speech opening the roundtable dedicated to the integration of Ukrainian students in the education systems of countries that have accepted refugees from Ukraine.
— IcelandinPoland (@IcelandinPL) March 10, 2025
The roundtable conference is organized by the @FRSEdukacji.#StandWithUkraine pic.twitter.com/DoYnpKInIp
Today 🇮🇸 at #HRC58 on behalf of 🇩🇰 🇪🇪 🇫🇮 🇮🇸 🇱🇻 🇱🇹 🇳🇴 🇸🇪
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 12, 2025
Millions of children of all ages, genders, nationalities and backgrounds remain vulnerable to trafficking. Every child has the right to be protected from violence, regardless of their circumstances
➡️https://t.co/3NFW1Oiz1Y pic.twitter.com/zyfUxICo5T
Fastanefndin í Genf stóð fyrir hliðarviðburði um málefni þolenda ofbeldis í tengslum við yfirstandandi vetrarlotu mannréttindaráðsins.At #HRC58 - 🇮🇸 on behalf of NB8 states 🇩🇰 🇪🇪 🇫🇮 🇮🇸 🇱🇻 🇱🇹 🇳🇴 🇸🇪 underlined that healthy oceans are vital for safeguarding of human rights. Oceans are important global ecosystems and remain essential for the well-being of billions of persons world wide 🐟🐠https://t.co/YGIQjZQPPL pic.twitter.com/FGma9rix8Z
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 14, 2025
Þessa dagana fer fram dagskrá í tengslum við kvennanefndarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Íslenska sendinefndin náðist á mynd.Iceland was proud to host a side-event yesterday at #HRC58 with ISO to launch the world's first requirements for child-friendly services for violence victims!
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) March 14, 2025
More below ⬇️ https://t.co/aZ6g0BZVLP
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, sótti minningarviðburð í tilefni þess að 14 ár voru liðin frá Fukushima-kjarnorkuslysinu í Japan.Welcome Delegation of #Iceland 🇮🇸 to @UN_CSW 🇺🇳#CSW69 #Beijing30#ForAllWomenandGirls #GenderEquality pic.twitter.com/hre4a6ByZx
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 10, 2025
Had the honor to participate in the 14th #Fukushima Memorial Event, paying tribute to the lives lost and recognizing the resilience of the people of Fukushima. Iceland stands in solidarity with Japan in remembrance & in looking ahead to a future of strength and renewal. 🇮🇸🇯🇵 pic.twitter.com/lPWImI41mJ
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) March 11, 2025
Í London eru fjölmörg sendiráð erlendra ríkja, sem gegna einnig hlutverki sendiráðs gagnvart Íslandi. Sendiherrar rúmlega 20 ríkja gagnvart Íslandi, sem allir eru búsettir í London, sátu fund um utanríkisstefnu Íslands í sendiráði Íslands í gær. Fundinum stýrðu Bergdís Ellertsdóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra og sendiherra í málefnum norðurslóða, og Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu.
Fleira var það ekki þessa vikuna — góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild.