Föstudagspóstur 21. mars 2025
Heil og sæl.
Við hefjum yfirferðina á dagskrá Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra en hún var stödd á Vestfjörðum stærstan hluta vikunnar. Þar átti hún samtal við íbúa um utanríkismál og hvernig íslenska utanríkisþjónustan gætir hagsmuna landsmanna, bæði hér heima og erlendis. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með samantekt um það helsta úr heimsókn ráðherrans vestur á firði.
Þorgerður Katrín tjáði sig einnig um nýlega löggjöf í Ungverjalandi þar sem bann er lagt við hátíðahöldum á borð við Pride. Í færslu sem hún birti á X segir hún að allir eigi þann rétt fá að elska og vera elskaðir, óháð kyni eða kynhneigð.
Þá lýsti hún yfir miklum vonbrigðum með loftárásir Ísraelsmanna á Gaza og hvatti alla hlutaðeigandi að setjast við samningaborðið í þeim tilgangi að útfæra annan fasa vopnahléssamkomulags sem samþykkt var í janúar síðastliðnum.It's simple. People should be free to love and be loved for who they are. Hungarian Parliament’s decision to pass anti-LGBTQIA+ law is appalling. Freedom of expression & peaceful assembly are human rights. As a @UN_HRC member, ???? will always stand up for LGBTQIA+ rights ????????????
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 19, 2025
Síðastliðinn föstudag átti hún samtal við Tom Fletcher, framkvæmdastjóra samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, og norræna kollega um stöðu mannúðarmála í heiminum, til að mynda á Gaza.Shocking news of Israel’s airstrikes in Gaza. There has been too much suffering already; as ????conveyed to ???? through diplomatic channels. Hostilities must end, humanitarian aid be restored, hostages released. I call on all parties to agree to implement 2nd phase of ceasefire deal
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 18, 2025
Grateful to @UNReliefChief Tom Fletcher for OCHA-Nordic mtg today. Funding landscape for humanitarian assistance is challenging right now, but let us keep eyes on the ball: Saving lives. Appreciated discussion on situation in Gaza & call for urgent resumption of humanitarian aid. pic.twitter.com/EVrMKzPLhS
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) March 14, 2025
Niðurstöður landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna endurskoðaðrar greinargerðar Íslands um landgrunn á Reykjaneshrygg bárust íslenskum stjórnvöldum síðastliðinn föstudag. Landgrunnssvæðið sem samþykkt var af nefndinni er töluvert víðfeðmt og nær rúmar 570 sjómílur frá grunnlínum. Niðurstaða landgrunnsnefndarinnar er því Íslandi mjög hagfelld og um að ræða farsæla niðurstöðu í mikilvægu ferli sem staðið hefur yfir í tvo og hálfan áratug.
Fulltrúar frá herstjórnum JEF-ríkjanna funduðu um æfingar og áætlanir Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar JEF - Joint Expeditionary Force - á öryggissvæðinu í Keflavík í vikunni. Markmiðið með fundinum er að styrkja áætlanir og viðbragðsgetu sveitarinnar gagnvart mögulegrar ógnar og spennuástands sem hefur áhrif á JEF-ríkin. JEF samstarfið er leitt af Bretum en auk þeirra taka Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin og Holland þátt í sveitinni. Fundurinn var skipulagður af varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samstarfi við JEF.
Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Sviss, heimsótti bakaríið Bread A Porter í borginni Bern á dögunum og kenndi bakaranum Patrik Bohnenblust að baka íslenska hjónabandssælu. Hjónabandssælan verður til sölu í bakaríinu 6. júlí næstkomandi þegar Ísland mætir heimaliðinu, Sviss, í Bern. Heimsóknin var liður í upphitun fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss í sumar.
James Morley, aðmíráll og næstráðandi svæðisherstjórnar Atlantshafsbandalagsins fyrir Norður-Atlantshafið, heimsótti Ísland nýverið og fór þá meðal annars á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Herstjórnin, Joint Force Command Norfolk, ber ábyrgð á fælingu og vörnum á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum innan Atlantshafsbandalagsins. Í Íslandsheimsókninni ræddi Morley meðal annars við fulltrúa varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins um uppbyggingu herstjórnarinnar og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum.
Ný tækifæri til samvinnu og nýsköpunar í þróunarsamvinnu í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna voru í brennidepli á nýafstöðnum fundi Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) sem fram fór í París í vikunni. Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt á fundinum fyrir Íslands hönd, en þar áttu sér stað gefandi samtöl og frjó umræða við önnur aðildarríki DAC og félagasamtök.
Sendiráðið í Berlín fékk í vikunni til sín hóp framhaldsskólanema við Menntaskólann í Reykjavík.
Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, sótti hestamót í þýsku borginni Münster um síðustu helgi.
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Brussel, tók þátt í 9. Sýrlandsráðstefnu Evrópusambandsins í vikunni. Þar var tilkynnt um framlag Íslands sem nemur sjö milljónum bandaríkjadala og er ætlað í félagslega og efnahagslega uppbyggingu Sýrlands.
Harald Aspelund, sendiherra í Helsinki, tók á dögunum þátt í varnarmálaráðherrafundi Norðurlandanna og Úkraínu sem fram fór í Helsinki.
Listin var líkt og oft áður í forgrunni í Gallerie Käytävä í sendiráðsbústaðnum í Helsinki þegar þangað mættu stúdentar við Helsinki-háskóla og fulltrúar frá ríkisfjölmiðlinum Yle.
Sendiráðið í Kaupmannahöfn fékk heimsókn frá nemendum í dönskuvali á lokaári Menntaskólans í Reykjavík ásamt kennurum sínum. Pétur Ásgeirsson sendiherra og Sigurlína Andrésdóttir kynntu hlutverk utanríkisþjónustunnar og sendiráðsins fyrir hópnum.
Þá stóð sendiráðið í Kaupmannahöfn fyrir móttöku í samvinnu við félagið KÖTLU NORDIC í tilefni af fimm ára afmæli félagsins. KATLA NORDIC er „félag kraftmikilla ungra íslenskra athafnakvenna á Norðurlöndunum“ eins og segir á heimasíðu félagsins.
Davíð Bjarnason, forstöðumaður sendiráðsins í Lilongwe, og Pálína B. Matthíasdóttir, deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, heimsóttu Mangochi-hérað í Malaví á dögunum og kynntu sér framkvæmd verkefnis sem snýr að mannréttindum og framkvæmt er í samvinnu við UNDP.
Þá fagnaði okkar fólk í Lilongwe alþjóðlegum degi skógarins með því að gróðursetja tré í Mangochi og Nkhotakota.
Tinna Sveinsdóttir tók í vikunni við sem varamaður sendiherra í Nýju Delí og var henni árnað heilla á Facebook-síðu sendiráðsins.
Benedikt Höskuldsson, sendiherra í Nýju Delí, ávarpaði ráðstefnu um kynajafnrétti sem haldin var á Indlandi á dögunum. Þar fór hann yfir áhersur Íslands í málaflokknum og kvenréttindabaráttuna hér á landi sem vakið hefur athygli um heim allan.
Hlynur Guðjónsson, sendiherra í Ottawa, tók þátt í sjávarútvegsráðstefnunni Seafood Expo North America/Seafood Processing North America í Boston. Þar var hann Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra til halds og trausts.
Sendiráðið í Osló stóð í vikunni fyrir fræðandi og kraftmiklum hádegisvinnufundi í samstarfi við hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækið Öldu sem styður vinnustaði í að efla fjölbreytileika og inngildingu. Á fundinum kynnti Þórey V. Proppe, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Öldu, starfsemi fyrirtækisins fyrir leiðtogum norskra fyrirtækja sem vinna að innleiðingu fjölbreytileika, jafnréttis og inngildingu.
Þá var greint frá því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, muni í næsta mánuði fara í ríkisheimsókn til Noregs. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Heimsóknin mun fara fram í Osló og Þrándheimi og er undirbúningur í fullum gangi hjá sendiráðinu í Osló.
Þá stóð sendiráðið í Osló fyrir einstaklega vel heppnuðum vefviðburði í síðustu viku þar sem fulltrúar frá norskum stofnunum kynntu sig og sína starfsemi fyrir aðilum í íslenska viðskiptalífinu sem hafa áhuga á að kanna möguleikana á norska markaðnum.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari lék fyrir fullu húsi gesta í tónleikahúsi Fílharmóníu Parísar ásamt Tonhalle-Orchester Zürich undir stjórn hins eistneska Paavo Järvi í vikunni. Víkingur lék verkið After the Fall eftir eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna, John Adams. Fjallað var um tónleikana á samfélagsmiðlum sendiráðsins í París.
Þá sótti Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, viðburð sem skipulagður var af franska viðskiptalífinu fyrir Norðurlöndim. Þar tóku þátt yfir 200 fulltrúar franska viðskiptalífsins og af Norðurlöndunum.
Íslensk fyrirtæki tóku þátt í MIPIM, fasteigna- og þróunarverkefnasýningu í Cannes, í síðustu viku. Þar voru haldnar kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum og á framtíðarsýn K64 þróunaráætlunarinnar á Suðurnesjum undir handleiðslu Kadeco. Einnig var vinningstillaga hinnar sænsku Fojab arkítektastofu, um fyrirhugaða byggð í landi Keldna í Reykjavík, kynnt sem og tækifæri í Vísindagörðum Háskóla Íslands og fleiri sjálfbær uppbyggingarverkefni í Reykjavík. Íslandsstofa skipulagði ferðina og naut aðstoðar Patricks Sigurðssonar, formanns fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) í Frakklandi. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi, bauð gesti velkomna á kynninguna og tók þátt í myndbandsviðtali við ImmoWeek um fjárfestingatækifæri á Íslandi.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, fjallaði um málefni smárra eyríkja á fundi sem Alþjóðabankinn stóð fyrir í Tókýó á dögunum.
Rut Einarsdóttir, starfsnemi sendiráðsins í Tókýó, tók þátt í viðburði um ungmennalýðræði þar sem hún fjallaði um kynjajafnrétti á Norðurlöndunum.
Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, ávarpaði á dögunum ráðstefnu um hringrásarhagkerfið og sjálfbærni og fór yfir áherslur Íslands í því sambandi.
Þá átti Friðrik fund með Oleksandr Mishchenko, varautanríkisráðherra Úkraínu, á dögunum.
Ísland og Barbados fara í samráðsferli um hafrétt sem fram fer í júní á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands í New York, tók þátt í undirbúningsfundi fyrir Íslands hönd á dögunum.Ambassador @FridrikJonsson visited Deputy Minister of Foreign Affairs of Ukraine Oleksandr Mishchenko.
— IcelandinPoland (@IcelandinPL) March 19, 2025
During the meeting, the Ambassador discussed current issues on the agenda of bilateral relations and the unwavering support of Iceland to Ukraine.
Photo: @MFA_Ukraine pic.twitter.com/u980fSzEr4
Dagskrá í kringum kvennanefndarþing Sameinuðu þjóðanna hélt áfram í vikunni en þar tók Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, meðal annars þátt.Iceland 🇮🇸 🤝 #Barbados 🇧🇧 co-chair this year’s United Nations 🇺🇳 Open-ended Informal Consultative Process on Oceans and Law of the Sea 🌊 in June. Last week a successful prep. meeting was held to review the process and call for panelists. #DOALOS #SDG14 #OCEANS @annajohannsd pic.twitter.com/21JD0Sg878
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 17, 2025
🇮🇸 @PresidentISL yesterday @UN_CSW https://t.co/0sENr3faz3
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 19, 2025
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Washington D.C., tók þátt í pallborðsumræðum um skýrslu um hamingjusömustu ríki heims ásamt sendiherrum annarra hamingjusamra ríkja. Ísland var í þriðja sæti listans að þessu sinni en Finnar, líkt og oft áður, í því fyrsta.Iceland’s 🇮🇸 Permanent Mission to the UN 🇺🇳 was pleased to receive a visit from Icelandic youth delegates, here for CSW. They discussed their emphasis, efforts and policies with regard to the work of the Commission on the Status of Women #CSW69 @UN_CSW @luf_youth @UNYouthAffairs pic.twitter.com/9TXsB0IOzt
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) March 17, 2025
Iceland🇮🇸 ranks as 3rd happiest country 🌍according to #WorldHappinessReport 2025. To celebrate the launch of the report Amb. @svanhildurholm participated in a panel @semafor with Ambassadors from other happy countries 🇫🇮&🇨🇷 who shared secrets behind their country's happiness. pic.twitter.com/EQ75qWVRZg
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) March 20, 2025
Fleira var það ekki þessa vikuna. Góða helgi!
Kveðja,
Upplýsingadeild