Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Brugðist verði strax við þrælasölu í Líbíu

https://youtu.be/Bp6eTK0MmeE

Um áttatíu þjóðarleiðtogar Afríku- og Evrópuríkja samþykkti í síðustu viku að loknum tveggja daga fundi í Abidjan á Fílabeinsströndinni að flýta aðgerðum til að leysa þúsundir flótta- og farandfólks úr fjötrum í Líbíu. Þar hefur fólkið verið strandaglópar og margir búið við ömurlegar aðstæður. Leiðtogarnir sammæltust líka um það í lok fundarins að herða baráttuna gegn mansali.

Talið er að allt að 700 þúsund flótta- og farandfólk hafist við í búðum í Líbíu og frásagnir síðustu vikna um þrælasölu hafa vakið heimsathygli og hneykslan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum