Hoppa yfir valmynd
25.01. 2018 Utanríkisráðuneytið

Málefni kvenna í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn

Þessar konur eru í pallborði á ráðstefnunni, Tara Shine, Rachel Kyte, Sheila Oparocha og Ragna Árnadóttir. - mynd

Tengsl milli jafnréttis- og loftslagsmála hafa notið aukinnar athygli á vettvangi loftslagsráðstefna Sþ en sú 23. stendur nú yfir í Bonn í Þýskalandi. Merkilegur áfangi náðist er framkvæmdaáætlun fyrir jafnréttis- og loftslagsmál var samþykkt af þátttökulöndum, en jafnrétti var ekki bara rætt á hinum formlega pólitíska vettvangi. 

Fjölmargir aðilar kynntu starf sitt á markaðstorgi jafnréttis og einnig hafa hliðarviðburðir verið helgaðir þessu málefni. Málefni frumbyggjakvenna komu til umræðu á hliðarviðburði Women's Earth and Climate Action Network (WECAN) International þar sem baráttukonur úr ólíkum heimshlutum ræddu þær áskoranir sem eru til staðar, m.a. loftslagstengdar þjóðernishreinsanir (climate genocide), áhrif alþjóðafyrirtækja, óendurkræfar breytingar á vistkerfum og landréttindi sem eru fyrir borð borin. Skilaboð frummælenda endurspeglast hvað best í tilvitnuninni "ef þú situr ekki við borðið, þá endarðu á matseðlinum", og endurómar skýrt ákall frumbyggjakvenna um að fá rými til að standa vörð um réttindi sín og verndun umhverfisins.

Sustainable Energy for All (SEforALL) sem notið hefur stuðnings Íslands, einblínir á orkumálin með það að markmiði að tryggja aðgengi allra að orku, bæta orkunýtingu og auka hlut endurnýjanlegrar orku. Átaksverkefni SEforALL og fjölmargra aðila sem starfa á sviði jafnréttis- og orkumála var hleypt af stokkunum (People-Centered Accelerator) á loftslagsráðstefnunni. Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisskóli Háskóla Sþ og Landsvirkjun eru meðal stofnaðila verkefnisins en Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar var meðal frummælenda á málstofu SEforALL. 

Verkefnið felur í sér samhent átak til að tryggja virkari þátttöku kvenna í orkugeiranum, aðgang kvenna að orku og fjármagni til verkefna á þessu sviði. Parísarsáttmálinn fól m.a. í sér að "skilja engan eftir", sem er metnaðarfullt markmið af hálfu landa heimsins en til þess að slíku markmiði verði náð, er nauðsynlegt að endurhugsa hvernig má veita þeim sem mest eru þurfandi aðgang að nútímalegri orku á viðráðanlegu verði. Svokölluð "orkufátækt" í heiminum er meiriháttar hindrun fyrir þróun og því að Heimsmarkmiðunum verði náð. Til að útrýma henni þarf að tryggja virka þátttöku kvenna, nýta þeirra lausnir og samtakamátt þeirra fjölmörgu aðila sem starfa á þessu sviði.

PRESS RELEASE - Frontline, Grassroots and Indigenous Women to Stand for Just Climate Solutions at United Nations COP23 Press Conference and Side Event/ WECAN 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta