Hoppa yfir valmynd
20.06. 2018 Utanríkisráðuneytið

Vinnur að heildaryfirliti neyðaraðstoðar fyrir barnavernd í Eþíópíu

Pistahöfundur með starfsfélögum á héraðskrifstofunni í JIjiga borg í Sómalí héraði. - mynd

Frá því í mars síðastliðnum hef ég starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á landsskrifstofu samtakanna í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Þar starfa ég með teymi barnaverndar í neyðaraðstoð. Eþíópía glímir stöðugt við neyð að einhverju tagi árið um kring. Síðan ég kom fyrir þremur mánuðum hefur neyðarástand komið upp á þremur svæðum sem tengjast annað hvort átökum, þurrkum eða miklum vatnavöxtum. Vegna þessa eru nær 1,7 milljónir Eþíópíubúa á flótta innan síns heimalands í leit að öryggi og lífsviðurværi. Auk þessara erfiðu aðstæðna hefur Eþíópía undanfarin ár tekið á móti flóttafólki frá nágrannalöndunum Suður Súdan, Sómalíu og Erítríu en samanlagt er nærst stærsti hópur flóttamanna heiminum í flóttamannabúðum í Eþíópíu eða tæplega milljón flóttamanna. Eingöngu Tyrkir taka hafa tekið á móti fleiri flóttamönnum eða um 3,9 milljónum alls.

Í apríl mánuði sl. dvaldi ég í Sómalí héraði í þrjár vikur en Barnahjálp SÞ er með héraðsskrifstofur í Jijiga borg sem sinnir neyðinni fyrir Sómalí hérað. Neyðin þar stafar af öllum fyrrnefndum þáttum neyðar en undanfarið hafa flóð víða skapað neyð en rigningatímabil sem stendur nú yfir eða frá apríl til ágúst loka. Í upphafi tímabilsins flæddu stærstu ár yfir bakka sína eða um tíu metra á sumum svæðum.  Fjöldi flóttafólks var á flótta í annað sinn eða vegna átaka á héraðslandamærum Órómía og Sómalí héraðs sem olli flótta rúmlega einnar milljónar manna í lok desember 2016. Uppspretta átaka er vegna landamæradeilna og einnig vegna skorts á lífsviðurværi en eftir margra áratuga neyð sökum þurrka og flóða. Lífsviðurværi hafa verið af skornum skammti og lífsbaráttan stöðugt harðnað sökum uppskerubrests sem rekja má til loftlagsbreytinga. Átök hafa þó farið dvínandi en frá því í byrjun aprílmánaðar hefur meiri pólitískur stöðuleiki verið í landinu eftir að nýr forsetisráðherra tók við völdum. Fyrir hans tíma voru í gildi neyðarlög vegna stjórnmálalegs óstöðuleika í landinu.

Þau verkefni sem ég hef sinnt mína fyrstu mánuði í starfi tengist m.a. gagnaöflun, mótun og staðfæringu á mats/eftirlit tæki. Í upphafi starfs komst ég að því að ekki var til staðar heildaryfirlit neyðaraðstoðar fyrir barnavernd en slíkt yfirlit er nauðsynlegt í skipulagi hjálparstarfs. Ég dvaldi í Sómalí héraði í þrjár vikur í apríl mánuði og vann þar með starfsmönnum yfirvalda, hjálparsamtaka og annarra starfsmanna alþjóðastofnanna til að koma saman heildaryfirliti. Heildaryfirlitinu er ætlað að sinna praktískri hlið hjálparstarfsins fyrir alla sem sinna barnavernd þ.e. hjálparsamtök og stofnanir, yfirvöld og minni samfélagseiningar og skilar sér í skilvirkari hjálparaðstoð til barna sem eru í mestri neyð. Nú liggur fyrir hvar í héraðinu aðstoð er að finna og hvar hana skortir. Einnig mun yfirlitið nýtast í fjáröflun en ECHO  eða European Civil Protection and Humanitarian Organization hafði gert athugasemd við það að heildaryfirlit sé ekki til staðar og því mun það koma sér vel fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í fjáröflun að geta sýnt að heildaryfirlit liggi fyrir.

Mat sem kannar umfang neyðar

Önnur verkefni í starfi tengjast gerð matstækis sem mun vera nýtt í næstu vettvangsferðum þar sem neyðin er talin mest. Um er að ræða matstæki sem kannar umfang neyðar en hugar einnig að siðferðilegum þáttum  hjálparstarfsins “ethical standards” þ.e. dregur úr því að spurningar um neyð verði ekki íþyngjandi eða valdi skaða. Gæta þarf að því að valda ekki skaða í öllu ferli neyðaraðstoðar með eftirfarandi meginreglu í huga: “Do no harm principle”. Ástæða er að huga vel að þessum þáttum fyrir Sómalí hérað þar sem margar vettvangsferðir hafa verið farnar frá upphafi neyðar til að meta aðstæður sem reynist íþyngjandi fyrir fólk í mikilli neyð þar sem takmörkuð aðstoð hefur borist til sumra svæða. Einnig ber að hafa í huga mikilvægi kynjagreiningar og samhæfingar (gender mainstreaming) í neyðaraðstoð þar sem upplifun og aðstæður stúlkna, drengja, kvenna og karla er mismunandi og þarfirnar því ólíkar í neyð sem nauðsynlegt er að greina og koma á móts við.

Í vinnslu matstækis studdist ég við  alþjóðlega viðurkennda verkferla í neyðaraðstoð “The Inter Agency Standing Committee IASC) Gender Handbook in Humanitarian Action” og einnig “IASC Gender Based Violance Guidelines” en mikilvægt er að alþjóðlegum stöðlum sé fylgt á öllum stigum mannúðaraðstoðarinnar eða frá öflun upplýsinga, greiningu gagna, áætlunargerð og framkvæmd verkefna og eftirfylgd, til að neyðaraðstoð geri er ráð fyrir ólíkum aðstæðum og þörfum. Í þessari vegferð er nauðsynlegt að leita samráðs við konur eða samtökk kvenna sem þekkja vel til aðstæðna og stöðu kvenna og barna í heimalandi til að geta með skilvirkari hætti veitt stuðning. Á tímum neyðar eykst kynjamismunun og þar á meðal kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum og börnum.

Í Sómalí héraði er um að ræða neyð sem er erfið viðureignar þar sem flóttafólk dreifist yfir stórt landsvæði auk þess að vera á stöðugum flótta sökum breyttra skilyrða, til dæmis flóða á regntímabili, nýrra átaka og þurrka á öðrum landsvæðum. Því hefur reynst vandasamt að skipuleggja hjálparstarfið, meta hvar neyðin er mest hverju sinni og koma þannig í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hennar. Með samstilltu átaki og hæfni í að bregðast við í skyndi þegar ófyrirsjánlegar aðstæður koma upp hafa yfirvöld og nærsamfélagið í samstarfi við  hjálparsamtök og stofnanir náð að koma í veg fyrir skelfilegar afleiðingar neyðar.


  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta