Hoppa yfir valmynd
28.02. 2020 Utanríkisráðuneytið

Nýtt verkefni til skoðunar í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu

Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum.

Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Landgræðsluskólanum hafa í vikunni átt fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí, í höfuðstöðvum UNEP, til að fylgja eftir jarðhitaverkefninu sem utanríkisráðuneytið og NDF hafa stutt við á síðastliðnum átta árum. Mikill árangur og góð reynsla af samstarfi utanríkisráðuneytisins, NDF og UNEP í jarðhitaverkefninu leiða til þess verið er að skoða ýmsa nýja fleti á samstarfi, meðal annars í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Viðræðum verður haldið áfram síðar á árinu.

Að sögn Ágústu Gísladóttur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir íslensku sendinefndinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í Menengai þar sem verið er að byggja jarðvarmavirkjun. Í Menengai var á síðasta ári settur upp þurrkofn með styrk frá Íslandi sem getur þurrkað sex tonn af korni á fjórum til fimm klukkutímum með grænni orku.

Margir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans

Martha Mburu er verkstjóri í Menengai en hún er fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans hér á landi. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir Silvia Malmo efnafræðing sem starfar á rannsóknastofu sem efnagreinir jarðhitavökva en hún er einnig fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans. Silvia kennir jafnframt í Öndvegissetri jarðhitauppbyggingar en setrið hefur notið stuðnings frá Íslandi. Setrið er byggt upp í samstarfi við UNEP og verkefnastjórinn er líka fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans, Meseret Teklemariam Zemedkun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta