Hoppa yfir valmynd
02.06. 2021 Utanríkisráðuneytið

Indverjar taka fagnandi öndunarvélum og lyfjum frá Íslandi

Fulltrúi indverskra stjórnvalda og fulltrúi sendiráðs Íslands í Delí taka á móti sendingunni í morgun. - mynd

„Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí voru mætt árla morguns á flugvöllinn til að taka við sendingunni.

Um er að ræða gjöf frá Landspítalanum og Íslendingum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að færa Indverjum öndunarvélar að gjöf þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Vélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans.

Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur verið mikið notað gegn COVID-19 því í ljós hefur komið að lyfið hefur virkni sem hamlar gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar.

Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins.

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta