Hoppa yfir valmynd
26.08. 2022 Utanríkisráðuneytið

Barnaheill: Haustsöfnun til styrktar verkefni í Síerra Leóne

Ljósmynd frá Sierra Leóne: Save the Children, Barnaheill. - mynd

Barnaheill hafa hrundið af stað haustsöfnun fyrir styrktar þróunarverkefni samtakanna í Pujehun héraði í Síerra Leóne, fátækasta héraði landsins. „Ofbeldi í skólum er gríðarlega algengt vandamál í landinu en níu af hverjum tíu börnum verða fyrir ofbeldi í skólum. Tvær af hverjum þremur stúlkum verða fyrir kynferðisofbeldi í skólum og 18 prósent stúlkna er nauðgað, oft í ,,skiptum” fyrir betri einkunnir,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna.

Guðrún bætir við að þetta sé hræðilegur veruleiki fyrir börn og Barnaheill leggi mikla áherslu á að fræða börn, foreldra, kennara, þorpshöfðingja og annað fullorið fólk um ofbeldi. Haustsöfnun Barnaheilla er haldinn nú í annað sinn og Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið.

Armbandið kostar kr. 2.500 og einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök hafa það til sölu. Einnig er hægt að kaupa armbandið á völdum Olísstöðvum og í vefverslun Barnaheilla.

  • Eliza Reid kaupir fyrsta armbandið í söfnun Barnaheilla sem hófst í dag, 25. september. Söfnunin er til styrktar vernd gegn ofbeldi á börnum í Síerra Leóne. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
5. Jafnrétti kynjanna
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta