Hoppa yfir valmynd
15.09. 2022 Utanríkisráðuneytið

Fjölsótt netnámskeið Jarðhitaskólans um jarðvarmaorku

Jarðhitavirkjun í Indónesíu. - mynd

Þrjú hundruð þátttakendur frá um tuttugu löndum á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu tóku þátt í þriðju námskeiðaröð Jarðhitaskólans „Netnámskeið um jarðvarmaorku“. Þessum námskeiðum er beint að þeim sem taka ákvarðanir í samstarfslöndum okkar um þróun jarðvarmaauðlinda og kynna fyrir þeim alla möguleika sem jarðvarmi hefur upp á að bjóða.

Fyrsta þáttaröðin beindist að Afríku, önnur að rómönsku Ameríku og Karíbahafi en þessi þriðja, sem haldin var á dögunum, beindist að Asíu og Kyrrahafi. Margir af fyrrverandi nemendum skólans og helstu sérfræðingar Íslands á sviði jarðhita kynntu og ræddu um mikla möguleika og efnahagslega hagkvæmni auðlindarinnar, allt frá orkuframleiðslu til snyrtivöruframleiðslu til fiskeldis, auk tengdra ávinninga.

Námskeiðinu var mjög vel tekið og ljóst að þessi nýi vettvangur skapar skólanum tækifæri til að miðla jarðhitaþekkingu enn frekar og með aðgengilegri hætti.

Alls fluttu rúmlega þrjátíu sérfræðingar erindi á námskeiðinu.

  • Hluti þátttakenda á netnámskeiðinu. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta