Hoppa yfir valmynd
23.09. 2022 Utanríkisráðuneytið

Námskeið á Selfossi í samhæfingu alþjóðlegrar rústabjörgunar

Hópmynd af þátttakendum. Ljósmynd: Guðrún Helga Lárusdóttir - mynd

Í vikunni hefur staðið yfir á Selfossi alþjóðlegt námskeið í samhæfingu rústabjörgunarveita á vegum utanríkisráðuneytisins. Á námskeiðinu var farið yfir samhæfingu alþjóðlegra björgunarteyma á vettvangi og æfingar skipulagðar í viðbrögðum. Þátttakendur voru tuttugu og fjórir frá fjórtán löndum og kennarar tíu frá sjö löndum.

Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina sem sérhæfir sig í leit og rústabjörgun. Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í samræmingarstarfi Sameinuðu þjóðanna og rekur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina ICE-SAR sem var stofnuð með samkomulagi milli Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins.

Eins og kunnugt er hafa íslenskar björgunarsveitir tekið þátt í verkefnum erlendis frá árinu 1999 og farið í útköll til hamfarasvæða í útlöndum þar sem sérþekking þeirra hefur verið nýtt, meðal annars við rústabjörgun eftir jarðskjálfta. INSARAG (International Search and Rescue Advisory Goup) er alþjóðlegur samstarfsvettvangur undir hatti Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna, OCHA, um rústabjörgun (USAR – Urban Search and Rescue).

INSARAG var stofnað 1991 og Ísland er eitt af stofnríkjum samtakanna.

  • Námskeið á Selfossi í samhæfingu alþjóðlegrar rústabjörgunar - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta