Hoppa yfir valmynd
07.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Markmiðið um að útrýma fátækt fjarlægist

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Ólíklegt er að heimurinn nái langþráðu markmiði um að binda enda á sárafátækt fyrir árið 2030, að mati Alþjóðabankans. Ástæðurnar eru áhrif „óvenjulegra“ áfalla á hagkerfi heimsins, ekki síst heimsfaraldur kórónaveirunnar og innrás Rússa í Úkraínu.

Í nýrri skýrslu sem birt var á vikunni - Poverty and Shared Prosperity 2022 – segir Alþjóðabankinn að hækkun á matvæla- og orkuverði hafi hindrað skjótan bata eftir að COVID-19 leiddi til „mesta viðsnúnings“ fyrir fátækt í heiminum í áratugi.

Bankinn telur ólíklegt að það dragi úr sárafátækt á þessu ári því hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafi versnað í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, efnahagslægðar í Kína og vaxandi verðbólgu.

„Miðað við núverandi þróun munu 574 milljónir manna - nærri sjö prósent íbúa heimsins - enn lifa á innan við 2,15 Bandaríkjadölum á dag árið 2030, flestir í Afríku,“ segir í skýrslunni.

Í yfirlýsingu hvatti David Malpass, forseti Alþjóðabankans, til meiriháttar stefnubreytinga til að auka hagvöxt og stuðla að því að hefja aðgerðir til að útrýma fátækt. „Framfarir í þá átt að draga úr sárafátækt hafa í meginatriðum stöðvast í takt við dvínandi hagvöxt á heimsvísu,“ segir hann.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta