Hoppa yfir valmynd
10.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Afhending almenningssalerna í Mutumba

Frá afhendingunni í Mutumba, Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðsins til vinstri á myndinni. - mynd

Í síðustu viku fór fram afhending af hálfu sendiráðs Íslands í Kampala á almenningssalernum í þorpinu Mutumba í Namayingo héraði í Úganda. Bygging salerna er hluti af byggðaþróunarverkefni sem íslensk stjórnvöld vinna með héraðsstjórninni til að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu. Almenningssalernin koma til með að þjóna 2500 manns.

Íbúar Mutumba hafa nú ókeypis aðgang að almenningssalernum, þar á meðal fyrir fatlað fólk. Tuttugu salerni og tólf sturtur voru byggðar sem skiptast jafnt milli kvenna og karla.

Afhendingin í Mutumba dró að sér mikla athygli og heimsmenn lýstu yfir miklu þakklæti til Íslendinga. Viðunandi salernisaðstaða er viðvarandi áskorun í mörgum þróunarríkjum og samkvæmt nýjustu gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa tæplega 700 milljónir manna lítinn eða mjög takmarkaðan aðgang að salernum. Í sjötta heimsmarkmiðinu segir að eigi síðar en árið 2030 hafi allir jafnan aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og enginn þurfi að ganga örna sinna utan dyra. Þar segir ennfremur að í þessu tilliti verði sérstaklega hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

6. Hreint vatn og hreint

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta