Hoppa yfir valmynd
13.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Matvælakreppan að breytast í hamfarir

Ljósmynd: Simon Townsley/Panos Pictures - mynd

Samkvæmt nýrri hnattrænni hungurvísitölu – 2022 Global Hunger Index (GHI) – þurfum við að horfast í augu við grimman veruleika. Eitruð blanda stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldursins kórónuveirunnar hefur leitt til þess að milljónir jarðarbúa hafi orðið fyrir áföllum, ekki síst með hækkuðu verði á matvælum.

„Nú leiða átökin í Úkraínu til þess að verð á matvælum, áburði og eldsneyti breytir kreppu í hamfarir,“ segir í skýrslu samtakanna Concern Worldwide og Welthungerhilfe sem árlega gefa út hungurvísitöluna, nú í sautjánda sinn.

Samkvæmt vísitölunni er hungur alvarlegast í fimm löndum —Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Madagaskar og Jemen— en einnig á hættulegu stigi í Búrúndí, Sómalíu, Suður-Súdan og Sýrlandi. Í 35 löndum til viðbótar er hungur útbreitt en hægt er að skoða gagnvirkt kort í skýrslunni um alvarleika hungurs í heiminum. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta