Hoppa yfir valmynd
14.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Hálfur heimurinn ekki viðbúinn hamförum

Ljósmynd: Sameinuðu þjóðirnar - mynd

Í nýrri skýrslu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um að draga úr hættu á hamförum, UNDRR, og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, sem birt var í gær er varað við því að í helmingi landa heims séu ekki til staðar viðunandi viðvörunarkerfi um fjölþátta hættu.

Í gær, 13. október var alþjóðlegur dagur til að draga úr hættu á hamförum – International Day for Disaster Risk Reduction. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn að staðan er verst að þessu leyti meðal þróunarríkja sem finna mest fyrir loftslagsbreytingum.

„Heimurinn er að bregðast við með því að fjárfesta í verndun lífs og lífsviðurværis þeirra sem eru í fremstu víglínu. Þeir sem hafa gert minnst til að valda loftslagskreppunni greiða hæsta verðið,” sagði António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ í meðfylgjandi myndbandi í tilefni alþóðadagsins.

Skýrslan – Global Status of Multi-Hazard Early Warning Systems - Target G – er byggð á nýjum gögnum sem sýna að dánartíðni vegna hamfara er átta sinnum hærri í löndum sem búa við takmörkuð viðvörunarkerfi í sambanburði við lönd þar sem slík kerfi er fyrir hendi.

Samkvæmt frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, flýja þrisvar sinnum fleiri loftslagsbreytingar en stríð.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta