Hoppa yfir valmynd
26.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Veðuröfgar koma til með að ógna lífi allra barna að óbreyttu

Ljósmynd: UNICEF/Fani - mynd

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær nýja skýrslu um nauðsyn þess að vernda börn fyrir auknum veðuröfgum. Þar er dregin upp sú svarta framtíðarsýn að öll börn í heiminum, um tveir milljarðar, komi að óbreyttu til með að búa við linnulitlar hitabylgjur um miðja öldina því nú þegar fjölgi slíkum hitabylgjum ört og bitni á 559 milljónum barna.

Skýrslan ber yfirskriftina „The Coldest Year of the Rest of Their Lives: Protecting Children from the Escalating Impacts of Heatwaves. Hún er gefin út í aðdraganda COP27 loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði. 

„Á árinu 2022 hafa hitabylgjur á bæði suður- og norðurhveli jarðar slegið öll met og reynir UNICEF með skýrslunni að varpa ljósi á alvarlegar afleiðingar þessa á börn. Nú þegar sjást afleiðingar þessa greinilega á sögulegum flóðum í Pakistan og miklum hamfaraþurrkum á Afríkuhorninu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrsluhöfundar áætla að fyrir árið 2050 muni öll börn jarðar, rúmlega tveir milljarðar barna, upplifa aukna tíðni hitabylgja hvort heldur tekst að ná markmiðum um litla losun gróðurhúsalofttegunda og hækkun hitastigs um 1,7 gráður, eða mikla losun gróðurhúsalofttegunda með áætlaða hækkun hitastigs jarðar um 2,4 gráður árið 2050.  

„Fleiri börn munu verða fyrir áhrifum lengri, heitari og fleiri hitabylgja á næstu þrjátíu árum sem ógna mun heilsu þeirra og velferð. Hversu skelfilegar afleiðingar þessarar þróunar verða veltur á þeim ákvörðunum sem við tökum NÚNA. Það er algjört lágmark að ríki heims setji markmiðið um hámarkshlýnun jarðar í 1,5 gráður og tvöfaldi aðlögunarframlög sín fyrir árið 2025. Það er eina leiðin til að bjarga framtíð barnanna og framtíð þessarar plánetu, segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, ómyrk í máli. Hún segir ljóst að gera þurfi meira en lágmarksmarkmið gera ráð fyrir í dag. 

 „Loftslagsöfgar ársins 2022 eiga að hringja viðvörunarbjöllum yfir þeim gríðarlegu hættum sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Vanessa Nakate, loftlagsaðgerðasinni og Góðgerðarsendiherra UNICEF. Hitabylgjur eru augljóst merki um það. Eins hlýtt og þetta ár hefur verið í nær öllum heimshornum þá er mjög líklegt að þetta verði samt sem áður kaldasta ár það sem eftir er ævi okkar. Það er búið að snúa hitastýringunni á plánetunni en þrátt fyrir það eru þjóðarleiðtogar ekki enn farnir að svitna. Okkar eina val er því að hækka hitann undir þeim og krefjast þess að þau leiðrétti þá stefnu sem við erum á. Leiðtogar heimsins verða að gera þetta á COP27 ráðstefnunni, fyrir öll börn og þá sérstaklega þau viðkvæmustu á verst settu svæðunum. Ef þau grípa ekki til aðgerða og það strax sýnir þessi skýrsla að hitabylgjur muni verða enn alvarlegri en þegar er spáð.“ 

Nánar á vef UNICEF

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta