Hoppa yfir valmynd
28.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Engin trúverðug leið til að ná Parísarsamkomulaginu

Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, verður ekki unnt að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar. Samkvæmt nýrri árlegri skýrslu stofnunarinnar er engin trúverðug leið er til að ná því takmarki að hlýnun jarðar haldist innan við 1,5° á celsíus.  Kerfisbundinna umbreytinga sé þörf til þess að hægt sé að forðast loftslagshamfarir.

Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, greinir frá. Í skýrslunni – Emissions Gap Report 2022: The Closing Window – Climate crisis calls for rapid transformation of societies – er birt spá um það hvað útblástur gróðurhúsalofttegunda verði mikill 2030 og hve mikill losunin megi vera til að hægt sé að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.

„Í skýrslunni er sýnt fram á að uppfærð landsmarkmið frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, hafi lítil áhrif á spár um losun koltvísýrings 2030. Þar með sé langt í land með að ákvæðum Parísarsamningins um að halda hlýnun jarðar inna við 2°C, og helst 1,5°C verði náð. Ef ekki kemur til stefnubreyting má búast við að hlýnunin verði orðin 2,8°C við aldarlok,“ segir í frétt UNRIC.

Að mati skýrsluhöfunda þarf ekkert minna en algjöra umbreytingu þvert á öll kerfi til að tryggja þann gríðarmikla nauðsynlega niðurskurð til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Þörf sé á 45 prósent niðurskurði miðað við núverandi stefnumótun til að ná 1,5°C markinu og 30 prósent til að halda hlýnunin innan við  2°C.

Sjá skýrsluna í heild hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta