Hoppa yfir valmynd
31.10. 2022 Utanríkisráðuneytið

Uppbygging lyfjaframleiðslu í Malaví að hefjast

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Líklegt er að þegar á næstu tveimur árum verði unnt að hefja lyfjaframleiðslu í Malaví með áherslu á lífsnauðsynleg lyf fyrir börn, auk bóluefna. Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. og heilbrigðisvísindadeild háskólans í Malaví (Kamuzu University of Health Sciences, KUHeS), verða í samstarfi um uppbygginguna. Áformað er að byggja sjö þúsund fermetra lyfjaverksmiðju á vegum skólans í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Blantyre en fyrst um sinn verður framleiðslan í húsnæði skólans í borginni.

Hananja ehf fékk fyrr á árinu 27 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, í þeim tilgangi að byggja upp og setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju í Malaví. Verkefnið ber biblíuheitið Rephaiah, lyf Drottins.

Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með réttum lyfjum og lyfjaformum. Hann hefur átt fundi með Lazarus M. Chakwera forseta Malaví og Khumbize Kandodo Chiponda heilbrigðisráðherra sem báðir eru hvatamenn að verkefninu.

„Það er þegar mikili spurn eftir ákveðnum lyfjum í allri Afríku sunnan Sahara og við sjáum enga þörf á því að bíða lengur eftir að hefja framleiðslu, bæði fyrir innlendan markað og alþjóðlegan,“ segir Sveinbjörn.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta