Hoppa yfir valmynd
02.11. 2022 Utanríkisráðuneytið

Fótboltar til malavískra skólabarna

Börn í SOS barnaþorpum í Malaví fengu á dögunum afhenta að gjöf fótbolta frá Samtökum íslenskra ólympíufara. Samtökin gáfu alls 48 fótbolta til malavískra barna sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma á áfangastað.

„SÍÓ ætl­ar að hvetja þjóða­sam­tök ólymp­íufara á hinum Norð­ur­lönd­un­um að gera slíkt hið sama og von­andi með stuðn­ingi við­kom­andi þró­un­ar­stofn­un­ar. Von stend­ur til að þessi bolta­send­ing sé að­eins byrj­un­in á far­sælu sam­starfi SÍÓ við SOS Barna­þorp­in í Mala­ví og önn­ur lönd í Afr­íku," seg­ir Jón Hjaltalín Magnús­son, formað­ur SÍÓ, í frétt á vef SOS.

Þar segir ennfremur að öll börn eigi rétt á að leika sér og stunda íþróttir, það efli líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. „Eitt af sam­fé­lags­leg­um lang­tíma­mark­mið­um Sam­taka ís­lenskra ólympíufara (SÍÓ) er að að­stoða við stofn­un og efl­ingu íþrótta­fé­laga í þró­un­ar­lönd­um í sam­starfi við nær­liggj­andi skóla. Stuðn­ing­ur­inn felst meðal annars í að gefa bolta og ann­an bún­að og nám­skeið fyr­ir kenn­ara og þjálf­ara,“ segir í fréttinni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta