Hoppa yfir valmynd
14.11. 2022 Utanríkisráðuneytið

Stefnir í enn eitt metár hungurs í heiminum

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Óttast er að árið 2022 verði enn eitt metár matvælaskorts í heiminum. Matvælakreppan leiðir til þess að sífellt fleiri eiga nánast ekki til hnífs og skeiðar. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, kallar eftir skjótum aðgerðum vegna alvarlegs fæðuskorts og vill að komist verði að rótum vandans.

Matvælakreppan samtvinnast af mörgum þáttum eins og loftslagsbreytingum, stríðsátökum og efnahagserfiðleikum. Hún hefur leitt til mikillar fjölgunar hungraðra á þessu ári, úr 282 milljónum í 345 milljónir. Snemma árs ákvað WFP að auka stuðning við ört stækkandi hóp hungraðra og setti markið að ná til 153 milljóna manna á árinu. Um mitt ár hafði tekist að koma matvælaaðstoð til 111,2 milljóna.

„Við stöndum frammi fyrir fordómalausri matvælakreppu og það eru blikur á lofti um að við höfum enn ekki séð það versta,“ segir David Beasly framkvæmdastjóri WFP. „Síðustu þrjú árin hefur hungur í heiminum slegið hvert metið á fætur öðru. Ástandið getur vernsað og gerir það nema til komi stórt og samstillt átaka til að takast á við rætur kreppunnar.“

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar í mannúðarmálum halda enn aftur að hungursneyð í fimm löndum: Afganistan, Eþíópíu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Þá berast þessa dagana fregnir af gífurlegu hungri íbúa Haíti, því mesta sem sögur fara af á eynni.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er leiðandi á sviði matvælaaðstoðar og fæðuöryggis. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2020 fyrir baráttu þeirra gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. Íslensk stjórnvöld ákváðu í síðasta mánuði að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna alvarlegs mannúðarástands víðsvegar um heim.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta